This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Árni Samúel 22 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Ég var að pæla í að skipta minni 350 og th350 út fyrir 6,2/TH700. Það er synd að neyðast til að fara í díselinn en eyðslan er bara orðin of mikil.
Breyting á lögum um díselskatt hefur þarna líka áhrif.
Ég var að velta fyrir mér hvort þessi framkvæmd væri nokkuð svo erfið (þeir komu jú m.a. með 6,2). Ég veit að það verður að færa millikassa þar sem að 700 skiptingin er lengri en TH350 (og þar af leiðandi að breyta sköftum), en eru einhver sérstök vandamál sem ég gæti lent í vegna dísel rellunnar (fyrir utan að sakna hrossanna minna)?
Hugmyndin er að kaupa bíl til að rífa dótið úr þegar það fer að líða á veturinn.
Jón H.
You must be logged in to reply to this topic.