FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Glóðarkerti í sundur

by Hjörleifur Helgi Stefánss

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Glóðarkerti í sundur

This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Hjalti Guðmundsson Hjalti Guðmundsson 17 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 08.12.2007 at 19:40 #201345
    Profile photo of Hjörleifur Helgi Stefánss
    Hjörleifur Helgi Stefánss
    Participant

    Sæl öll.

    Ég kom inn í glóðarkertaskipti á Patrol 2,8 þar sem búið er að snúa í sundur glóðarkerti alveg niður við hedd. Öfuguggar hafa ekki dugað og nú er lítið eftir annað en að bora. Ef ég bora með bor með því máli sem mælist milli gengja á kertinu hlýt ég að geta snittað fyrir nýju, að því gefnu að snittgræjan hitti í gömlu gengjurnar. Sem auðvitað gerist aldrei. Eru þau til með grófari gengjum til dæmis? Og hvernig kem ég í veg fyrir svarf inn á cylinder, heimilisryksugan í spíssgatið? Gefið mér nú öll ykkar bestu ráð, þetta er skíta klemma.

    Hjölli.

  • Creator
    Topic
Viewing 16 replies - 1 through 16 (of 16 total)
  • Author
    Replies
  • 08.12.2007 at 19:47 #606058
    Profile photo of Kristján Már Guðnason
    Kristján Már Guðnason
    Member
    • Umræður: 117
    • Svör: 660

    sko þetta er nokkuð algengt að gerist í td. trooper og þá er ekkert annað í stöðunni en taka heddið af sem er bara bögg þannig ég hugsa að það sé eins með pattann en það væri líka gaman að vita ef einhver er með önnur ráð við þessu kv. Kristján





    08.12.2007 at 20:12 #606060
    Profile photo of Hjörleifur Helgi Stefánss
    Hjörleifur Helgi Stefánss
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 665

    Ég prófa að ryksuga innum spíssgatið, bora og snitta áður en heddið fer af, það er á hreinu, en menn hljóta að kunna ráð fjandakornið…

    Hjölli.





    08.12.2007 at 20:24 #606062
    Profile photo of Elmar Snorrason
    Elmar Snorrason
    Participant
    • Umræður: 33
    • Svör: 519

    Mér þykir þú kaldur. Ef allt gengur vel með snittunina og þú nærð að opna gömlu gengjurnar þá fer neðsta svarfið ekkert nema beint niður í cylinderinn og engin leið fyrir ryksuguna að ná því útum spíssagatið, fyrir utan það að þú nærð aldrei nógu góðum gegnumtrekk inn um glóðakertisgat og útum spíssagat til að taka alla litlu spænina, tala nú ekki um þá stóru. Nú jæja, þú nærð að snitta og gera gatið fyrir glóðakertið alveg eins og það á að vera (allavega gefum okkur þær forsendur) og voða ánægður með nýju glóðakertin og setur í gang og hvað gerist þá? Járnspænirnir sem ekki er séns að ná út nema taka heddið af rífa slífarnar, lenda glóðaðar á milli ventla og hedds á leiðinni út og þær sem komast út fara í túrbínuna og eyðileggja hana.

    Hugsaðu aðeins lengra, taktu bara heddið af :)





    08.12.2007 at 20:28 #606064
    Profile photo of Hjörleifur Helgi Stefánss
    Hjörleifur Helgi Stefánss
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 665

    Ég veit, ég veit, búinn að margfara yfir þetta í huganum í allan dag. Þetta er djöfuls rassgat.





    08.12.2007 at 21:11 #606066
    Profile photo of Vilhjálmur Arnórson
    Vilhjálmur Arnórson
    Member
    • Umræður: 23
    • Svör: 316

    Ég lenti í þessu einu sinni, þá kom góður maður með bolta sem var tekinn og yddaður aðeins, lagður niður að brotinu og soðið saman og bingó, kertið skrúfað úr.





    08.12.2007 at 21:57 #606068
    Profile photo of Ægir Sævarsson
    Ægir Sævarsson
    Member
    • Umræður: 26
    • Svör: 424

    sjóða á kertið og látakólna .

    ef þú þarft að bora er gott að nota segulstál til að ná svarvinu upp
    hef prófað bæði með góðum árangri en ekki bora alla leið því þá detur endin niður og það er ekki gott þegar þú ert búin að bora innan úr kertinu verðuru að nota öfuguga ,sjóða eða ná í brúnina á kertinu með væsgrip og snúa gott getur verið að begja kertið með skrúfjárni til að koma taugini á gángi þér svo bara vel

    kveðja Ægir 8616260





    08.12.2007 at 22:28 #606070
    Profile photo of Bergur Kristinn Guðnason
    Bergur Kristinn Guðnason
    Participant
    • Umræður: 42
    • Svör: 371

    er það ekki, og það þýðir væntanlega að segulstál dugar skammt, en ég gerði einmitt það sem komið er fram á pajero sem ég átti, sauð bolta við kertið sem hitnaði vel við suðuna, snögg kældi með vatni og skrúfaði kertið úr. Svo fékk ég einusinni öfugugga í Wurth sem var pinni með rílum utan á og bor með. Borað gat, pinninn rekinn í og skrúfað til baka. Það var mun sterkara en venjulegur öfuguggi og virkaði fínt. Held jafnvel að þú getir fengið stýringu sem tryggir að þú hittir í miðjuna á kertinu þegar þú borar. Vona að allt gangi vel
    Kv Beggi





    08.12.2007 at 22:45 #606072
    Profile photo of Hjörleifur Helgi Stefánss
    Hjörleifur Helgi Stefánss
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 665

    Efri hluti kertisins með leggnum (sem hitnar) er komið úr, það sem eftir er í heddinu er kápan utan um legginn, snúin í sundur slétt við heddið. Ég horfi inn í cylinder þar inn. Afar lítið í að sjóða.. Ég ætla að skoða þetta með wurtharann, kærar þakkir fyrir allar tillögur.

