Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › GHS er hann svo fráleit hugm
This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Friðfinnur Guðmundsson 18 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.08.2006 at 23:51 #198357
Hvað kostar GHS er hann svo fráleit hugm ?????
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.08.2006 at 00:16 #557692
Ég hef heyrt að þetta virki illa norðanlands og í fjalllendi vegna þess að globalstar hnettirnir liggja mjög lágt á lofti í suðurátt frá íslandi. Hér fyrir neðan er útbreiðslukort.
[img:3ey3pr6z]http://common.globalstar.com/images/coverage/CoverageMap_noLegend_gess.jpg[/img:3ey3pr6z]
12.08.2006 at 15:37 #557694Það er einnkum tvennt sem veldur því að ég myndi hugsa mig tvisvar um áður en ég fjárfesti í gervihnattasíma, kostnaður og framtíðarhorfur. Nú kostar áskrift að Iridium 30.000 krónur á ári og stofnkostnaður er um 150.000 krónur.
Um er að ræða tvö kerfi, [b:vr3tn2ep][url=http://en.wikipedia.org/wiki/Globalstar:vr3tn2ep]Globalstar[/url:vr3tn2ep][/b:vr3tn2ep] og [b:vr3tn2ep][url=http://en.wikipedia.org/wiki/Iridium_%28satellite%29:vr3tn2ep]Iridium[/url:vr3tn2ep][/b:vr3tn2ep]. Bæði kerfin urðu gjaldþrota um það bil sem þau voru gangsett um aldamótin. Gervitunglin sem notuð eru hafa takmarkaðann endingartíma og eru þegar farin að týna tölunni. Ég hef ekki séð neitt sem bendir til þess að tekjur kerfanna standi undir endurnýjun gervihnattanna, því má búast við því að kerfin lognist smánsaman útaf. Eftir upplýsingum í greininni sem vitnað er til hér að ofan að dæma, er óvíst að Globalstar kerfið lifi NMT kerfið, og Iridium kerfið á lítið lengra aftir.
-Einar
12.08.2006 at 18:46 #557696Ég geri ráð fyrir Tetra verði það kerfi sem mun verða notað en það eru mestu framfarir í því kerfi því er hægt nota það sem síma og talstöð. Löggan, slökkviliðið og flugið eru að nota það kerfi og almannavarnir. Mun fleiri eru að taka upp það kerfi,víst eru fleiri aðilar að koma me ýmsar aðrar útfærslur sem væri gaman að skoða, en þeir aðilar sem ég hef talið upp hafa ekki litið við þeim og halda áfram að þróa Tetra sem ég tel góðan kost, og þeir eru alftaf bæta kerfið meira og meira. Menn eru að tala um að bæta öryggið á fjöllum, það er til lítill búnaður sem er ekki stærri en GSM sími sem er neyðarsendir og kostar um 15 – 20.000 kr. erlendis. Göngufólk hefur verið að kaupa þetta sér til öryggis sem hefur verið að labba í fjalllendi. Ég tel þetta ekki dýran öryggisbúnað miðað við það sem við erum að eyða í bílana, nauðsynlegan jafnt sem ónauðsynlegan búnað. þessi búnaður er miðaður út af flugvélum eins og menn muna eftir, þá hrökk svona búnaður í gang í Leifsstöð sem tók smátíma að átta sig á. Reyndist hann vera í bakpoka sem var hent í gólfið. Hvað gervihnattarsíma varðar, virðist þeim ekki hafa gengið sem skyldi til þess að markaðssetja sig þar sem þeir eru frekar dýrir og kerfið hefur ekki skilað þeim árangri sem var vænst af því. Tel ég ekki þann kost sérlega vænlegan enda eru fáir hnettir á lofti og er ekki talið að þeim muni fjölga á næstunni frekar í hina áttina. þannig NMT síminn mun geta þjónað okkur meðan hann er á lífi.
kv. …. MHN
12.08.2006 at 21:44 #557698Mér sýnist nú bara að svona í fljótu bragði að þá ætti bara að endurlífga gömlu Gufuna. Með því þurfum við ekki að treysta á einn eða neinn þar sem þetta dregur heilt helv…. og ég hef trú á að það séu alltaf einhverjir sem væru að hlusta þannig að ég veit ekki hvort væri þörf á séstakri hlustun?
