Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › GLÁPGJALD
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 15 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
20.08.2009 at 10:25 #205899
Ofsi bað mig um að stofna þráð fyrir sig þar sem hann virðist ekki geta það sjálfur.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.08.2009 at 10:28 #654724
Glápgjald
Áætlanir eru uppi að taka upp svokallað glápgjald í Dimmuborgum. Þetta er í boði ríkisins. Hugsunin er sennilega sú að láta útlendingana greiða fyrir það að skoða íslenska náttúru. Svipað mál kom upp hjá eigendum Kersins. Sem ætluðu að innheimta glápgjald af ferðaþjónustuaðilum á rútum. Ferðaþjónustuaðilarnir neituðuð að greiða fyrir og varð það til þess að þeim var bannað að stoppa við Kerið. Og hafa verið sett upp skilti þess efnis á planinu við Kerið ( sem einmitt var byggt fyrir almannafé ).
Aftur að Dimmuborgum. Verði komið þar á glápgjaldi. Þá mun það fara einsog eldur í sinu um allt og þá eru það ekki einungis erlendir ferðamenn sem greiða heldur allir íslenskir ferðamenn. Þegar ríkið fer á undan með slík fordæmi, þá verður ekki hægt að banna einkaaðilum að taka upp sama gjald. Þá fer að verða arðbært að eiga náttúruperlur á íslandi og selja aðgang.
Ég reikna með því að þetta komi einsog holskefla yfir okkur om leið og samþykki fæst við Dimmuborgir og þá förum við að greiða fyrir að glápa á Gullfoss, Geysi, Dettifoss, Hveravelli, Hafrahvamma, Öskju, Þakgil, Landmannalaugar ofl. ofl ofl.
Það væri fróðlega að vita hvað stjórn f4x4 finnst um þetta, einnig Samút, ferðafélaginu, Útivist og öðrum ferðafélögum. Og ekki síst ferðaþjónustuaðilum.
Takk fyrir þetta Stefanía, það er aumt að geta ekki stofnað eigin þræði
20.08.2009 at 11:16 #654726Ég vildi frekar rukka hvern þann erlendaferðamann sem fer út fyrir Reykjanesskagan eða stígur frá borði úr Norrænu um 1/2 – 1 milljón.
Við þetta mundum við loksins fara að fá eitthvað út úr þessu liði sem er að troða niður landið okkar allt liðlangt sumarið og skíta undir hvern stein.
Þetta gjald mundi líka halda nískupúkum sem engu tíma að eyða hér, frá okkur.
Við höfum ekkert við ferðamenn að gera sem koma hingað á eigin bílum eða eigin vegum með allt með sér, meira að segja vatnið.Kv. Atli E.
Sem getur ekki þverfótað um hálendið á sumrin fyrir frekum útlendingum og alls ekki hleypt börnunum út úr bílnum hvar sem er, því allstaðar eru steinar með "hvítum-blöðum" undan.
20.08.2009 at 11:47 #654728Þegar þessi umræða hefur komið upp innan SAMÚT hafa umræðurnar verið á þann veg að sjálfsagt sé að rukka fyrir veitta þjónustu á ferðamannastöðum (aðgang að klósettum eða notkun á annarri aðstöðu, leiðsögn ef það er í boði o.þ.h.) en að það væri slæm þróun ef farið er að taka gjald fyrir það eitt að fá að horfa og skoða náttúruna.
Í Dimmuborgum hafa menn talið að það þurfi að vinna verulega í stígagerð og einhverju slíku til að koma í veg fyrir að allt troðist niður og náttúran skemmist. Til að fjármagna þetta hafa menn viljað rukka hvern gest. Ég er hins vegar alveg sammála Ofsa um þá hættu sem felst í fordæminu. Það gæti orðið skelfileg þróun sem færi í gang ef þetta verður að veruleika. Væri eðlilegra að þó ekki væri nema lítill hluti af þeim skatttekjum sem ríkið fær af ferðaþjónustu færi í aðgerðir til að koma í veg fyrir náttúruskemmdir af völdum átroðnings, s.s. að þetta sé tekið í gegnum skattana. Raunar ætti ríkið að eyrnamerkja ákveðna upphæð eða hlutfall í þetta og láta það renna í sjóð sem hægt væri að nota jafnt þar sem um er að ræða lönd í ríkiseign eða einkaaðilar (t.d. Kereigendur) geti sótt í.
