This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Hlynur Snæland Lárusson 16 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Í gistigjöldum. Samkvæmt gjaldskrá Ferðafélags Íslands eru gistigjöld í flestum þeirra orðin 3000 kall, meira að segja í handónýtum Nýadalsskálunum. Eitthvað svipuð verðabólga er kominn í 4×4 því mig minnir að samkvæmt síðustu hækkun í Setrið hafi hækkun gistigjalda verið 30% fyrir félagsmenn og um 40-50% fyrir utanfélagsmenn.
Segjum nú að vísitölufjölskyldan skjótist úr Sódómu í Nýadal eina helgi á Pattanaum sínum og hreppi mótvind og Patinn eyði 20 l á hundraðir sem þeir gera auðvita ekki. Samkvæmt Pattaheiminum. En í Nýadal eru 500 km fram og til baka. Eða 100 l af eldsneyti sem leggjast á einhvern 17-18000 kall og svo gistir vísitölu fjölskyldan tvær nætur sem gerir 9000 kall fyrir nótina ef þau þurfa að greiða fyrir barn ( spurning hvað það er stórt eða lítið ) . Þetta leggur sig semsagt á 36000 kall þessi skreppur, ef ekkert bruðl er í gangi einsog baukar og grillerí. Heldur tekið með matur að heiman, slátur frá því í haust og berjasaft frá því í fyrra sumar. Eiginlega finnst mér þetta svolítið dýrt fyrir það að fá að sofa í stórum sal fullum af hrjótandi ferðalöngum, þó svo að lyktinni sé ekki fyrir að fara í Nýadal enda gustar vel í gegnum skálann. En auðvita má bara ganga í Ferðafélagið og ná verðinu niður t,d með því að gista hálft sumarfríið í Nýadal og afganginn í Setrinu. Okur jamm það er alltaf spurningin þetta kostar jú allt saman.
You must be logged in to reply to this topic.