Einnig sýnist mér að menn séu að fikta sig áfram með ný mjög "nett" loftnet sem eru ekki nema ca ca 180cm á hæð þannig að þetta finnst mér vera einn af þeim möguleikum sem ætti að skoða vel eða hvað finnst ykkur Gufusérfræðingar?PS.
Er það ekki rétt hjá mér að þetta tetra kerfi dragi ekki baun. Einhvern tímann var það alla vega þannig að ef þetta ætti að dekka hálendið þyrfti að setja upp sendi á hvern einasta hól?
13.08.2006 at 00:17 #557700Ég leitaði að tetra á spjallinu og mér fannst eftirfarandi þráður einna fróðlegastur: [b:bcvyimcm][url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=fjarskiptamal/6495:bcvyimcm]Tetra[/url:bcvyimcm][/b:bcvyimcm]
Eftir að hafa lesið þetta finnst mér Tetra ekkert sérstaklega spennandi. Einhvernveginn ekki alveg sími, frekar flókin talstöð og með drægni á við GSM sem þýðir væntanlega að stöðvanetið þurfi að vera mjög þétt. Ég var ekki á þessari tetra kynningu, en maður hefur ekki séð neitt opinberlega að það sé (þvingaður eða eðlilegur) arftaki NMT. Án þess að vita neitt um tæknilegu hliðina á GSM450 og CDMA450 finnst manni GSM450 einhvern vegin lógískara, ef annað þeirra verður fyrir valinu. GSM450 síminn myndi þá virka á venjulega GSM kerfinu í bænum. Annars tek ég undir með mönnum að gufan verður sífellt meira spennandi og ætla mér að verða búinn að redda mér slíkri græju áður en NMT dettur út.
-haffi
13.08.2006 at 07:17 #557702Mikið déskoti var maður heppinn að halda gömlu Yaesu-millibylgjustöðinni til haga. Kannski menn fari nú bara að nota þær aftur. Mér líst afspyrnu vel á það út af fyrir sig. Hitt er annað mál, að af þeim upplýsingum sem hér hafa komið fram sýnist ljóst, að NMT kerfið verði ekki hægt að reka nema takmarkaðan tíma, hvort sem niðurtöku þess verður frestað um eitt eða tvö ár eða ekki. Sömuleiðis virðast þessi Iridium og Globalstar-kerfi ekki eiga að óbreyttu framtíð fyrir sér nema einhver stór fjarskiptafyrirtæki taki þau upp á sína arma, skv. því sem fram hefur komið hér. Þannig að símasambandsmálið virðist óleyst nema fram komi einhverjar tæknilegar framfarir á GSM kerfunum sem gera það kleift. En virðulega fjarskiptanefnd og stjórn 4×4; Please látið okkur almenna félagsmenn vita hvað er í gangi og hvað þið sjáið við sjóndeildarhrigninn.
13.08.2006 at 21:07 #557704Ég hef ekki verið hrifin af Glopalstar vegna þess að þeir hafa ekki virkað sem skildi norðan heiða og í djúpum dölum, það er þó verið að bæta það kerfi skilst mér sem gerir það hentugt. En í Glopalstar er hægt að setja símakort og hann fer yfir á GSM ef hann nær því. Ég hef notað Iridium og reynst nokkuð vel það fer þó í taugarnar á mér að talið hljómar bjagað og eins og viðmælandinn sé drukkinn. Ég efast um að Iridium sé að fara á hausinn frekar en Glopalstar þetta eru fyrirtæki með gríðarlega stóra viðskiptavini en Bandaríkjaher notar mikið Iridium. Tetra hef ég notað við mína vinnu og það er frábært kerfi og ekki flókið í notkun og vonandi landsdekkun í sjónmáli. Ekki má gleyma þeim mörgu möguleikum sem eru í TETRA eins og gagnasendingar og möguleiki á því að staðsetning fari til viðbragðsaðila þegar ýtt er á neyðarhnapp.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.