Forsíða › Forums › Spjallið › Færð á fjöllum › Gjábakkavegur/Kaldidalur
This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Magnússon 18 years ago.
-
CreatorTopic
-
18.01.2007 at 13:48 #199424
AnonymousVeit einhver hvernig færið er frá Gjábakkavegi inn að Langjökli er? Eins hvernig færð á Kaldadal er.
Kv.
Sigurjón -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.01.2007 at 14:05 #576052
Ég held að færðin núna sé miklu betri en hún var um helgina, hvassviðrið í gær og fyrradag hefur líklega þjappað snjónum hressilega, sérstaklega á jöklinum.
Fór síðastliðin laugardag frá Bragabót um Þjófahraun að rótum Skjaldbreiðar. Það var frekar laus púðursnjór, en ekki mjög mikill. Vel fært fyrir létta bíla. Engin merki um krapa eða bleytu. Nú má búast við því að víðast sé vindbarin skel sem ætti að halda léttum bílum vel, undir er sumstaðar lausari snjór sem gæti verið hlunkunum til trafala.
-Einar
18.01.2007 at 14:07 #576054
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
að maður gæti jafnvel farið um helgina upp á þetta svæði að leika sér ef einhver nennir að hafa mann með.
18.01.2007 at 14:17 #576056kaldidalur um Húsafelli er fær nánast lítið breyttum bílum.
Ef þessir hlunkar eins og eik orðar það eru á stórum dekkjum og með eitthvað meira heldur enn gamlann 2,5 dísel mótor í húddinu er ég viss um að þeir eiga auðveldara með þessa skel heldur enn litlu bílarnir.LG
18.01.2007 at 14:40 #576058Á laugrdaginn fórum við á fjórum bílum, þyngsti bíllinn, Ford 350 með 7.3 lítra undir húddinu, var á stærstu dekkjunum. Mest af tímanum fór í að hjálpa honum, því hann sat fastur oftar en tölu varð á komið, meðan ég þurfti aldrei að nota spotta eða skóflu.
Það er ótrúlegt hvað hægt er að losa svona hlunka með góðum tegjuspotta og bíl sem getur FLOTIÐ á snjónum.
-Einar
18.01.2007 at 15:08 #576060Maðurinn hlýtur að vera með stíflaða ventla í dekkjunum, það minnsta sem þú hefðir getað gert var að aðstoða mannin við að hleypa úr.
LG
18.01.2007 at 15:16 #576062Þarna áttir þú kollgátuna Lúther. Hann var á Super Swamper dekkjum, og þorði ekki að hleypa úr þannig að þau bældust sýnilega. Miðað við það orð sem fer af þessum dekkjum þá lái ég honum það ekki. Ef hann verið á Mudder, hefði loftið farið "óvart" þegar hann sæi ekki til.
Mér sýndist svipað hafa verið uppi á teningnum í Kandaferðinni, það sást varla á myndunum sem sýndar voru í Mörkinni, að dekkin fengju að bælast.
-Einar
18.01.2007 at 22:30 #576064Ford Econoliner 350 14 farþega með háum topp á 38" dekkjum er ekki jeppi og á ekki neitt skylt við jeppa. Ég er nú bara hissa á mönnum að nenna að fara út að leika á hópferðabílum.
Góðar stundir
18.01.2007 at 23:40 #576066Ég var þarna á ferð á sunnudaginn, að vísu norðan við Skjaldbreið og fór inn á Hlöðuvelli og þaðan upp á Miðdalsfjall í átt að Laugarvatni.
Færið var ansi skemmtilegt, nokkuð þungt fyrir léttu bílana á litlu dekkjunum en hlunkarnir á stóru hjólunum fóru tiltölulega létt með þetta. Þetta var púðursnjór, víðast um 1 – 1,5m á dýpt en fór þó í að vera allt að 3 m sumstaðar.
Við vorum þarna á einum 49" Ford F350, Tveimur 44" bílum og einum 38" og frekar léttum bíl. Í þessu færi átti litli bíllinn ekkert erindi út fyrir för, þrátt fyrir að vera vel búinn og með góðan og vanan bílstjóra undir stýri. Og reyndar gekk léttum 44" bíl ekkert sérlega vel á köflum. Hins vegar átti þyngri 44" bíll á Super Swamper TSL mun auðveldar uppdráttar. Og fyrir mig á 49" Super Swamper Irok og fimm tonna bíl var þetta létt færi.