Kv – Skúli
20.08.2009 at 12:10 #654730Það er nú eins gott að menn skipuleggi sig vel fram í tíman ef þeir ætla að ferðast um landið.
NR. 1 er að eiga ógeðslega mikið af peningum.
Að vísu er verið að saxa töluvert á óvissu þáttinn með hvert eigi að fara því menn komast orðið ekki neitt út fyrir þjóðveg 1 fyrir lokunarskiltum "allur akstur bannaður, þar með talin reiðhjól", "einkavegur" og keðjum með lásum. Þar með allt þar fyrir innan horfið sjónum.
Nú ef svo heppilega vill til að náttúruperlur eru staðsettar við þjóðveginn þá á að rukka fyrir að fá að glápa á það í 30 sek. það er ekki eins og fólk sé að gista þarna.
Ef maður fer á "tjaldstæði" eða sefur við skála þá lendir maður í því að 1 fullorðinn er rukkaður um 900 kr. fyrir að fá að sofa í bílnum sínum á malarhaug/bílastæði að vísu er innifalið klósettferðir þannig að það er eins gott að nýta sér það vel og lengi.
Ef svo illa vill til að manni vantar eldsneyti þá má alveg eins reikna með 25 kr.- 35 kr. Á LÍTERINN álagningu á eldsneytið þó svo að það sé staðsett í útskoti við þjóðveginn.
Og svo þarf að muna að ef maður ætlar að fá að skipta íslenskum krónuseðlum í mynt í bankanum þá þarf að borga fyrir það líka "skiptigjald" eða hvað sem hægt er að kalla það til að geta borgað aðstöðugjöldin á skipulögðu stöðunum.
Ég sé ykkur þegar ég fer í ferðalag árið 2012 enda vona ég fastlega að ég verði búin að leggja nóg fyrir til að geta keyrt þjóðveg 1 og séð 3 fossa, 1 dimmuborg og kannski 1 eða 2 hveri… sjáum til.
20.08.2009 at 18:05 #654732Á þessu eru nú tvær hliðar eins og öllu öðru. Önnur er sú sem hér kemur fram að við Íslendingar værum ekkert sérstaklega sáttir við að þurfa að borga okkur inn í Dimmuborgir, upp á Reynisfjall eða inn á Friðlandið á Fjallabaki.
Hinsvegar er ljóst að til þess að við og okkar afkomendur getum notið þessa auðlinda um ókomin ár þurfa að vera peningar til að halda þeim við og ekki síður verja fyrir átroðningi. Þessir peningar þurfa að koma einhvers staðar frá.
Ég algerlega á því að við Íslendingar erum allt of feimnir við að taka gjald af ferðamönnum. Þegar þið heimsækið þjóðgarða í Bandaríkjunum, friðuð svæði og friðlönd víða í Evrópu þá fer enginn þar inn án þess að borga. Það er einsdæmi að fólk geti heimsótt garða eins Þjóðgarðinn Snæfellsjökul eða Vatnajökulsþjóðgarð án þess að það kosti inn.Ég tel hinsvegar að tekjur fyrir rekstri þessara svæða eigi ekki að koma af aðgangseyri og tek undir með Skúla að skatttekjur af einhverjum toga væru skynsamlegri. Þar má t.d. hugsa sér skatt af brottfarargjaldi t.d. 0,05% en fordæmi eru fyrir þess háttar skatti hér á landi sbr Útflutningsráð en ef ég man rétt er 0,05% skattur á öll fyrirtæki í landinu sem þeir svo fá.
Aðalatriðið er það að annarsvegar þarf að viðhalda þjónustu (stígum, fræðslu) á þessum svæðum og hinsvegar að vernda og ef ekki á að fara illa á næstu árum þarf að ganga í þessi mál mjög fljótt. Hægt er að nefna staði eins og Geysi, Laugaveginn, Dimmuborgir og fleiri staði.
23.08.2009 at 21:42 #654734Enn og aftur vilja menn skattleggja ferðaþjónustu til dauða, eins og hún sé ekki næjanlega skattpínd fyrir.
Núna hafa menn áhyggjur að því að ferðamenn séu að sparka allt út, sem vissulega er rétt í mörgum tilfellum og margir fjólsóttir staðir eru löngu búnir að ná þolmörkum og eru hættir að vera aðlaðandi. Þá vill ríkið skattleggja, en ef maður þekkir ríkið rétt, mun varla nokkur króna skila sér í uppbyggingu á ferðamannastöðum, heldur hverfa þessar krónur í kjaftæði og heimsku eins og venjulega.
