This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Birkir Jónsson 20 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Sælir jeppamenn og konur.
Ég datt út úr Willys delluni fyrir ca.20 árum og hef ekki hirt um að fylgjast með þróuninni síðan.
Eitt af því fáa sem eftir er af mynninguni, er mynd af honum gamla mínum hér á síðuni hjá einhverjum félaganum……… en allt hitt er í einhverskonar móðu.Ég ættla að fá mér einn Wrangler og vantar því allar þær upplýsingar sem þið getið veitt.
það sem mér dettur fyrst í hug er:Hver er munurinn á Laredo, Ranigate, og þessum týpum ?
Eru hásingar, drif, gírkassi, millikassi og frágangur aftur öxla öflugri í bíl með 4L vél en 2.5L vél ?
Eyðslutölur, jájá þær meiga fylgja en Willys á skilið hvern þann bensín lítra sem hann getur í sig látið.
það þarf ekkert að lýsa innréttinuni, hún er trúlega jafn glæsileg og í CJ5 ’67 ef ekki betri.
Með von um góð viðbrögð.
Kv,
Jón Sig.
You must be logged in to reply to this topic.