Við létum loftið ekkert vera að þvælast sérstaklega fyrir okkur og var ég lengstum í 3 pundum og hinir í svipuðu reikna ég með.
Þannig að svona getur nú færið verið misjafnt sitt hvoru meginn við sama fjallið, eða skyldu það vera bílstjórarnir – eða jafnvel sá sem segir frá ???
Benni
18.01.2007 at 23:46 #576068Er það semsagt "nýjasta" æðið að vera á sem þyngstum bíl til að ná niður í gegnum snjóinn?
Hvernig bíll var þessi 38"?
18.01.2007 at 23:46 #576070Vissi nú ekki betur en að EIK hefði keyrt í förum eftir mig alla leið inn að Skjaldbreið… Patrol á 44" för… 😉
(nú verður allt vitlaust)Kv Axel Sig…
19.01.2007 at 04:45 #576072Þessi aðferð í vetrar akstri, að vera á þungum bíl og háum dekkjum er ekki ný. Hún var notuð í áratugi, þangað til menn uppgvötuðu að það væri hægt að láta bíla fljóta ofan á snjónum. Næsta uppgvötun verður líklega að setja keðjur á vörubílana.
Það er rétt að ég var mest allan daginn í förum eftir ljósan patrol og bláan (að mig minnir) isuzu. Hluta af fyrsta kaflanum norðan vörðu, var ég reyndar fyrstur, (þurfti að fara og gá hvernig rútunni gengi) og ég gat allstaðar komist leiðar minnar utan fara. Axel, hvað fóruð þið langt?
Það getur verið að snjódýptin hafi verið meiri við Gullkistu, en á Rótarsandinum hefur hún tæpast verið meiri en við Þjófahraun, þar sem hún var að jafnaði ekki meiri en 30-50 sm. Annars hefði bíllinn sem Hlynur nefndi ekki farið langt.
Þegar aðstæður eru þannig að það eru fáeinir tugir sm af lausum snjó ofan á harðara undirlagi, þá hafa háfættir þungir bílar forskot fram yfir léttari bíla með svipað flot. Hinsvegar, þegar vindbarin skel er ofan á þykku lagi af púðursnjó, þá er betra að vera á léttum bíl. Það kæmi mér ekki á óvart þó það síðarnefnda ætti við víða á Langjökli núna.
Ég er alveg sammála Hlyn, ég skil ekki hvernig menn nenna að leika sér á hópferðabílum eða stórum vörubílum, en það hefur víst hver sinn smekk í þessum efnum.
-Einar
19.01.2007 at 07:13 #576074Við fórum inn að Kerlingu við Skjaldbreið og gekk ágætlega fyrir utan tvær hraunsprungur sem ég missti patrolinn ofaní… en það slapp allt saman. Ég get svosem alveg séð það fyrir mér að léttir bílar á 38" hafi alveg getað komist leiðar sinnar með góðum bílstjóra en það var deginum ljósara að Hásingarbílar höfðu mikið umfram klafabíla þennan dag. Við lentum svolítið í því þar sem dýpstu snjópyttirnir voru að Trooperinn ruddi undir sig og framfyrir sig þar til hann sat og fríhjólaði…
og einmitt í þessum "snjópyttum" kom það sér vel að vera á 44" og ná niður. Inn við Skjaldbreið voru 3 bílar komnir aftan að okkur og höfðu verið að aka í okkar förum og ætluðu þeir áfram inn á línuveg og svo inn á kaldadal og heim, en við beygðum að skjaldbreið og þeir héldu áfram, um hálftíma síðar sá ég þá snúa við enda sýndist mér þeir ekki komast mikið áfram í að gera sín eigin för, en kannski sá ég vitlaust….
19.01.2007 at 09:58 #576076Ég veit að Einar mun seint skilja það, eða vill ekki skilja það að stóru þungu bílarnir bara drífa meira en litlu léttu bílarnir við flestar aðstæður.
Ég hef nú þegar keyrt stóran þungan bíl í flestum mögulegum færum – líka þunnri skel með sykri undir. Og furðulegur fjandi er að litlu léttu bílarnir enda nánast alltaf ofaní förunum mínum ef þeir hafa einhvern áhuga á að halda í við mig.
Og núna um helgina – í þessu púðri þar sem ég á að sögn Einars að hafa ekið á harða undirlaginu undir – þá flaut nú hlunkurinn, allavega sukku gangandi menn stundum upp í klof við hliðina á bílnum. En líklega hefur það verið tilviljun – ég verið á vegi og skurðir beggja vegna við…..