Eitt tonn af fiski gaf okkur 260 þúsund í gjaldeyristekjur í fyrra. Eitt tonn af áli 210 þúsund og eitt tonn af ferðamönnum (miðað við tólf ferðamenn í tonni) gaf okkur 2.6 milljónir. Í fyrra skilaði sjávarútvegurinn okkur 172 milljörðum í útfluttningstekjur, en ferðaþjónusta 110 milljörðum. Kostnaður ríkissins til að afla þessara tekna af ferðamönnum er fáránlega lítill, ef miðað er við fjárausturinn í sem farið hefur í álverskjaftæðið og sjávarútveginn.
Að byggja göngustíga í Dimmuborgum kostar bara aura miðað við þær tekjur sem ríkið hefur af ferðaþjónustu, en eins og venjulega er ríkið eins og slefandi smábarn þegar kemur að hagsmunum þessarar atvinnugreinir, sem virðist vera sú eina sem plummar sig um þessar mundir og er ekki sveitt við að fá niðurfellingu á lánum eftir góðærið.
Góðar stundir
23.08.2009 at 23:15 #654736Þetta er nákvæmlega hárrétt hjá Hlyni, ríkið er að fá skatttekjur af ferðaþjónustu og þó það væri ekki nema smá hlutfall af því sem færi í aðgerðir til að vernda náttúruna á átroðnum svæðum væri hægt að gera miklu betur en eitthvað glápgjald myndi skila. Það sem þarf að gera kostar ekki mikla peninga, ekki miðað við margt annað, allavega ekki ef það er gert á skynsamlegan hátt og sleppt klassískri sóun í framkvæmdum ríkisins.
Kv – Skúli
24.08.2009 at 00:33 #654738
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Heyr heyr Hlynur og Skúli orð í tíma töluð
kveðja Helgi
24.08.2009 at 12:46 #654740Það sem mér finnst oft svo fyndið með svona skattlagningar, og er kannske ekki endilega fyndið heldur meira sorglegt og lýsandi fyrir ríkið hérna, er að skattlagning á ákveðinn flokk til uppbyggingar eða viðhalds innan þess flokks, fer oft í eitthvað allt annað.
T.d. má nefna bifreiðagjöldin öll sem eru lögð á hitt og þetta í tengslum við bíla, svosem olíu- og bensíngjaldið sem eru sennilega besta dæmið um þetta.
Mér finnst vera nóg komið af skattlagningu. Frekar mætti fara að taka til í þessum málum og láta þann skatt renna til þeirra hluta sem hann er ætlaður, en ekki í að borga upp sendiráð útum víða veröld sem enginn sér tilgang í nema til að geyma gamla ráðherra og flokksgæðinga…
Það má vel vera að tekið sé glápgjald af ýmsum stöðum í BNA. Það þarf þó ekki endilega að lýsa skynseminni í því. Ólíkt bandaríkjunum (eftir því sem ég best veit) hefur annsi margt í tengslum við náttúruperlur sem unnið hefur verið að bæta stíga og þess háttar, verið gert í sjálfboðavinnu hér á landi.
kkv, Samúel Úlfr.
24.08.2009 at 13:19 #654742Auðvitað er það þannig að skattekjur í dag fara oft í allt annað en þær eiga að fara. Hinsvegar er ljóst að það kostar verulega upphæðir að standa vel að náttúrugæðum og náttúruvernd hérlendis, hjá því verður ekki komist. Í dag er enginn skattur sem neinn greiðir sem eyrnarmerktur eru þessum liðum, nema kannski sá venjulegi og auðvitað ætti hann að duga.
Ekki það að ég sé hlynntur skattlagningu, langt í frá en væri settur t.d. skattur á brottfarargjald sem ferðamenn greiða, eftir að þeir hafa notið þjónustunnar þ.e. náttúrugæða og náttúruverndar yrði til sjóður sem nýttur væri í þetta og ferðaþjónar, félagasamtök og aðrir gætu sótt í til að fjármagna sín verkefni.