    H





    08.12.2007 at 22:59 #606074
    Profile photo of Guðmundur Sigurjón Guðlaugsson
    Guðmundur Sigurjón Guðlaugsson
    Participant
    • Umræður: 9
    • Svör: 30

    er möguleiki að taka ró bora hana í rétt mál miða við kertið taka eina hliðina úr henni þá er gott að sjóða inn í
    hana
    þessi aðferð hefur reynst mér vel í boltabrotum





    08.12.2007 at 23:32 #606076
    Profile photo of Hjörleifur Helgi Stefánss
    Hjörleifur Helgi Stefánss
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 665

    Flott hugmynd Guðmundur, ég prufa þetta strax í fyrramálið.

    H





    09.12.2007 at 10:13 #606078
    Profile photo of Ægir Sævarsson
    Ægir Sævarsson
    Member
    • Umræður: 26
    • Svör: 424

    hann átti ekki að bora í hedið hann áti að bora í glóðakertið og úr kvaða málmi er það?
    kveðja Ægir





    09.12.2007 at 13:43 #606080
    Profile photo of Bergur Kristinn Guðnason
    Bergur Kristinn Guðnason
    Participant
    • Umræður: 42
    • Svör: 371

    það var búið að tala um svarfið sem kæmi við að snitta gengjurnar upp á nýtt og það er álsvarf, þú varst ekki að meina það. Gleðilega hátíð :>
    Kv Beggi





    09.12.2007 at 13:53 #606082
    Profile photo of Hjalti Guðmundsson
    Hjalti Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 292

    Ég lenti í þessu á Benz álheddi og aðferðin sem var notuð var að reka torx bita á kaf í brotið kertið, hafður það stór að hann var þéttur í, og síðan var bara skrúfað úr.

    Kv. Hjalti





    09.12.2007 at 21:48 #606084
    Profile photo of Einar Gíslason
    Einar Gíslason
    Participant
    • Umræður: 0
    • Svör: 2

    Sæl

    Ég vona að einhver geti dregið lærdóm af nýlegum mistökum mínum. Það er EKKI í lagi að bora kertin úr!

    Ég sleit nýlega tvö glóðakerti í Patrol 2.8 þegar ég var að skipta um þau. Það var reynt að sjóða á þau en það gekk ekki, þau voru í sundur alveg við heddið. Þá voru þau boruð úr, gatið snittað og settir í hólkar sem kertin voru skrúfuð í, ekki var þetta nógu nákvæmt borað, því endinn á kertinu þarf að fara í gegnum gat inn í forbrunahólfið. Við þetta eyðilögðust tvö ný kerti, en endinn á kertinu er úr keramik efni sem er mjög hart en stökkt og því viðkvæmt fyrir hliðarátaki og höggi. Aftur var tekin röng ákvörðun og útbúinn stýring til að stækka gatið þannig að endin á kertinu færi í gegn án þess að snerta. Þetta heppnaðis að því er virtist og vélin fór í gang og allt virtist í lagi. Ekki hafði ég keyrt langt þegar hljóð kom í vélina sem ekki hafði heyrst áður, tikk hljóð sem var áberandi undir álagi, og var í takt við snúningshraðan, ég keyrði beint heim. Það var svo gagnsett aftur þegar mér fróðari menn um vélar voru viðstaddir, fyrst var sama tikk hljóðið en svo kom hár smellur og verulegur hávaði úr vélinni.
    Það var drepið á vélinni um leið, bíllinn er kominn á verkstæði og bíður þess að heddið verði tekið af og skaði metinn.

    Það er sjálfsagt að prófa að reka í þetta torx bita eða reyna að sjóða á þetta bolta eða ró, það er auðvelt að vera vitur eftir á en það gengur alls ekki að bora í hedd á vél á þennan hátt, það segir sig sjálft. Mér skilst að best sé að taka kerti úr heitri vél, og nota lítið skrall lítið átak og fara varlega. Til að athuga ástandið á kertunum þá er mjög einfalt að setja ampertöng á leiðslunna sem liggur í kertin, það eru 6 – 7A sem fara í hvert kerti, straumurinn er mestur fyrst en lækkar þegar kertin hitna, þetta er það sem ég mældi hjá mér, samtals eru það 36 -42A í byrjun, ef eitt eða fleiri kerti eru ónýt, þá er straumurinn minni sem því nemur. Til að finna ónýt kerti þá þarf að aftengja straumskinnuna og ohm mæla hvert kerti fyrir sig, kerti sem er í lagi mælist ca. 1 ohm. hjá mér hafa ónýt kerti verið rofinn þeas. engin leiðni.

    Einar.





    10.12.2007 at 14:56 #606086
    Profile photo of Hjörleifur Helgi Stefánss
    Hjörleifur Helgi Stefánss
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 665

    Hjalti Guðmundsson, þú ert helv… snillingur og hér með tekinn í guðatölu í mínum skúr.

    Kertið tapaði.

    H





    12.12.2007 at 22:23 #606088
    Profile photo of Hjalti Guðmundsson
    Hjalti Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 292

    Gaman að því.





  • Author
    Replies
Viewing 16 replies - 1 through 16 (of 16 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.