This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Jens Lindal Sigurðsson 17 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Mig langar að prófa að leita í viskubrunnana hér á vefnum sem mér skilst að séu allnokkrir. Ég er með L200 96 árgerð semsagt eldri týpuna. Hann er 2.5 tdi 5 gíra bsk á 38″. Málið er að eftir sona klukkustundar þjóðvega akstur þá detta út helmingurinn af gírunum eða 2,4 og bakk. Það eru engin hljóð í kassanum samanber söngur eða skrölt af neinu tagi og virðist hann nokkuð góður nema gírstöngin er heldur ónákvæm og komið i hana smá slit. og þetta með að gírarnir detta út. Ég held að þetta sé að gerast út af hita því hann dettur í samt lag aftur eftir 1-2 tíma stöðu. Ég hef oft heyrt að kassar í mmc (a.m.k eldri bílum) séu frekar lélegir. Kannast einhver hér við svona vandamál. Getur þetta verið skiftibúnaðurinn eða innvols í kassa. Er einhver smuga að gera við þetta með kassan í bílnum.
Kv Jens gírlausi.
You must be logged in to reply to this topic.