This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 12 months ago.
-
Topic
-
Nú erum við loksins komin á bragðið. Virkjun hálendisinns er auðvitað framtíðinn. Hvaða heilvita maður getur staðið í vegi fyrir þessari eðlilegur þróun nútímans.
Háhitasvæðið við rætur Torfajökuls er dæmi um vannýtt svæði til orkuöflunar. Allir sannir virkjunarsinnar hafa því eflaust glaðst í dag þegar þeir sáu forsíðu moggans. Já! Biðinn er brátt á enda.
Með þessari öflugu virkjanstefnu verður velmegun í landinu brátt orðin svo mikil að við gefum olíuríkjunum við persaflóa langt nef. Eins og sannir furstar munu íslendingar framtíðarinnar þeysa um uppbyggða vegi hálendissins á blöðrujeppunum sínum og gleðjast þegar þeir sjá ummerki um undirstöðu auðs þeirra hvarvetna.
Kv. Gassi
You must be logged in to reply to this topic.