Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Glæsileg Toyotasýning
This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Lúther Gestsson 22 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
20.12.2002 at 10:03 #191917
AnonymousHún var glæsileg sýningin hjá Toyota í gær á nýja 90 Cruisernum. Bæði umgjörðin og uppsetningin á sýningunni flott og svo er þetta glæsilegur bíll, hvað sem hver segir. Maður þarf bara aðeins að venjast útlitinu á framendanum, þessi tíska sem nú er í gangi með framhallandi húddi og ljósum upp á bak þarf svolítinn tíma.
Það væri gaman að heyra frá þeim AT mönnum sem koma hingað á spjallið hvernig breytingar ganga á bílnum. Nú hlýtur það að skapa viss vandamál í þeim efnum að bíllinn kemur á 17″ felgum. Þetta hlýtur að gera breytingarnar erfiðari og hugsanlega dýrari en var. Heyrði þarna í gær að við fáum að sjá 38″ eintak af honum í janúar.
Kv – Skúli H.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.12.2002 at 11:53 #465770
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Blessaður, ég er nú sammála að að þetta hafi verið ein glæsilegasta sýningin hjá þeim. Og bíllinn tekur strax í mann. Þeir eru svona sitthvað byrjaðir að pæla í bílnum á 38" Sá hjá þeim um daginn búið eitthvað svona djöflast í einum. Búið að prófa setja 38" undir og svona. Átti eftir að klippa úr. En þetta verður einn glæsilegasti jeppinn á fjöllum eftir áramót og ekki verður hann minna vinsæll en sá gamli. Þvílikar móttökur sem TOYOTA hefur verið að fá í gegnum tíðina enda með frábærabíla!!!!!!
Kveðja Jónas:
20.12.2002 at 12:46 #465772
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir félagar,
Mysti af sýningunni en fór að sjá gripinn í dag og þeim hefur tekist ágætlega að stæla Terracan jeppan frá Hundai eða hvað þetta heitir þarna frá Kóreu.
Annars er nú besta breytingin, fyrir utan innréttingu, framdrifið, stýrið og lengra hjólabil.Kveðja
Halldór
20.12.2002 at 12:48 #465774Já strákar sýningin var góð og erum við hjá Toyota og AT
rosalega ánægðir með viðtökurnar.33" og 35" bíllinn verður á 17"dekkjum 12,5 og eru þær
breytingar á svipuðu verði þó eru bæði dekkin og felgurnar dýrari.38"bíllinn verður að sjálfsögðu á 15" og mun sú breyting verða ca 150,000 kr. dýrari sökum bremsubreytinga.
Freysi og tæknimenn AT eru að ganga frá 38" bílnum og
verður hann sýndur 4 Janúar.Strákarnir á breytingunni eru ekki vanir að tala um
vandamál heldur lausnir og þekkir landinn þær lausnir vel:)kveðjur Lúther
20.12.2002 at 14:13 #465776
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er gott að heyra Lúther, að þessir kappar leysi þetta eins og annað. Það er að vísu ekki á það bætandi hvað þessir hlutir kosta, en 150 þús. króna hækkun er að vísu ekki nema ca 10% af því sem pakkinn kostar.
Hlakka til 4. jan.
20.12.2002 at 14:55 #465778Ég hélt ég mundi æla þegar ég las þetta hjá Jónasi bla bla bla toyota þetta tolet hitt.10% af verði er ekkert smá þegar gottið kostar yfir 2 millur, held ég hafi einhvað annað að gera við það sem kemur úr höfuðstöðvum lýsingar.Hvernig er með þig þarna á datsun dótaríinu ertu sofandi ætlar að láta vaða yfir þig.
Nei ég er nú bara að grínast, ég á eftir að sjá gripinn og hlakka mikið til að sjá 38" undir grippnum.Hvernig er það kemur hann með læsingar og sterku drifi að framan Luther og verður félagsmönnum í 4×4 boðið að sjá gripinn þann 4/1 með pomp og prakt.
20.12.2002 at 21:01 #465780Það var líka flott sýning þegar þeir kynntu AT405 dekkin. Ég held að það sé að verða komið ár síðan það var. Hefur nokkuð spurts til þeirra nýlega?
