This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Freyr Þórsson 11 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.01.2013 at 11:49 #225340
Hún er að verða ansi döpur þessi síða hér er lítið orðið að hafa annað en spurningaleiki og athugunarvert fyrir þáttarstjórnandann að nota rétt svæði fyrir sig og sína kveðja Dóri Ö1433
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.01.2013 at 14:35 #762539
Svona póstur er nú ekki til að rífa upp stemmninguna og vil ég minna á að þið, notendurnir, sem lesið og notið vefinn/spjallið, skapið sjálf/ir stemmninguna.
Fyrir utan að vefurinn er miklu meira en bara Spjallið, þetta er andlit F4x4 út á við og á að vera hægt að finna allar þær upplýsingar sem menn leita að, um starfssemi, hagsmuna- og baráttumál Klúbbsins.
Það eru þó enn nokkrir sem reyna að halda þessu áhugaverðu en ef enginn póstar inn, þá verður nú lítið spennandi að lesa Spjallið.
Getraunirnar hans MHN stytta ýmsum stundir og vert að virða það. Því var farin þessi leið að búa til sér svæði fyrir þennan málaflokk. Það er þá ekki fyrir þeim sem ekki vilja njóta þeirra.kv. Bragi Þór
Vefstjóri Vefnefndar F4x4ps. ég færði þennan póst undir "Vefsíðan", þar sem hann á frekar heima.
10.01.2013 at 16:32 #762541það lá kannski eitthvað illa á mér í morgun,og eflaust hafa margir gaman af þessu meira segja ég nema í morgun þegar ekkert kom upp í gluggann annað en gátur.Hafið g’oðar stundir og fyrirgefið upphlaupið 😉
10.01.2013 at 16:52 #762543Batnandi mönnum er best að lifa 😉
Það er alltaf gott að draga andann og telja upp í 10 (stundum 20) 😉
11.01.2013 at 23:51 #762545Dóri er þetta ekki bara tilhugsunin um að selja Landann sem leggst svona illa á sálina. Vissulega rétt að lífleikinn hefur stundum verið meiri hérna, en hárrétt sem Bragi segir að það eru spjallverjar sjálfir sem skapa hann. Ofsi átti nú til hérna einu sinni að henda inn einhverri vitleysu bara til að láta menn rífast um það. Nú er hins vegar orðið svo fjandi þreytt að rífast um Patrol vs. Toy og enginn nennir lengur að tala um Ferðafrelsi hér, enda komin sérstök Facebook síða fyrir þann nördaflokk. Í ofanálag ekki hægt að velta fyrir sér hvaða 38 tomma er best því það er bara ein tegund á markaðnum. Vantar held ég eitthvað nýtt til að nördast yfir, er það kannski núna spurningin um valið á milli Ford og Sprinter, það gæti kannski æst einhverja!
Kv – Skúli
12.01.2013 at 01:46 #762547Mikið rétt Skúli enda sálarmorð að þurfa að láta djásnið sitt fara man nú ekki hvað hann heitir þarna í Lord of the rings sem týndi hringnum en líklegast kemur maður til að veina og spangóla þegar maður sér álíka gripi á flandri í framtíðinni.En bankinn spyr ekki um tilfinningar hann vill bara sinn aur,þannig að eitt og annað getur farið að pirra mann þangað til buddan bólgnar aftur og ég hef efni á gömlum Landa.Þið skiljið hvað ég er að fara Landrovermenn enda einu bílarnir sem hægt er að tengjast tilfinningarböndum.
