Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › GMC Subarban
This topic contains 23 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjörtur Sævar Steinason 21 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
03.12.2003 at 12:45 #193269
Ég er að spá í að fá mér GMC Suburban diesel
mig langar ekki að fá 20 pósta sem benda á aðrar blikk
dósir. Sérstaklega ekki patrol lofsöngva…
eða Lolux sögurÉg veit að Subbinn er nokkuð þungur og þykkir
ca ekki besti bíllinn í jöklaferðir. En mig vantar plásið
og vil geta kíkt aðeins í jöklaferðir líka.Það sem mig langar að vita er hvernig hafa þessir bílar
verið að koma út. Hvað hefur verið að bila. Hvernig hafa
velarnar komið út. er betra að kaupa ákveðnar árgerðir
td nýrri en 97 eða eitthv álíka….hvernig er drifbúnaður? orginal hlutföll? hvernig
er svo að breyta þessum bílum?
hvernig er að fá skriðgír og lægri hlutföll í þetta?
Dugar nokkuð nema 44″ barðar?p.s
Pæja til sölu á 38″ 1999kv pæji
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.12.2003 at 13:20 #481920
daginn
ég er að spá hver er munurinn á CHEVROLET SUBURBAN og GMC SUBURBAN
03.12.2003 at 14:02 #481922Munurinn á GMC Suburban og Chevrolet Suburban er aðeins nöfn og merkingar. Þeir voru framleiddir á sama færibandi.
Ég þekki ekki nýrri bílana nógu vel en gamli subbinn stóð vel fyrir sínu. Ef þú getur náð þér í Subba með D60 og GM14 bolta þá ertu í mjög góðum málum.
Vélarnar hafa reynst vel. Gamli bíllinn fékkst með gömlu góðu bensínvélunum (small og big block) ásamt 6,2 lítra díselvélinni. Innspíting (á bensínvélarnar) sem var í boði er TBI (throttle body) sem þjónar sínu hlutverki ágætlega, en annars voru það bara blöndungar.
Nýji bíllinn fékkst með allskonar vélum, sem ég held að hafi allar reynst vel. Ég myndi reyna að fá 6,5 lítra turbó dísel ef ég væri að eltast við þá (eða Duramax ef fárhagurinn leyfir). Aðalgallinn við nýju bílana (að mínu mati, margir mér ósammála) er að hann er ekki með framhásingu.
Ég myndi ætla að þú verðir að setja 44" dekk undir hann til að hann fljóti vel.
JHG
03.12.2003 at 15:17 #481924
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir
Ég hef aðeins verið að spá í svona græju líka! Þetta eru alveg hrikalega flottar græjur. Ég var nú heitastur fyrir 6,5 Díesel en svo hljómar Duramaxin líka rosa vel en hann er víst ekki fáanlegur Í Suburban!
Svona bíll þarf að vera á 44" og með milligír er most!Kv
Steini
03.12.2003 at 16:03 #481926
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég hef alltaf talið að GMC sé hrárri og meiri trukkur meðan Chevrolet er meiri lúxus og pjátur ss samlitur, rafmagn leður og króm, svona svipað og Plymouth, Dodge og Chrysler er allt sama grunngumsið með misfínu dóti með…það er td greinilegur munur á Plymouth Grand Voyager og Chrysler Grand Voyager hvað lúxus og búnað snertir, annar svartasta Harlem, hinn Beverly Hills.
03.12.2003 at 16:42 #481928Ég vil benda ykkur á eftirfarandi síðu þar sem meðal annars er sagt frá muninum á GMC og Chevrolet
http://www.thehistoryofcars.com/gmc_truck.html
Fyrir ykkur sem eigið eldri Chevrolet trukka (1947-1991)
þá eru ágætar vef-verslanir sem eiga flesta varahluti í þessa bíla. Sú sem ég hef góða reynslu af er http://www.chevyduty.com.og einnig er til http://www.lmctruck.com sem hefur hluti í Chevrolet, GMC og Ford, t.d. Bronco, Pickup og Ranger
Hjalti
og svo þetta:
"This is a response to the "Christian Environmentalist"
that ask the question, what would Jesus drive?I believe Jesus would have driven a diesel Suburban for the size and economy. He certainly would not have driven a tiny, solar powered anything. Remember, Jesus was a carpenter; he would need to carry his tools and supplies. When he took out the third seat and folded the second seat he would have a little over 8’x 4′ of cargo space. He also had the 12 Disciples to haul around so he would actually have 2 Suburbans. He could carry 16-18 people and still have cargo room for their gear. You can bet it would be 4×4, because they went to many out of the way places. For the environmentalist to say Jesus would have driven a battery powered matchbox just means they don’t have a real good idea of what he did for a living or the idea of Jesus in a manly full size SUV goes against their cause. I believe Jesus is our savior and was a man of action while on earth, therefore a full size SUV would have been a perfect fit, you decide.
David"
03.12.2003 at 17:30 #481930Ef ég miða t.d. við Chevy Blazer K5 og GMC Jimmy þá er munurinn mjög lítill. Báðar tegundir var hægt að fá hráar eða með öllu.