Að mínu viti er þetta mun skynsamlegri leið heldur en glápgjaldið eins og Ofsi orðar það svo skemmtilega en auðvitað væri best að geta sleppt þessu hvorutveggja og samt staðið vel að þessum hlutum en það er bara ekki veruleikinn í dag.
Veruleikinn er að við þurfum heldur betur að taka okkur taki og standa betri vörð um náttúruna. Sjálboðaliðastarf eins og 4×4, útivist og fleiri eru að framkvæma svo vel víða um land, svo ég tali nú ekki um Veraldarvini og fleiri erlenda aðila er gott og gilt en það bara dugar ekki.
24.08.2009 at 22:02 #654744Í Afríku tíðkast að rukka útlendinga um talsvert hærra gjald en innlenda. Þar borga útlendingar kannski $ 40-50 fyrir nóttina á meðan heimamenn greiða 4 eða 5. Kannski mætti rukka inn í þjóðgarða og helstu náttúruperlur þannig. Þ.e. Íslendingar greiða málamyndagjald, segjum 500 á mann, en erlendir borga eitthvað betur. En það er sjálfsagt bannað, mismunun að einhverju tagi. Aðalmálið er að ferðamenn verða að borga fyrir viðhald og uppbyggingu á ferðamannastöðunum, það er ekki nema sanngjarnt, jafnvel þótt við séum líka þessir ferðamenn. Alveg eins og það er sanngjarnt og sjálfsagt að bensíngjaldið, bifreiðagjöldin og hvað þetta heitir renni til uppbyggingar á vegakerfinu eins og talað er um. Þótt ríkið klúðri því breytir það ekki því hvað er rétt og sanngjarnt.
25.08.2009 at 09:20 #654746Nánast allar göngustígaframkvæmdir í Þjóðgörðum (þar sem ekki er hægt að koma við stórvirkum vinnutækjum) eru unnar af sjálfboðaliðum. Það skemmtilega við þetta, er að sennilega 90% af því er unnið af Breskum sjálfboðaliðum sem hafa komið hér í hátt í 30 ár. (samtökin heita BTCV) Þessir sjálboðaliðar hafa kostað sínar ferðir til landsins og ríkið skaffað svefn aðstöðu og fæði, sem var lengi vel tjaldstæði og þurrmatur. (hefur þó lagast mikið.) Inn í þeim peningum, sem þessir sjálfboðaliðar hafa borgað til að komast til landsins, hafa að sjálfsögðu verið skattar sem ríkið hefur fengið. Þetta er eins og með björgunarsveitirnar. Í öðrum löndum standa ríkisstjórnir í gífurlegum fjárútlátum til að viðhalda björgunarþjónustu, skaffa allt og borga laun. Hér eru veittir styrkir í formi niðurfellingar á aðfluttningsgjöldum tækja, en lúxus skattur á öllum persónulegum búnaði (meira að segja af aðal fjáröflun þeirra, flugeldunum) og allt í sjálfboðavinnu.
Eru þið vissir um að það sé ríkið sem er að þessu í Dimmuborgum en ekki landeigendur? Landeigendur í Mývatnssveit hafa rukkað inn í Höfðann og hafa viljað rukka inn á fleirri staði.
kv
Þröstur[quote="Ulfr":yruuivzv]Það sem mér finnst oft svo fyndið með svona skattlagningar, og er kannske ekki endilega fyndið heldur meira sorglegt og lýsandi fyrir ríkið hérna, er að skattlagning á ákveðinn flokk til uppbyggingar eða viðhalds innan þess flokks, fer oft í eitthvað allt annað.
T.d. má nefna bifreiðagjöldin öll sem eru lögð á hitt og þetta í tengslum við bíla, svosem olíu- og bensíngjaldið sem eru sennilega besta dæmið um þetta.
Mér finnst vera nóg komið af skattlagningu. Frekar mætti fara að taka til í þessum málum og láta þann skatt renna til þeirra hluta sem hann er ætlaður, en ekki í að borga upp sendiráð útum víða veröld sem enginn sér tilgang í nema til að geyma gamla ráðherra og flokksgæðinga…
Það má vel vera að tekið sé glápgjald af ýmsum stöðum í BNA. Það þarf þó ekki endilega að lýsa skynseminni í því. Ólíkt bandaríkjunum (eftir því sem ég best veit) hefur annsi margt í tengslum við náttúruperlur sem unnið hefur verið að bæta stíga og þess háttar, verið gert í sjálfboðavinnu hér á landi.
kkv, Samúel Úlfr.[/quote:yruuivzv]
04.11.2009 at 12:52 #654748Enn er rætt um glápgjald, nú í fréttatíma RUV í hádeginu. Hægt er að hlusta á fréttatímann [url=http://dagskra.ruv.is/ras2/4476307/2009/11/04/:15c2iedr]hér[/url:15c2iedr], en þessi umræða og viðtal við Unni Halldórsdóttur nýkjörinn formann ferðamálasamtaka Íslands, er frekar aftarlega í fréttatímanum.
