This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Lúther Gestsson 22 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Hún var glæsileg sýningin hjá Toyota í gær á nýja 90 Cruisernum. Bæði umgjörðin og uppsetningin á sýningunni flott og svo er þetta glæsilegur bíll, hvað sem hver segir. Maður þarf bara aðeins að venjast útlitinu á framendanum, þessi tíska sem nú er í gangi með framhallandi húddi og ljósum upp á bak þarf svolítinn tíma.
Það væri gaman að heyra frá þeim AT mönnum sem koma hingað á spjallið hvernig breytingar ganga á bílnum. Nú hlýtur það að skapa viss vandamál í þeim efnum að bíllinn kemur á 17″ felgum. Þetta hlýtur að gera breytingarnar erfiðari og hugsanlega dýrari en var. Heyrði þarna í gær að við fáum að sjá 38″ eintak af honum í janúar.
Kv – Skúli H.
You must be logged in to reply to this topic.