Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Gleymið 44″, förum beint í 49″ ;-)
This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjörtur Sævar Steinason 21 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
01.06.2003 at 20:38 #192624
AnonymousÉg rakst á upplýsingar um nýtt dekk frá Super Swamper. Því að vera að þvælast á „litlum“ 44 tommum þegar 49 tommur bjóðast 😉
Linkurinn er:
http://www.natltire.com/ntw0799/pages/swampers.html
en þar eru nýju dekkin (21x49x17 Irok) við hliðina á 44″ (19.5x44x16.5). Skrollið neðst á síðuna þá sjáið þið þetta.
Kveðja,
JHG
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.06.2003 at 22:40 #473958
djöfulsins svaka stærð er á þessu… vá, en þarf ekki að fara að hugsa um styrk í hásingum og öxlum og … hreinlega öllu þegar eru komin svona risadekk… ég held ég þurfi að breyta Pattanum helvíti mikið fyrir svona risa… maður þarf að fá sér amerískan til að þetta komist undir…
kv. Axel Sig…
02.06.2003 at 00:27 #473960Þetta smellur bara beint undir Barbí…right!
Kv.
Benni
A736
02.06.2003 at 00:48 #473962Reikna með að eitthvert olíufélagið verði fyrst til að flytja inn þessi dekk þar sem mig grunar að þau geri lítið gagn annað en að auka eyðsluna – þó maður dúndri V8 vél í greyið. Minnir mig dulítið á tútturnar undir Unimog – getur það ekki verið?
Kv.
Einar
02.06.2003 at 07:04 #473964Þetta eru alvöru dekk! Setja þetta undir Super Duty, eru þeir ekki farnir að koma á 17" felgum? Nú, kaninn myndi nú tylla Rockwell undir gripinn! Svo eru til bæði 10 og 12 cyl rokkar, sem hægt er að tjúna upp í 7 – 800 truntur! Eyðsla! Shit, who cares?
kv.
gþg
02.06.2003 at 08:13 #473966Ætli maður drífi þá jafnvel enn minna en á 44"
02.06.2003 at 20:43 #473968Rakst á fleiri myndir af þessum svaka dekkjum…..
http://coloradok5.com/forums/showflat.p … o=&fpart=1
JHG
03.06.2003 at 11:58 #473970Góðan daginn,
hvernig er með bifreiðaskoðun og svona dekk fer þetta nokkuð vel saman, getur einhver frætt mig á því.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
03.06.2003 at 12:03 #473972Það stóð á þessum vefsíðum að dekkin væru samþykkt af DOT (Department of Transportation). Þæð ætti að duga til að þau verði samþykkt hér líka.
03.06.2003 at 14:52 #473974Ég heyrði því einhverstaðar fleygt framm að ekki mætti stækka dekkin nema ákveðið frá upphaflegri stærð. þeas hlutfallslega. Þess vegna væri enginn jeppi með 58" dekkin undir hjá sér eins og strákarnir í rússlandi eru búnir að gera við Lada sportinn.
Kveðja Fastur
03.06.2003 at 23:56 #473976Sælir félagar.
Formúlan fyrir stærstu dekkjum er þessi:
Mesta þvermál hjóla má vera sem svarar 44% af lengdinni milli fram og afturhásingar.
Þetta þýðir að lengri bílar mega vera á stærri dekkjum, sem er lógiskt með tilliti til stöðugleika.
44% hlutfallið þýðir að gamli Bronco mátti vera á 44" ef afturhásing var færð lítllega aftur.
Þetta var niðurstaðan eftir ítarlegar pælingar og miklar vangaveltur þegar við vorum að semja við Dómsmálaráðuneytið seint á níunda áratugnum og ég veit ekki til þess að þessu hafi varið breytt.
Snorri Ingimarsson
fyrrverandi tækninefndarmaður
ca 1983 – ca 1994
04.06.2003 at 00:13 #473978Sælir félagar
gaman að heira það og vonandi stendst það það væri gaman að prufa þessi dekk, er að spá í 2500 HD Silverado með Duramax nýjan! Ættu þessi dekk ekki að sleppa þar undir, ég veit reyndar ekki hvað er langt á milli hjóla á þessum trukkum en er að spá í þennan með 6´skúffuni.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
04.06.2003 at 07:24 #473980Þetta líkar mér, Hjörtur Jaki! "Real american iron" á alvörubörðum. Svo er þessi Isuzu Duramax vél víst alveg hreint forláta græja, skilst manni, enda eru þeir þekktir fyrir góða rokka á þeim bæ. En, by the way, hvað reiknarðu með að setja undir Chevy – inn að framan? Ekki gengur að vera með IFS eða hvað? Einhvern veginn hefur gamall Ford – maður meiri trú á Super Duty F250 en Chevy, en það er sígilt hráefni í debat! Þeir eru mikið að stytta Rockwell hásingar þarna í amríkunni, manni skilst aðallega for rock-crawling eða mud-bogging, þar sem þyngdin skiptir minna máli en í snjónum hjá okkur. Er ekki fjórtán bolta afturdrif í 2500 bílnum?