Kv. Óli
29.11.2009 at 20:26 #654750Ég er alfarið á móti því að farið verði að selja sérstaklega inn á hvern áningarstað fyrir sig hér á landi, horfir hins vegar öðruvísi við gagnvart þjónustu sem veitt er á staðnum. Ríkið má heita aumingi ef að það getur ekki tekið örlítið brotabrot af þeim gríðarlegu tekjum sem komur erlendra gesta hingað til lands eru að skapa, og sett í að viðhalda áfangastöðum þannig að þeir geti sinnt þessu fólki sæmilega án stórkostlegra skemmda á náttúru eða miklu niðurbroti.
Mikil aukning í ferðaþjónustu er hins vegar farin að bitna mikið á fjölmörgum stöðum og vel þess virði að skoða hlutina þar í víðara samhengi. Er ekki til dæmis að nálgast sá tími þar sem þarf að a) setja takmörk á fjölda gesta í Landmannalaugum eða b) að fara þar í mikla uppbyggingu?
Svarið fyrir mér á helstu túristastöðunum eins og Geysi og Gullfossi til að mynda er augljóst b), en á afskekktari stöðum finnst mér það alls ekki augljóst og hallast mjög að því að takmörkun ætti heldur að verða þar ofan á.
Bæði við og erlendir gestir heillast mest af óspilltri náttúrunni við ferðalög innanlands. Ef að landið okkar á að anna þessum milljón ferðamönnum sem að er spáð að komi hér árlega innan fárra ára, þarf mikið að breytast. Og já, ég vil að það breytist á þann máta að sem flestir staðir fái að HALDA náttúrulegum sjarma sínum í stað þess að það verði sölustaðir, flott klósett og rúmgisting í boði allsstaðar.
29.11.2009 at 22:53 #654752Bara koma því á framfæri að það hefur ekki verið rukkað inn í Höfða í Mývatnssveit núna í einhver ár,,,,þeir sem stóðu fyrir því hættu því eftir einhver örfá ár,,,
Kv Víðir L
30.11.2009 at 18:36 #654754
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hlynur og Skúli römmuðu snyrtilega inn afstöðu mína í þessu máli.
Ég vil þó skerpa á þessu enn betur:
Neysluskatttekjur (t.d. eldsneytisgjald og virðisaukaskattur) af ferðaþjónustu eru umtalsverðir, á meðan fjárfestingar eru tiltölulega litlar á bakvið veltuna.
Sérsköttun á ferðaþjónustu s.s. glápgjald er algerlega út í hött og til þess eins fallin að valda óþarfa pirringi og mun heldur ekki skapa tekjur að neinu marki þegar á heildina er litið, innheimta er t.d. ekkert ókeypis.
Ef ríkið myndi marka vitræna stefnu í ferðaþjónustumálum og vinna markvisst að fjárfestingum til náttúruverndar svo að aðgengi ferðamanna skaðaði sem minnst en væri eins lítið heft og kostur væri mætti vel ímynda sér að iðnaðurinn skilaði mun meiri tekjum miðað við óbreytta skatta.Við þessu er náttúrulega ekki að búast þar sem náttúruvernd er oftast ruglað saman við regluverk og takmörkun á aðgengi….
Best að taka fram að ég er ekki hlynntur gegndarlausum fjáraustri í gæluverkefni hér og þar, til að þróun af þessu tagi gangi vel upp þarf að taka hvert verkefni fyrir sig í gegn um "síu" til að meta arðsemi, áhættuþætti, forgang vegna mögulegs náttúruskaða ef verkefnið er ekki framkvæmt o.s.frv. Til svona greininga eru til aðferðafræði og tól sem stjórnsýslan mætti alveg temja sér í heild sinni.
Ég ætla ekki að pirra mig frekar á þessu í kvöld.
kkv
Grímur, R3167
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.