Og varðandi Rótasandinn – þá ók ég þar um og þar var víða púður upp undir stuðara að því er mér sýndist. En það hefur væntanlega verið missýn fyrst fjarmælingar og skygnigáfa Einars segir annað.
Svo er það þetta með Besservisserana – hvar væri spjallið án þeirra…. Keep up the good work…
Benni
19.01.2007 at 10:23 #576078Benni minn í guðana bænum vertu nú ekki að svara þessum snillingum !!! Þeir eru svo hörundsárir að þeir fara bara að gráta
Sæmi
19.01.2007 at 10:25 #576080Benni, er þér virkilega fyrirmunað að fjalla um jeppamennsku án þess að sökkva upp undir hendur í persónulegu skítkasti með uppnefnum og tilheyrandi vangaveltum um andlegt ástand þeirra sem benda á önnur sjónahorn en þú vilt sjá?. Ég ráðlegg þér að lesa aftur yfir pistil Arnar Ingva [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=bilarogbreytingar/8845:3f39ivco]hér[/url:3f39ivco]. Það er vel hægt að fjalla um þessa hluti á málefnalegan hátt.
-Einar
19.01.2007 at 11:01 #576082Það eru einmitt svörin sem maður fær sem snúast um það að aðrir sjá ferðamáta okkar sem ferðast um á stórum bílum allt til foráttu sem fá mann til að fara niður á sama level í svörum.
Ég held að ef að hér á að fara út í það hver er málefnalegur og hver ekki þá ættu menn að líta í eigin barm.
En svona bara til að ljúka þessari umræðu af minni hálfu – þá er ég búinn að prófa alla flóruna, líka létta og öfluga bíla á minni hjólum. Þannig að ólíkt öðrum sem hér og víðar hafa haft sig mikið í frammi þá hef ég prófað allar stærðir og veit því af eigin raun hvernig hlutirnir eru. Ekki af því sem mér sýnist eða get mér til. Og af því að ég hef prófað þá skil ég vel hvað menn sjá við léttu bílana og ég skil líka hvað menn sjá við tröllin – af því að ég hef prófað…
Ég hafði mjög gaman af hinum ferðamátanum og hef ekkert á móti einum né neinum ferðamáta – menn sníða sér einfaldlega stakk eftir vexti og áhuga.
En Einar ég nota ekki hvert tækifæri sem gefst til að hallmæla ákveðnum gerðum bíla eða dekkja líkt og þú virðist á stundum gera. Og reyndar finnst mér það vera vert skoðunar að formaður Tækninefndar 4×4 klúbbsins skuli með reglulegu millibili skrifa hér á vefinn skoðanir sem á köflum má líkja við níð um ákveðna dekkjategund – án þess að þar liggji nokkrar rannsóknir að baki.
Annars er alltaf gaman að sjá að þegar að ákveðnum aðilum hér er svarað, hvort sem það er málefnalega eða á sama leveli og þeir skrifa að þá er það dæmt sem persónulegt skítkast og árásir. Ef menn búa við svo dapra málefnastöðu þegar þeir byrja að skrifa að þeir þoli ekki svör á sama leveli þá eiga þeir einfaldlega að láta það vera að skeiða fram á ritvöllin.
Og svo væri nú gaman að því að sjá málefnalega pistla hér – en eins og ég sagði áðan þá hef ég allavega húmor fyrir hinum skrifunum líka, annars myndi ég ekki gera mér að leik að fara niður á sama level til að svara.
Benni
19.01.2007 at 11:29 #576084Djöfull er ég sammála hverjum einasta staf hjá þér Benni.
Einar gerir ekki annað en að drulla yfir okkar ferðamáta og er sá sem að aldrei getur rætt um þennan ferðamáta á málefnalegan hátt.
Hann byrjar á því í þessum pistli að segja okkur frá því að öll ferðinn hafa farið í að bjarga ford 7,3 sem var í vandræðum en svo kemur í ljós að fordinn er á 38" og svo viðurkennir Einar fyrir luther að ford eigandi hafi ekki hleypt nógu mikið úr dekkjunum og svo til að setja punktinn yfir þessa svo kölluðu málefnalegu umræðu sína verður hann að viðurkenna að hann sjálfur hafi verið í förunum eftir 44" patrol…. Halló hvernig á að vera hægt að svara svona mönnum á málefnalegan hátt.
