Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Glóðarkertaskipti í Trooper
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Samúel Þór Guðjónsson 16 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
17.06.2009 at 11:50 #204737
Sælir félagar.
Nú er komið að því að ég þarf að skipta um glóðarkerti í 3.0 Troopernum mínum, 2000 árgerðinni. Ég hef lesið í gegnum tíðina um föst eða jafnvel brotin kerti og allt vesenið í kringum það. Eru einhver heillaráð til að koma í veg fyrir eða minnka líkurnar á veseni við að taka þau gömlu úr og er eitthvað sem maður þarf að passa sig á við að koma þeim nýju í?P.s. ég er með ágætis Workshop manual á PDF formi (3573 bls) fyrir trooper 98-02 ef einhver vill.
Kv. Raggi
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
17.06.2009 at 18:43 #649952
Yfirleitt er það aftasta kertið sem situr fast. Það gerist vegna sótmyndunar á neðsta hluta leggsins. Eina ráðið sem ég get gefið þér er að fara varlega og nota ryðleysi/WD40 til að smyrja með.
Reyndu að skrúfa kertið ekki meira en 1/4 hring i einu, smyrja, skrúfa til baka, smyrja, skrúfa. Svona náði ég þessu i mínum gamla, án þess að lenda í vandræðum, en ég var lengi að þessu.
Það sem gerist ef maður nær ekki að brjóta/hreinsa sótið af leggnum, með þessu nuddi fram og til baka, er að maður forskrúfar gengjurnar i heddinu og þá fyrst er maður í slæmum málum.
Yfirleitt er ekki vandamál með 3 fremstu kertin, en samt ástæða til að fara varlega. Mundu að byrja ekki á þessu nema með kaldan mótor.
Gangi þér vel.
Kv. Steinmar
17.06.2009 at 19:55 #649954Ég væri nú alveg til í að fá þenann workshoop manual ef þú getur sennt hann í tölvupósti
Stebbi1@hotmail.com
Kv Stefán Grímur Rafnsson
17.06.2009 at 20:14 #64995617.06.2009 at 21:25 #649958Þetta er frekar stór skrá þannig að venjulegur póstur ræður illa við hana en ég skal skella inn link á skrána á morgun þaðan sem hægt er að downloada henni.
Eitt enn með þessi glóðarkerti, eru einhver spes verkfæri sem þarf til verksins, eins og kertalyklarnir á bensínbílunum?
17.06.2009 at 22:11 #649960Þetta kerta vesen endar oft með því að bora kertin úr bara vesen , en þú þarft djúpan topp á kertin minnir að það sé 12mm gott að nota 1/4 skrall til að hafa góða tilfiningu fyrir því sem þú ert að gera
17.06.2009 at 23:20 #649962Sprauta nóg af ryðolíu niður með þeim. Gera það einu sinni á dag í 1-2 vikur og byrja svo á þessu, þá getur vel verið að þau renni úr vandræðalaust. Bara ekki gera það áður en þú ferð að keyra því þá gufar hún upp í hitanum, gott að gera t.d. fyrir nóttina.
Freyr
17.06.2009 at 23:28 #649964Takk fyrir góð ráð. Held ég sleppi því samt að rífa allt í sundur daglega í viku, ekki svo hrifinn af því. Vona svo bara að þetta gangi eins og í sögu.
18.06.2009 at 16:41 #649966Þá er maður búinn að kaupa kertin í þetta, og allir búnir að draga úr manni kjarkinn fyrir verkið mikla. Þetta hefst þó hægt fari vona ég bara.
Búinn að finna tvö verkstæði sem bjóða upp á að gera við bílinn sinn sjálfur, á þokkalegu verði líka. Það er annars vegar Bílaþjónustan Bilaði Bíllinn, Vagnhöfða 7 sem mér skilst hafi verið að opna núna síðasta þriðjudag, og svo Bílaþjónustan AT bílar Járnhálsi (http://www.atbilar.is). Fannst bara rétt að deila þessu með ykkur þar sem ég hef leitað nokkuð undanfarna mánuði að svona þjónustu.En fyrir þá sem vildu fá Workshop Manualinn fyrir Trooperinn þá hafðist það loksins að koma honum á netið en hann var það stór að ég þurfti að búta hann niður í einar 10 skrár. Hann var rúm 60MB og er tæplega 3600 blaðsíður að lengd, nokkuð ítarlegt. Þið púslið þessu bara saman sjálfir nema þið komið til mín og þá skal ég skella honum á cd fyrir ykkur.
slóðin er
[url:lv79synw]http://sites.google.com/site/raggioglinda/Home/trooper[/url:lv79synw]Það fylgir því kvöð að ná í þessar skrár, þið verðið að leggjast á bæn með mér að þetta endi ekki í föstum glóðarkertum og veseni.
Kv. Raggi
18.06.2009 at 23:59 #649968Glæsilegt! Gekk eins og í sögu, þó að WD40 og þolinmæðin hafi hjálpað með innsta kertið, þá fór mestur tími í að taka í sundur og setja saman allt blessaða intercooler dótið og vélarhlífarnar. Hundleiðinlegt samt að komast að innstu tveimur kertunum.
Flott að hrakspárnar gengu ekki eftir.
19.06.2009 at 23:01 #649970Gaman að heyra þegar svona gengur vel.
Varðandi ryðolíu, þá langar mig að deila með ykkur nokkru sem ég rakst á nýlega:
[i:2nnprz9m]"Machinist’s Workshop Magazine (March/April or May/June, 2007) actually tested penetrants for break out torque on rusted nuts. Significant results! They are below, as forwarded by an ex-student and professional machinist, Bud Baker.
They arranged a subjective test of all the popular penetrants with the control being the torque required to remove the nut from a "scientifically rusted" environment.
*Penetrating oil ….. Average load*
None ………………… 516 pounds
WD-40 ……………… 238 pounds
PB Blaster …………. 214 pounds
Liquid Wrench ….. 127 pounds
Kano Kroil ………… 106 pounds
ATF-Acetone mix….53 poundsThe ATF-Acetone mix was a "home brew" mix of 50 – 50 automatic transmission fluid and acetone. Note the "home brew" was better than any commercial product in this one particular test. Our local machinist group mixed up a batch, and we all now use it with equally good results. Note also that "Liquid Wrench" is about as good as "Kroil" [/i:2nnprz9m]
Þessi grein var birt á:
http://www.ferguson-felagid.com/index.p … 4&Itemid=1
20.06.2009 at 19:42 #649972Þetta er áhugavert. Ég á slatta af sjálfskiptiolíu og nú vantar bara acetónið til að búa til töfraefnið.
Læt vita ef einhverjar áhugaverðar niðurstöður koma fram.Ágúst
20.06.2009 at 21:12 #649974Er verið að ræða um hreint acetone? eða 40-60% aceonte? eða þetta "venjulega" 10% acetone (sem er held ég ekki nema einhver margfalt færri prósenta í raun) sem fæst sem naglalakkshreinsir?
Eða skiptir það kannske engu, bara nóg af acetone og sjálfskiptivökva…Annars er ATF algjör snilld á allt sem heitir véla eða bara fast. Gírkassar, drif, 2gengis mótora og ég veit ekki hvað og hvað…
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
