This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Sælir 4×4 menn …
Ég er að spá í að fá mér minn fyrsta jeppa. Aðallega til sumarferða en þó væri gaman ef hægt væri að hreyfa hann aðeins yfir vetrartímann. Einnig þarf hann að duga innanbæjar, og passa í litla þrönga stæðið mitt …
Mér var bent á Nissan Terrano II (97-99) og líst bara vel á þann kost, ekki of stór né lítill. Er spenntur fyrir slíkum bíl á kannski 35″ eða ekki minna en 33″, og sýnist menn hér (af því sem ég hef lesið) vera sæmilega ánægðir með svona bíl.
Það sem mig langar að spyrja um er þetta:
1. Dísel eða bensín? Hverjir eru kostir/gallar og hverju má áætla að svona bíll eyði á 35″?
2. Hvað kemst maður eiginlega (eða ekki) á svona tæki, sumar og vetur?
3. Má gera ráð fyrir miklu viðhaldi, og er mikill munur á viðhaldi eftir því hvað bíll er á stórum dekkjum?
4. Ætti ég kannski að vera að skoða allt aðra bílategund?
Kannski áttu þetta að vera margir þræðir …
Að lokum vil ég bara þakka fyrir vef sem mér virðist vera með mjög málefnalegar og almennilegar umræður.
Með von um skemmtileg og mörg svör,
Gulli
You must be logged in to reply to this topic.