Það er ekki hægt og svo þegar að menn fara niður á sama plan og hann hvað gerir hann þá ??? Jú hann grætur yfir því hvað menn eru ómálefnalegir og séu með skítkast……Einar líttu þér nær
19.01.2007 at 11:35 #576086Á þræðinum sem ég vísaði í að ofan skrifaði ég m.a.:
[b:305yatwi]Varðandi Ford F?50 vörubíla, þá hefur þetta ökutæki verið það mest selda í USA í marga áratugi, eftir því sem ég best veit endast þessir bílar vel og bila lítið, a.m.k. sér maður mikið af mjög gömlum svona bílum á ferðinni þar[/b:305yatwi]
Er þetta staðfesting á því að ég noti hvert tækifæri til að hallmæla tiltekinni bílategund?
Varðandi dekk, þá er það vel þekkt, og viðurkennt af talsmanni söluaðila, að a.m.k. sumar tegundir radial dekka frá Interco þola ekki að ekkið sé þeim með verulega lægri loftþrýsting en framleiðandi gefur upp. Margt bendir til þess að þetta eigi ekki við um bias dekkin frá Interco, þó ég þekki dæmi um að slík dekk hafi ekki þolað að hleypt væri úr þeim. Tækninefnd vinnur að því að kanna þessi mál betur, t.d. hvort að þessi vandamál séu til staðar í dekkjum frá öðrum framleiðendum.
Ég tel að þetta sé mál sem varðar öryggi félagsmanna, og annara vegfarenda, og lít á það sem skyldu mína að andæfa kröftugri aulýsingaherferð, sem gæti vel átt eftir valda alverlegum slysum. Því miður virðast forsvarsmenn klúbbsins stundum hafa meiri áhyggjur af hagsmunum fyrirtækja, heldur en félagsmanna.
Varðandi færið í Þjófahrauni á laugardaginn, þá var ég ekki búinn að nefna það að þar var Hilux á 32" dekkjum, sem gékk mjög vel, var í för með Bronco af stærri gerðinni, á 36" eða 38", þegar ég sá til þeirra þá þá var Hiluxinn oftar en ekki að hjálpa félaga sínum.
-Einar
19.01.2007 at 11:56 #576088Jæja Einar nú erum við aftur farnir að verða sammála – Eins og við reyndar erum í mörgum öðrum málum. Það að kanna hlutina og rannsaka er það sem mér finnst að Tækninefnd eigi að vera að gera og ég fagna því að heyra að þið séuð að skoða þessi mál og hlakka virkilega til að heyra niðurstöður. Það er alveg rétt að ákveðin dekk hafa reynst hættuleg og þau hafa verið tekin úr umferð og vel kann að vera að fleiri slík séu á markaðnum og á því þarf að taka.
Hitt er svo annað mál að það er fjöldinn allur annar af hlutum er varða tæknimál og breytingar sem þarf að taka á. Það er allt of mikið um að á götunum séu bílar sem er breytt illa eða af vanþekkingu þannig að þeir geta við ákveðin skilyrði orðið hættulegir. Þetta er sem betur fer fáir bílar sem sleppa þannig í gegnum skoðun – en þeir eru til og síðast í gær skoðaði ég einn slíkan. Þarna er komið verkefni sem ég tel að sé í raun álíka brýnt eða jafnvel enþá brýnna að klúbburinn og tækninefnd hans taki á heldur en könnun á dekkjum frá erlendum framleiðendum. Það er mín skoðun að eitt alvarlegt slys þar sem kenna má um handvöm eða vondri hönnun við breytingu geti orðið til þess að valda þessu sporti okkar óbætanlegum skaða.
En að forsvarsmenn klúbbsins gangi erinda ákveðina fyrirtækja kannast ég ekki við – en hins vegar hef bæði ég og aðrir forsvarsmenn sett ofaní við menn þegar þeir hafa gengið of langt í að hallmæla ákveðnum fyrirtækjum hér á spjallinu – slíkt var fyrst og fremst gert til að forða klúbbnum frá hugsanlegum málsóknum og skaðabótaskyldu. En það hefur oftar en einu sinni komið upp að klúbbnum hafi verið hótað málsókn út af slíkum skrifum félagsmanna á netið… Það er vandlifað….
En Einar, svo þurfum við bara að fara á fjöll saman bráðlega – Þú þart að sanna fyrir mér að Ginness lagist eitthvað við að fara upp fyrir 500 m – og verði við það drekkandi.
Benni
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.