This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 14 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Útaf umræðu sem byrjaði á „áskorun til stjórnar“ ákvað ég að pósta þessu hér inn svo ekki væri þráðarán í gangi þar.
Aðeins að þráðaráninu. Í kasljósi kom fram að landvörður í Landmannalaugum hafi umsjón með Gullfoss og Geysi, og keyri þangað tvisvar í viku úr Laugunum !!!! HALLÓ er ekki allt í lagi með þá sem stjórna þessum málaflokk !!! Menn ættu að ganga um Geysissvæðið næst þegar þeir fara þarna um og horfa á hvað þetta er rosalega subbulegt og óaðlaðandi við hverina.
Ríkið gat sett 1.3 milljarða í stofnun Vatnajökulsþjóðgarðar, enda á hann að vera fyrir einhverja aðra en flest venjulegt fólk í landinu, en það er ekki hægt að ráða starfsmann til að hugsa um Gullfoss og Geysi. Ég er þó viss um að til er slatti af einhverjum nefndum sem eiga að fjalla um þessi svæði, og kostnaður af þeim er margfaldur það sem eitt stöðugildi myndi kosta þarna.
Svo var ég eitthvað að rýna í nýjar tillögur um stækkun í Þjórsárverum, og var ekki alveg viss hvort Setrið var komið inn á friðlandið.
Góðar stundir
You must be logged in to reply to this topic.