Lúxusútgáfan af Blazer hét Silverado meðan að lúxusinn í Jimmy hét Sierra Classic (minnir að sömu nöfn hafi verið notuð á Suburban).
Eina sem aðgreinir þá er að ef þú varst með GMC Jimmy með 6,2 lítra díselvél þá gastu pantað hann með Banks túrbínu, en af einhverjum orsökum gast þú ekki pantað það við Blazer með sömu vél. Það voru einhver örfá ár, og mig minnir að fyrsta árið hafi verið 1989 (en gæti alveg skjátlast).
Annars þá er þetta sami bíllinn, sami lúxus og hvaðeina. Svo var náttúrulega hægt að panta þessa bíla eins og þú vildir hafa þá (ef þú vildir heilann bekk framí þá gastu fengið hann).
JHG
03.12.2003 at 20:59 #481932Góðan daginn,
ég held að þeir séu nú ekki á sama færibandi, GMC = General Motors Canada, GM = General Motors smíða nánast sömu bíla samanber Sierra Canada og Silverado Bandaríkjunum. Íburð er ábyggilega hægt að velja að vild á báðum stöðum.
6,5 lítra vélin er mjög góð og ég myndi ekki spá í annað. Nýrri 6,5 lítra vélin (veit ekki hvenær nákvæmlega hún breytist) er með öflugri viftuspaða, tvo vatnslása og öflugra kælikerfi.
Annars heyrði ég fyrir stuttu að í Surburban yrði sett Duramax einhverntímann í náinni framtíð (en það er bara kjaftasaga enn sem komið er).
Fyrir þá sem ekki vita þurfa menn að kynna sér hvernig skal skifta um hráolíusíu á 6,5 vélinni, getur klúðrast og skemmt olíuverkið í framhaldi.
Undir stóra og þunga bíla þarf stór dekk í snjóinn, ég myndi halda að breyta þessum bíl sé mjög framkvæmanlegt og ekkert mál að fá hlutföll og skriðgír.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
03.12.2003 at 21:13 #481934
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Langaði að svara honum Steina,
Mig grunar að 6,6 lítra vélin sé víst fáanleg í suburban. Það er einn hérlendis að minnsta kosti, á 44" með heilli framhásingu og loftpúðum, breytt hér á klakanum. Ef þetta er rétt hjá mér þá flutti IB á Selfossi þennan bíl inn, en hann er hvítur og það kom grein um hann í bílablaði Morgunblaðsins fyrir nokkrum mánuðum.
03.12.2003 at 22:25 #481936Ég hef alltaf haldið að GMC stæði fyrir General Motors Corporation.
Ég skoðaði http://www.gmc.com en þar er hvergi minnst á GM Canada en þar var hinsvegar bæði minnst á General Motors Corporation og GM.
Svo leitaði ég á google og fann:
http://www.gmcanada.com/english/home/home.html en þar er ekki minnst á GMC (nema meðal annarra merkja eins og Pontiac).
En nú ert þú búinn að láta mig efast svo að ég verð víst að skoða málið betur (sem GM maður á VERÐ ég að vita hvað er rétt), og skipta um skoðun ef þetta er rétt hjá þér
En í sambandi við færibandið þá fékk ég staðfestingu á því á síðunni sem einhver benti á:
http://www.thehistoryofcars.com/gmc_truck.html
"In 1967 GM combined GMC and Chevrolet Trucks on the assembly lines to reduce the cost of building two truck lines. Chevrolet plants built the light trucks, and GMC Plants built the Medium and Heavy trucks. Chevy engines were offered in GMC Trucks and the V6 continued until 1969 in the GMC light duty trucks, and until 1972 in the GMC heavy duty trucks. This was in effect the end of GMC as a separate small truck division. Smaller trucks were still built by GMC but no difference really existed besides cosmetic differences between the Chevy and GMC light duty trucks."
En annars þá eru þetta aukaatriði sem koma spurningum þess sem hóf þráðinn ekkert við
JHG
04.12.2003 at 00:21 #481938
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir félagar
Ég man eftir þessum hvíta sem ég held að IB bílar hafi flutt inn, ef ég man rétt þá breyttu SS Gíslason þessum bíl, settu undir hann hásingu ofl gerðu þvílíkt flottan fjallatrukk úr honum.
Ég mæli með að þú prófir að tala við þá og heyra hvað það var nákvæmlega sem þeir gerðu við hann, ég man bara að þetta var flott og hann var á 44" dekkjum enda dugir ekkert minna undir svona hlunk.Endilega skelltu þér á svona græju Pæji.
Kv.
Dóri Sveins
R-2608
04.12.2003 at 00:33 #481940Góðan daginn,
jú ef skil textan rétt er einhver sameining á hlutum hjá þeim, ég las nefnilega ekki textan áður en ég skrifaði. Ég er nefnilega rétt mellufær í enskri tungu og þær tala ekkert um bílaverksmiðjur eða bílatæknimál. En mín meining er General Motors Canada, en það getur líka verið rangt.
