Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Glussadrif
This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Grimur Jónsson 16 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
18.05.2009 at 00:16 #204399
http://www.youtube.com/watch?v=G9C1-clYaVI
Veit einhver eitthvað um þetta til að fræða okkur?
Kv Beggi -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.05.2009 at 09:12 #647794
Þetta er glussaknúinn gír sem hægt er að setja aftan á millikassann á Defender. Svo er bara að skrúfa frá í rólegheitum og þá ertu raunar með stiglausan skriðgír. Þarf ekkert að breyta drifsköftum því þetta fer aftan á millikassan við hliðina á skaftinu. Skilst að þetta virki snilldar vel.
Kv – Skúli
18.05.2009 at 12:33 #647796Man eftir að hafa séð svona, en ég áttaði mig aldrei á því hvernig þetta virkaði.
.
Förum aðeins yfir þetta:
Það er vökvagír sem situr aftan á útgangsskaftinu úr millikassanum (þeas skaftinu sem síðan snýr fram og afturskaftinu)
.
Svo er notuð vökvadæla bílsins til að knýja þetta dót áfram?
Þannig að í raun er bíllinn bara vökvaknúinn og hraðanum stýrt með flæði.
.
Áhugavert. En mér þætti gaman að geta skoðað þetta nánar einhverstaðar…
.
kkv, Úlfr sempælirofmikið
18.05.2009 at 13:25 #647798Hvernig kemst maður í samband við þá sem smíða svona gír?
kv
Redneck81
18.05.2009 at 14:07 #647800er það bara svona sjálfsagður hlutur í bíl. Kannast frekar við hana í traktor. Þessi bíll er að vísu nokkuð nálægt því að vera traktor, en já grínlaust þá er væntanlega sett vökvadæla í bílinn því varla er verið að nota stýrisdæluna og svo bara vökvagír eins og ulfr talaði um. Snýst hann bara svo frjáls með þegar hann er ekki í notkun eða er hann alltaf í notkun.
Kv Beggi
18.05.2009 at 15:06 #647802Er þetta þá ekki eins og Tatra tröllin frá Tékkó. Vélin knýr glussadælu og svo eru glussamórar einn eða fleiri sem knýja bílinn. Sennilega slatti af töpum en líka miklu betri stjórnun.
l.
18.05.2009 at 16:40 #647804allar betri dráttarvélar eru með aflúrtak, eins og 60 cruiserinn minn, eða minnsta kosti gert ráð fyrir því. Yfirleitt er það notað fyrir gírspil. En með því að setja glussa mótor við pto úrtakið á millikassanum, setja í hlutlausann á gírkassanum og með aflúrtakið á og millikassann í lága/háa. þá knýr glussamótorinn millikassann í staðinn fyrir gírkassann. Þetta er hinsvegar öfugt þegar maður notar gírspil, millikassinn í hlutlausann og gírkassinn í 1.-5.
Aflúrtakið þarf hinsvegar að vera til staðar.
18.05.2009 at 19:45 #647806Stýrisdæla í Ford Econoline V10 sem ég hef afnot af knýr 12.000 punda glussaspil alveg sæmilega áfram þannig að ég sé ekki hvers vegna hún ætti ekki að geta keyrt nokkur tannhjól aftaná millikassa… en afturámóti þá er hætt við að það verði þrautin þyngri að stýra bílnum þegar svo ber undir?
18.05.2009 at 21:37 #647808það er ein stór galli við glussa að það nærst ekki nema 30 % nýting úr glussa þ.e.a.s. mótor sem er 90 hö við glussadæluna en færð bara 30 hö út úr rótornum með góðri nýtingu
Bara að koma með þennan vikil í málið.
21.05.2009 at 01:43 #647810Eftir því sem ég best veit, þá hefur nýting í glussakerfum snarskánað undanfarin 10 ár með stórendurbættum vinnsluaðferðum á íhlutum í kerfin. Glussarótorar eru reyndar ennþá orkusóðar, en sjálfskiptingarconverterar eru það engu síður við lágan snúning. Gæti verið alger snilldar lausn ef heppilega útfært.
Mig minnir einhvern veginn að það hafi verið til International traktor sem var algerlega glussaknúinn, hann náði nú aldrei miklum vinsældum, en þessi kerfi eru samt að koma aftur smám saman í iðnaðarvélum af fyrrgreindum ástæðum.kkv
Grímur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