20.12.2002 at 22:39 #465782Helstu breytingar að framan eru þær að komið er 8,5"drif
og eru öxlarnir nú með 30 rillur.
millikassanum er nú hægt að læsa með torsen læsingu en
að öðru leyti er þetta eins og í gamla bílnum.Öllum er boðið á frumsýningu 4-6 Janúar,en að sjálfsögðu
munum við hjá AT bjóða 4×4 félögum til okkar sérstaklega
og munum þá hafa ýmislegt upp á að bjóða en þetta kemst
líklega ekki að í dagskránni hjá okkur fyrr en í febrúar
og hver veit nema þú Eik getir þá tekið AT-405 með þér heim.Beggi síðast þegar ég las frá þér póst hér á síðunni varst
þú út í Ameríku að dásamast yfir öllum þessum nýju græjum
sem báru nafnið TOYOTA.
Vertu nú ekki með þessa feimni og komdu með Trooperinn
glæsilega og afhentu sölumönnum okkar lyklana og þeir
láta þig hafa einhverja aðra lykklakippu í staðin,
þeir eru alltaf að hjálpa mönnum sem villast af rangri leið.
20.12.2002 at 23:26 #465784
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þið voruð að spá í hvað þeir gera varðandi 17" felgurnar og bremsubreytingar á nýja LC90, ég heyrði í gær hvað þeir gera til að redda þessu fyrir 15" felgurnar. Þeir setja bremsudælur úr 100 cruiser og þykkari diska úr? … en þetta voru svörin sem ég fékk varðandi bremsubreytingar. Einu tók ég eftir sem maður ætti eftir að breyta varðandi þennan bíl, en það er bensíntankurinn sem skarar ca. 10cm niður fyrir grindina bílstjóramegin. Það hljóta allir að sjá að þessi uppsettning er vitlaus fyrir okkar land þar sem við erum vinstra megin í bílnum, og þar af leiðandi er bíllinn ca 180 kg þyngri þeim megin með fullan tank þ.a.s.e bílstjóramegin. Þetta vandamál má þó leisa mjög auðvelda með því að setja tankin þar sem vara dekkið er á bæði GX og VX en þar mætti koma fyrir einum 200L. tank. þetta er kanski ekki vandamál þegar menn eru búnir að hækka bílin á boddýi og geta hækkað tankin uppfyrir grind. Bíllinn er flottur það vantar ekki….
Jeppa kveðja Davíð J
PS: Leiðréttið mig endilega ef þetta er ekki rétt hjá mér!
21.12.2002 at 00:22 #465786Gaman að heyra þetta. Var búinn að bíða eftir að heyra hvaða undursamlega drif yrði þarna á ferðinni. Eitt sem ég rak augun í var að afturdrifið er einnig orðið töluvert sverara en áður. Er það einnig 8.5" eða kannski stærra?
Einn forvitinn dellukall.
Rúnar
21.12.2002 at 00:38 #465788Ég er nú mest að spá í hvernig menn hjá Toyota hjálpa mönnum sem "villast af rangri leið"…
Bendi mönnum bara á búð sem selur Datsun bíla en þá eru menn líka komnir "alla leið" og þurfa ekki að spá í drif og svoleiðs vesen lengur.
Hlynur
21.12.2002 at 01:48 #465790Sæll Hlynur.
Lúther er á réttri leið, hann hjálpar þeim sem villast af "rangri leið"… það þarf ekki síður að hjálpa þeim en þeim sem villast af réttri leið…
Þú og aðrir patrolkallar eruð á rangri leið… og ef þið villist af henni, þá eigið þið séns á að lenda á réttri leið… Hver sú leið er, er svo alltaf spurning… Ég hugsa talsvert um það um þessar mundir… 120 bíllinn er örugglega frambærilegur kostur, en, það eru hugsanlega aðrir kostir líka…
Vek m.a. athygli á fróðlegum uppl. frá eik um léttan bensíntogara… þó ég sé reyndar ekki að hugsa um hann.
Hvernig er annars hitafarið í Daddanum núna. Er hann enn á Parkodíni?
