This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Rúnar Egilsson 21 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Sælir,
ég var á ferð í átt að Jökulheimum um helgin þegar tóku að berast undarlega hljóð undan bílnum – það var svona svipað og þegar maður setti spil og þvottaklemmu á reiðhjólið sitt hér í gamla daga (ratatatatatat) 😉
Þetta hljóð hætti um leið og kúplað var frá, en jókst með snúningi.
Þeir sem ég hef talað við telja allir einsýnt að það sé tannhjól í gírkassanum sem hafi misst tönn.Nú er ég í pælingu um hvað eigi að gera. Mér sýnist að það kosti ekki undir 150þ.kr. að láta gera við þetta á viðurkenndu verkstæði (vinna+varahlutir).
Hvaða reynsla er almennt af þessum gírkössum – eru þeir að fara eftir ákveðið marga km. eða er ég bara óheppinn (eða þjösni – ég var reyndar að keyra á jafnsléttu, í léttu færi þegar þetta fór)
Spurning þá hvort ég sé nokkuð svo illa settur með að fá notaðan kassa – er áhættan mjög mikil þar?
Geta menn hugsanlega bent á trausta aðila sem myndu hugsanlega gera við þetta fyrir minna en Toyota og Bifr.verkst. Rvk.(viðurkennt Toyota-verkstæði).
Einnig ef einhver á notaðan kassa sem hann vill selja, þá er ég með eyrun opin fyrir því.
Arnór
arnora@simnet.is
You must be logged in to reply to this topic.