FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Gleymdist

by Halldór Sveinsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Gleymdist

This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Tryggvi R. Jónsson Tryggvi R. Jónsson 17 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 04.12.2007 at 11:25 #201314
    Profile photo of Halldór Sveinsson
    Halldór Sveinsson
    Participant

    Það gleymdist Blá dúnúlpa frá 66°norður í Ingólfsskála á laugardaginn þannig að ef einhver á leið þar framhjá á næstunni þá væri það vel þegið að viðkomandi myndi kippa henni með sér í bæinn og hafa samband við eigandann.
    Eigandinn er Kalli Rúts í síma 692-4464.

  • Creator
    Topic
Viewing 16 replies - 1 through 16 (of 16 total)
  • Author
    Replies
  • 04.12.2007 at 13:46 #605668
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 524

    Fóruð þið norður fyrir Hofsjökul, Ingólfsskála, Laugafell og suður á Sprengisand?
    .
    Væri gaman að heyra af snjóalögum og öðru krassandi.
    .
    Þyrftum annars líka að fara að draga drifleysingjann hann bróðir þinn í eina góða. Hann hefur ekki gott af því að eyða öllum frístundum í mínus hæð 😉





    04.12.2007 at 21:13 #605670
    Profile photo of Halldór Sveinsson
    Halldór Sveinsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1069

    Sæll, já mér sýndist þetta vera þú. Planið var að hafa þetta bara "léttan" túr og skreppa í Laugafell en það vildi ekki betur til en að það tjónaðist einn fordinn í einni ánni (brotnaði millibilsstöng) þannig að töluverður tími fór í að sjóða það saman, síðan lentum við í öðrum ám sem voru faratálmar o.s.fr.v.
    Svo snérum við við og fengum okkur næringu í Ingólfsskála á sunnud.morgunin þar sem úlpan hans Kalla gleymdist.
    Ætluðum svo að fara yfir Langjökul til baka en fordinn ætlaði að dóla suður Kjöl.
    Þegar við vorum komnir að jöklinum kallaði Ómar á fordinum að stöngin hafi brotnað aftur og við snérum til baka og tókum strauið til hans yfir hraunið. það er skemmst frá því að segja að ég drekkti bílnum mínum í Svartá sem var lagfrosin og braut allt og bramlaði og við vorum ekki komnir aftur í bæinn fyrr en kl.5 á mán.morg. allir bílar eitthvað tjónaðir 6 bílar talsins.
    Það er lítill sem enginn snjór á því svæði sem við fórum um.
    Jú það þarf að fara virkja strákinn og dragann uppúr :)





    05.12.2007 at 00:14 #605672
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Er það rétt að engin myndavél hafi verið uppivið í þessum skemmtilegheitum???





    05.12.2007 at 00:26 #605674
    Profile photo of Halldór Sveinsson
    Halldór Sveinsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1069

    Já það var enginn tími til að setja kubbinn á:)





    05.12.2007 at 18:36 #605676
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 524

    Þetta er náttúrulega stærsti kosturinn við Patrolinn, ekki til afl til að brjóta neitt í þeim gæðagrip.
    .
    Skemmdirðu mikið?





    05.12.2007 at 18:41 #605678
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 524

    Bara svona til að hressa upp á landafræði kunnáttuna mína :)





    05.12.2007 at 20:06 #605680
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Nú það er þessi sem hefur alltaf verið þar. Rennur úr Vestari og Eystri Svartárbotnum, rétt hjá Kjalfelli, og liggur samhliða kjalvegi (um Svartárbuga ???) niður í Hvítárvatn við Svartártorfur. :)

    kv
    Rúnar.





    05.12.2007 at 20:22 #605682
    Profile photo of Grimur Jónsson
    Grimur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 1125

    Árbúðir standa t.d. við bakka Svartár.
    Hún lítur nú ansi sakleysislega út, svona oftast nær, en eins og með bergvatnsár almennt, þá getur hún verið algert skaðræði á veturna með fölskum ís og þessháttar.

    Annars er gaman að segja frá því að eitt flottasta vörubíls-trailer atriði sem ég hef séð fór fram á vaðinu við Árbúðir. Það var verið að flytja hesthúsið (í tvennu lagi reyndar) á vagni úr Hvítárnesi þar sem það stóð áður.
    Þegar á reyndi dreif bíllinn ekki upp úr ánni austanmegin og sneri við í miðri ánni með alltsaman, rölti upp þaðan sem hann kom, og tók krókinn uppfyrir.
    Laglegt þetta….

    kv
    Grímur





    05.12.2007 at 20:27 #605684
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 524

    Var að leita í MapSource og fann ekkert á suðurlandi nema eina Svartá sem rennur í Þjórsá.
    .
    Finn hins vegar núna eftir þessar ágætu upplýsingar Svartárbuga norður af Árbúðum. Er þá væntanlega um þá á að ræða sem rennur þar um.