Jæja, skemmtilegt mál og gangi þér vel.
04.06.2003 at 09:53 #473982Virðast fáanleg fyrir 20" felgur, og eru með jafn mikið gúmí frá felgu á 20" felgu, og 44" hefur á 15" felgu. Eru hinsvegar 3" breiðari. Ættu að svínvirka undir mukka, eða undir eitthvert svona amerískt fjós sem settar hafa verið undir mukka hásingar
Einhvernvegin hef ég nú á tilfinningunni að svoleiðis apparat myndi virka ágætlega.Svo eru þau náttúrulega til fyrir 17" felgur, þannig að Freysi og co. hefðu nú bara getað sleppt öllu þessu bremsu veseni með 120 bílinn
Rúnar.
04.06.2003 at 15:55 #473984Sælir strákar,
ég er að spá í dana 60 framhásingu undan 250 Ram ´85 ,ég veit alla vegana að kamburinn í aftur hásingunni er 11,5" sem er eitthvað Isusu dæmi skilst mér og hægt að fá í hana 1:4,88 hlutfall sem ætti að duga. Nú 44" Trexusinn er 21" breiður þannig að maður er svo sem ekki alvarlega að spá í þær tölur. Það virðist nú hægt að fá þessi dekk fyrir 16,5" 17" og 20" felgur.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
04.06.2003 at 16:26 #473986
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það verður gaman að sjá hvaða öfgamanni dettur fyrst í hug að fá sér svona dekk undir jálkinn sinn.
Jakinn spurði um hásingar undir ram, ertu þá að hugsa um fyrir þessi dekk?
Undir nýja raminum orginal, eru mitsubishi hásingar ef réttar eru upplýsingar sem Einar (eik) vitnaði í, í öðrum þræði. Ég veit ekki hvort eitthvað annað er í eldri týpum.
Dana 60 er rosalega þung og gerir bara þungan bíl enn þyngri. veit um einn sem setti dana 60 undir lítinn ford econoline og varð það til þess að hann hætti alveg að komast þetta litla sem hann komst fyrir.
En hvað veit ég um þetta, hef aldrei átt amerikst.
Kveðja Siggias (geng í klúbbinn um leið og ég kem heim úr námi.)
04.06.2003 at 16:59 #473988
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég fór náttulega með rangt mál, eins og ég sagði Hvað veit ég, ég hef aldrei átt ameriskt.
Samkvæmt áðurnefndum upplýsingum er í ram 250 til 93 model, dana 44 að framan og 9,25" að aftan. Mitsubishi hásingar eru bara undir minsta raminum (50).
Nú er vitneskja mín um ameriskt tæmd.
Kveðja siggias.
09.07.2003 at 15:27 #473990Sælir strákar,
ég er enn að spögulera í 49" (maður má nú spögulera) en spurningin er hvaða felgustærð hentar BEST!!! 16,5" 17" eða 20" hef heyrt að 16,5" séu ekki með kannt þó að sé alltaf hægt að sjóða hann á en það er kannski aukaatriði, og svo ekki minni spurning er ekki 18" breið felga vænleg fyrir þessi dekk???
09.07.2003 at 15:41 #473992Ég held að 17" felgurnar séu ekki kóniskar eins og 16.5", þannig að hún ætti að henta mun betur. Svo veitir örugglega ekkert af fullvaxta bremsudiskum undir svona dekk, diskum sleppa ekkert undir minni felgur.
En að sjálfsögðu gæti ég haft fullkomlega rangt fyrir mér.
Rúnar.
10.07.2003 at 14:48 #473994
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég veit nú ekki betur en að í tímaritinu Four wheeler hafi menn verið að létta Dana 60 afturhásingu um rétt tæp 100 pund án þess að hafa nokkur áhrif á styrkleika hennar. Þannig að ef menn nenna að dunda sér örlítið, þá er nú vel hægt að megra hana um nokkur kíló án nokkura vandkvæða.
Kv. Andri.
11.07.2003 at 12:43 #473996Áhugavert… í hvaða hefti FourWheeler er þessi grein.
Kv.
Bjarni G.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.