En sjáðu nú til, ég er að kaupa Silverado frá Bandaríkjunum og var með aðgang að tjónasíðu (Bandarískri), þar fannst varla Sierra á móti fullt af Silverado, mér fannst framendinn á Sierra fallagri en á Silverado þangað til að ég keypti Silverado :-). Það gerði ekkert annað en að styrkja mig í trúnni, en hver veit!
Svo segir nú í fyrirsögninni á síðunni sem þú vitnar í
"http://www.gmcanada.com/english/home/home.html"
Wellcome to General Motors of Canada.
Ég væri nú til í að vita hið sanna í þessum útúrsnúning.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
04.12.2003 at 16:52 #481942Ég spurðist fyrir á erlendri Blazer/Jimmy síðu og GMC stendur víst fyrir General Motors Corporation.
Hinsvegar fékk ég að sjálfsögðu aðrar skýringar eins og:
Georgia Mountain Climber
Georgia Milk Cow
Gauranteed Mechanical Catastrophe
Got a Mechanic ComingMér hefur þótt Chevy fronturinn vera flottari en GMC alveg fram að þeim nýjustu. Ég er ekki alveg búinn að taka nýja Chevy frontinn í sátt, en mér finnst ljósin ekki eins flott og þau voru (er samt flottur bíll). En það verður gaman að sá bílinn þinn fullbreyttann :).
kv. JHG
04.12.2003 at 16:57 #481944
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég hef alltaf talið að GMC stæði fyrir Great Mistake Corporation, líkt og PONTIAC stæði fyrir Poor Old Niggers Think It’s A Cadillac.
04.12.2003 at 22:01 #481946Hvaða ár er tekin undan þeim rörið að framan?
Hvaða ár kemur 6.5 turbo disel velin?Er búin að vera að leita að svona bílum á netinu
en hef ekkert spennandi fundið. nema ekið
250-300þús…. hafði hugsað mér bíl heimkomin
helst undir 3.000.000 (ætla mér að breyta sjálfur)en nog virðist vera til að bensín bílum
sá einn flottan bensín bíl 1999 model m öllu
á 11.000 usd grín verð… en disel skal það vera
með leðri og ollu fíneríi…
ef þið rambið á síðu, væru allar uppl vel þegnar
kv
Pæji bráðum SubbiOg ég er alveg sammála David að Jesú hefði valið
suburban enda smekkmaður á allan hátt.
létt sækja handa sér suburban síns tíma í matt 21
……
04.12.2003 at 22:08 #481948
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Getur prufað þessa http://www.canadatrader.com ég kann ekki að búa til svona "fancy" link…:-)
Þar er samansafn að bílasölum útum alla Canada, en það er rétt hjá þér það virðist ekkert vera hlaupið að því að finna dísel bíl með leðri og fíneri.
Stefán.
04.12.2003 at 23:05 #481950Ég leitaði á http://www.traderonline.com, fór í advanced search og fann:
http://www.autotrader.com/findacar/resu … &x=36&y=16
Þarna er hellingur af díselbílum, en ég valdi frá 1997-2000, hvar sem er í Bandaríkjunum.
Það væri eflaust skynsamlegra að takmarka leit við staði á austurströndinni eða nálægt höfnum sem ísl. félög sigla til.
JHG
04.12.2003 at 23:07 #481952Ég held að rörið hafi fokið mjög snemma, líklegast í kringum 1990-1992. Skömmu seinna hefur 6,5 TD komið í þessa bíla.
JHG
04.12.2003 at 23:40 #481954Góðan daginn,
talaðu við Kjartan á GK bílaverkstæði s-5666257 upp í mosfellssveit, hann í samvinnu við Jón Árna sem er búsettur í Boston eru með aðgang að síðu sem ber nafnið COPART en ég er að kaupa tjónabíl af þeirri síðu, tjóna bílar geta verið lítið skemdir og jafnvel skemdir þér í hag ef þú ætlar t.d að setja hásingu undir bílinn að framan. Svo græjar Jón Árni fyrir þig varahluti og annað ef þarf.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
05.12.2003 at 00:04 #481956Fyrst þú vilt endilega fá þér amerískan eyslu og bilana segg þá er dísel málið. Ég hef heyrt að glóðarkertin séu að fara í þeim ótímabært. og svo veit ég um einn sem eyðilagðist sjálfskifting í. En vara hlutirnir eru svo dýrir að það er skrítið að þeir séu ekki úr gulli.
En svo geta þessir amerísku enst ágætlega ef farið er vel með þá. og ekki vantar togkraftinn.
kveðja bjarni
05.12.2003 at 03:15 #481958
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ekki gleyma Ford excursion, fánalegir annað hvort með gömlu 7.3 lítra sleggjunni eða nýju 6.0 lítravelinn.
Þeir er með hásingu að framan og fáanlegir með öllum þeim lúxus sem hugast getur og jafvel enn stærri en Suburbaninn.
6.5l vélin er vissulega skemmtileg, en Subbinn er þar fyrir utan frekar ótraustvekjandi finnst mér persónulega miðað við Excursioninn og þarfnast mun meiri og dýrari breytinga.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.