    05.12.2007 at 21:56 #605686
    Profile photo of Grimur Jónsson
    Grimur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 1125

    Mér varð það á að kíkja í albúmið hjá þér, Baldvin, og þá rann upp fyrir mér nokkuð sem kannski er bara alveg augljóst….
    …er það svona fídus á Patrol, að opna húddið í kyrrstöðu? :-)

    [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=ferdamyndir/4653/33169:m8mif8hf]Sjá hér[/url:m8mif8hf]





    05.12.2007 at 22:02 #605688
    Profile photo of Halldór Sveinsson
    Halldór Sveinsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1069

    Þessi á lætur ekki mikið yfir sér venjulega, enda fær yfirferðar subarúum og jepplingum á sumrin á amk. tveimur vöðum sem eru yfir hana milli Kjalfells og Hvítárness.
    Ég fór niður á öðru vaðinu og ég gæti trúað að dýpið þar sem hann datt niður hafi verið ca 2,5-3 mtr. enda flæddi hressilega inn í bílinn.
    Þetta gerðist bara svo hratt að ég var skriðinn út um gluggann og á pallinn til að henda til strákana spottanum og svo var bara rykkt í á fullu afli 4- 5 sinnum, við það hefur framhásingin krækst í klakann og hún reif sig lausa þ.e.a.s stífu og skástífu-festingarnar. Ef maður lítur á björtu hliðarnar þá er það strax komið í gang að smíða nýjan stýrisgang og styrkja þetta þannig að þetta ætti að vera til friðs í framtíðinni.
    Ég tel að þetta hafi verið hárrétt viðbrögð í stað þess að fara dunda við að spila hann upp, þá hugsa ég að hann hafi dottið alveg á kaf og þá er nú ekki að spyrja að því hve tjónið hefði orðið þá, sækja hann í næstu leysingum e.v.t.
    Kv.
    Glanni





    05.12.2007 at 23:03 #605690
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Getur einhver sagt mér hvað "Svartárbugar" þýðir?
    Hef barasta aldrei heyrt svona orð…

    Þá má geta þess (var að fatta þetta:) að svartá rennur um Gránunes (sitt hvoru megin við það), en Gránunes er einmitt þar sem Grána þeirra Reynistaðabræðra fannst sumarið eftir frægðarför þeirra. Hún fannst þar á beit, með reiðinginn á hvolfi og gjarðirnar búnar að skerast inn að beinum (ái). Beinhóll, þar sem þeir bræður báru beinin er ca 1-2 kílómetra norðan við Vestri Svartárbotna.

    Kjalvegur sjálfur liggur yfir Eystri Svartárbotna, og ekur maður þar yfir eina af upptakskvíslum Svartár (oft þurr, eða nánast þurr á sumrin).

    kv
    Rúnar.





    06.12.2007 at 00:00 #605692
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 524

    :) Var þarna annars búinn að opna húddið vegna þess að ég þurfti að slá inn sérstaklega höfuðrofa fyrir aukarafkerfið til að fá læsingarnar til að virka. Var eitthvað ólag á því þarna.
    .
    Seldi síðan þennan bíl og var hann myrtur af félagsmönnum 4×4 í krapatúr á leiðinni í Jökulheima stuttu síðar. "Ótrúlega gaman" að því eða þannig.
    .
    Skemmtileg tilviljun ?





    06.12.2007 at 08:05 #605694
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Sagan segir að þessi hvíti Patrol hafi fengið framhald lífdaga sinna, spurning hvort hann fari að sjást aftur?
    Enginn er verri þó hann vökni… nema hann drukkni.





    06.12.2007 at 09:36 #605696
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Líklega voru andlátsfregnirnar eitthvað ýktar, því það tók ekki langan tíma að gera bílinn ökufæran.
    [url=http://vegir.klaki.net/sony/07may08/2007_0419_111112.jpg:2iqsnrty][img:2iqsnrty]http://vegir.klaki.net/sony/07may08/t/2007_0419_111112.jpg[/img:2iqsnrty][/url:2iqsnrty]
    Þessi mynd er tekin á sumardaginn fyrsta. Fleiri myndir úr sömu ferð eru á [url=http://www.4x4offroads.com/off-road-first-day-of-summer.html:2iqsnrty]www.4x4offroads.com[/url:2iqsnrty]
    -Einar





    06.12.2007 at 09:48 #605698
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Það hefur nú samt örugglega klárast eitt af níu lífunum 😉





  • Author
    Replies
Viewing 16 replies - 1 through 16 (of 16 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.