This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Arnór Magnússon 20 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Sæl öllsömul.
Mér langaði að lýsa yfir ánægju minni á hugmyndinni um heimasíðuna, sem vals kom inn á í pajero tækni-/fróðleiksþræðinum.
Sniðugt ef menn kæmu með hugmyndir að því hvernig hægt væri að gera góða síðu betri. Hér eru smá hugleiðingar um spjallið frá mér.
Mín hugmynd er að hafa almennt spjall (með sömu flokkum og eru í gangi núna), síðan sér stað til að fara inn á hvern framleiðanda fyrir sig.
Þar inni væru bæði spjallþræðir, ef ekki bara alveg aðskilt spjall um hverja tegund (hvernig er best að breyta hverri tegund og bara eitthvað í svipuðum dúr og pajeró þráðurinn), en líka væri gaman að hafa tæknisíðu til að fá allskyns upplýsingar varðandi jeppann (svosem vélarupplýsingar, gerð hásinga og bara allt sem hægt er að grafa upp).
Ég er nokkurn veginn sammála Vals varðandi uppskiptinguna. Mér finnst að það ætti að vera eftir framleiðanda og svo gæti maður þaðan komist í undirflokka.Ég get reyndar ímyndað mér að það væri heljarinnar vinna að koma þessu upp, en kanski hægt að hjálpast að við það með því að menn bjóðist til að koma með tækniupplýsingar á einhverri einni eða fleiri tegundum og sendi vefhönnuði í pósti ásamt heimildum…
Gera þetta bara í rólegheitumÞað er að vísu einn galli sem ég sé við þessa uppskiptingu. Hann er sá að hugsanlega yrði f4x4 í framtíðinni að einskonar uppflettiriti frekar heldur en líflegt spjall allan tímann. Þeir sem að vita mikið um svona mál koma bara með einn langan pistil um eina jeppategund og þá veit maður næstum allt um hann. Auðvitað gott að hafa bara nokkuð pottþéttar upplýsingar strax en kanski hætt við að við ,,amatörarnir“ hefðum lítið að bæta við.
En endilega að hjálpa þeim sem verða í þessari nefnd að endurhanna síðuna, því hverjir vita betur hvernig hún væri best heldur en þeir sem hanga hér yfirleitt nokkra tíma á dag? (það er kanski ekki alveg eðlilegt, en allavega 😉Kveðja
Izeman
You must be logged in to reply to this topic.