Ferðakveðja,
BÞV
21.12.2002 at 02:14 #465792
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvað er framdrifið stórt í bílnum? Einn sölumaður sagði við mig í dag 8,2" Lúther segir 8,5" en það er 1/2" stærra heldur en í 100 Cruiser, sem er um 400-500kg þyngri bíll með stærri mótora.
Er einhver sem veit þetta með vissu?Halldór
21.12.2002 at 03:06 #465794Sæll Björn
Daddinn er sko við fína heilsu og getur ekki beðið eftir að komast í snjó og eitthvað fjör, en það fer svosem að koma að því.
Annars er það skiljanlegt miðað við Toyið sem þú ert á að þig sé farið að langa til að skipta í eitthvað þægilegra (CJ5 með blæju og blaðfjaðrir væri trúlega ekki verri bíll) og vil þá minna á að Datsunvinafélagið tekur inn nýja félaga um næstu áramót og það er sko ekki neinn slor félagsskapur en árgjaldið getur verið töluvert en er frádráttarbært.
Hlynur
21.12.2002 at 11:55 #465796Sæll Halldór
Ég bið þig afsökunar á þessari innsláttarvillu hjá mér 8,2" er auðvitað rétt.Þurftir þú nú endilega Björn Þorri að reka augun í þessa(stafsetningar villu.)"ekki alveg rétti maðurinn til þess"
Nú á að horfa fram hjá mikilvægasta atriðinu sem er að frelsa Begga og núa manni upp úr einhverju sem að allir skildu:)
kv Lúther
21.12.2002 at 22:44 #465798Finnst ykkur [url=http://www.toyota.is/upload/images/nyrlc90-aftan-high.jpg:cbtundpm]þetta[/url:cbtundpm] virkilega fallegt?
22.12.2002 at 10:10 #465800Það er engu líkara en að hönnuðir hjá ORA hafi farið á sýruflipp og þetta hafi dottið út úr vélunum hjá þeim í kjölfarið! Niðursuðudós fyrir léttsteikta og heilaþvegna Toyota aðdáendur nær og fjær. Rasspúta.
Ég kem aldrei til með að sjá þessa hlið á þeim lengi í einu sem betur fer. Þetta er rétt eins og annað asíudót, fjarska fallegt í baksýnisspegli.
Jólasveinakveðjur úr sveitinni
22.12.2002 at 22:33 #465802Sæll Hlynur.
Þakka gott boð, en verð þó að hryggbrjóta ykkur Datsunbræður, því að ég mun ekki ganga í klúbbinn alveg í bráð. Á ekki fyrir félagsgjaldinu…
Með von um SNJÓ!
Kv. BÞV
23.12.2002 at 09:27 #465804
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eik, það er nú ekki sanngjarnt að sýna bara rassgatið á honum og spyrja hvort okkur finnist það fallegt. Ég get komið með endalausar samlíkingar til að sýna fram á hvað það er óraunhæft, en læt það vera til að gæta velsæmis. Ég segi eins og Lúther sagði hér í öðrum þræði, ekki dæma eftir myndum, það þarf að sjá svona grip auglitis til auglitis.
Kv – Skúli H.
23.12.2002 at 09:35 #465806Þetta er alveg rétt hjá Skúla, þetta var bara svo freistandi:-)
23.12.2002 at 11:30 #465808Ósköp nettur og fallegur baksvipur. Ágæt vinkona mín sem er mikil fjallageit kvartaði undan útsýninu eitt sinn, Trooerinn væri ekki nógu fallegur að aftan (enda var það yfirleitt það eina sem hún sá, enda akandi á Hilux..). Ég er að mörgu leyti sammála, Trooperinn er ólíkt kassalagaðri að aftan en t.d. þessi áferðarfallega Toyota. En, eins og þið vitið þá dugar ekki að vera sætur, maður þarf líka að hafa eitthvað almennilegt innihald.
Og Lúther minn, Beggi villtist ekki af leið, hann er bara villtur.
Jólakveðja,
Soffía
(sem gaf jeppanum sínum langþráða jólagjöf…)
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.