This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Arnar Gunnarsson 21 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Sem hluti af flýtiframkvæmdum ríkisins er stefnt að því að endurbyggja Gjábakkaveg milli Þingvalla og Laugarvatns sumarið 2004. Vegstæðið verður væntanlega fært eitthvað til suðurs í átt að Lyngdalsheiði og fer verkið væntanlega í útboð um næstu áramót.
Óvíst verður með tengingu frá nýja veginum og inn á vegslóðann upp að Bragabót, en öllu viðhaldi verður hætt við gamla veginn þegar sá nýi kemur. Gjábakkavegurinn verður því væntanlega orðinn svipaður slóðanum upp að Bragabót á nokkrum árum.
Þetta er framkvæmd sem kemur öllum jeppa- og sleðamönnum við, sem og ferðaþjónustugeiranum. Þetta er orðið aðal-útivistarsvæðið fyrir suðvesturhorn landsins og er þarna á veturna mjög mikil umferð af jeppa- og sleðamönnum.
Þarf 4X4-klúbburinn ekki að kynna sér málið og reyna að hafa áhrif á að gerð verði vegtenging frá nýja veginum og upp að Bragabót? Þetta er tækifæri sem við verðum að nýta okkur. Ef vegurinn upp að Bragabót verður ekki lagaður með þessari framkvæmd þá verður það væntanlega aldrei gert!
Kveðja,
Ólafur
R-2170.
You must be logged in to reply to this topic.