12.01.2013 at 11:22 #762549Þessi vefsíða er mjög flott á margan hátt og hér er að finna margvíslegar upplýsingar sem viðkemur klúbbnum en það er þó staðreynd að umferð félagsmanna um þessa síðu virðist hafa snarminnkað og nálgast hún nú orðið frostmark ! Fyrir því eru held ég margar ástæður og ég skal meira að segja telja upp nokkrar:
– Allir þeir sem voru fastagestir hérna á spjallinu eru horfnir, ég auglýsi hreinlega eftir þeim hér og nú ? Skúli póstaði hér að meðaltali 3 póstum á mánuði árið 2012, Halldór 0,7 og ég póstaði 4 á mánuði en ég þori varla að skoða hvað ég póstaði mikið inn hér til dæmis árið 2007 ! Til þess að nýir félagsmenn nenni að byrja að skrifa hérna þá þarf að vera eitthvað líf hérna. Bragi startaði hér þræði um rörun og breytingu á F150 fyrir 46" sem er mjög áhugavert en viðbrögðin eru varla engin, hversu geldir eru félagsmenn orðnir eiginlega 😉 Ég bara trúi því ekki að mönnum finnist smábarna- og sandkassaleikurinn á ferðafrelsissíðunni á Facebook merkilegri en gott jeppaspjall ! Klúbburinn missti mikið af góðum og skemmtilegum spjöllurum yfir á jeppaspjall.is , bæði úr röðum félagsmanna og ófélagsbundinna því þar er nóg um að vera en ég veit að margir þeirra væru alveg eins til í að vera hér því þeir eru þeir einu sem nenna eitthvað að skrifa hér svona öðru hvoru.
– Uppsetningin á spjallinu er fín, flokkar og útlit fínt og allt gott þar og ekkert sem er stoppa menn að nota það. Það má þó bæta innsetningu mynda, minnka þarf allar myndir áður en þeim er hlaðið inn sem er óþolandi. Ég get vel ímyndað mér að hinn almenni notandi á þessu spjalli sé löngu búinn að gefast upp á þessu þar sem meira að segja mér finnst þetta pirrandi en ég vinn nú fyrir framan tölvu allan daginn. Til að bæta gráu ofan á svart þá er ekki leyfilegt að setja inn myndaseríur úr ferðum inn á spjallþræði en upp úr því skapast oft skemmtilega umræður.
– Myndaalbúmið er nánast ónothæft, erfitt og flókið að hlaða inn myndum, möppuuppsetning er ruglingsleg og hundleiðinlegt að skoða myndir þar (það þarf alltaf að skrolla niður í hvert skipti sem flett er yfir á nýja mynd) nema að vera með uppsettan einhvern CoolIris slideshow hugbúnað sem mér hugnast ekki heldur því textar birtast ekki almennilega með honum (amk kann ég ekki á það) og síðast en ekki síst þá er fyrirsögn og undirmálstextar hálf klúðurslega uppsettir á síðunni. Ég vona bara að vefnefnd sé amk komin með einhverjar hugmyndir um hvernig hægt er að leysa þetta albúm af hólmi því það verður ekki lappað upp á það úr þessu. Allir félagsmenn eru búnir að dæma það ónýtt og það mun ekki nokkur maður reyna að byrja nota það aftur af viti þótt það verði "lagfært". Þarna liggur stærsta sóknarfæri klúbbsins því Jeppaspjallið er ekki með albúm og Facebook hentar einfaldlega ekki fyrir svona safn.
Ég vil bara hvetja vefnefnd áfram í þeirra störfum, þeir eiga heiður skilið fyrir þeirra framlag og hvernig síðan lítur út í dag en margt má enn bæta og þeir vita það manna best. Það lifnar þó ekkert yfir þessu spjalli aftur nema menn taki sig taki og byrji að nota þetta og skoða aftur af einhverju viti. Stærsta vandamálið liggur hjá okkur sjálfum, notendunum !
Með von um einhver viðbrögð
12.01.2013 at 11:42 #762551Það er alveg sorglegt hvað spallið á þessari síðu hefur gjörsamlega sofnað. Ég fór að meðaltali inn á þetta spjall lágmark 2 sinnum á dag þegar það var galopið fyrir alla, svo var því lokað þrátt fyrir viðvaranir fjölmargra og þetta er afleiðingin. Ég hef ekki trú á því að þetta hafi nokkuð með innsendingu mynda eða myndaalbúm að gera. Mórallinn hérna var ágætur og talsverð hreyfing á póstum en það er nokkuð ljóst að þegar það var lokað og jeppaspjallið spratt upp út frá því þá hafi það innsiglað endalok þessarar spjall síðu.
Núna fer ég kanski 1 sinni í viku inn á f4x4 og oftar en ekki eru kanski 2 nýjir póstar á milli skipta og þá oftast myndagetraun númer 1488234214 frá MHN. Þegar að Magnús hættir að nenna að senda inn þessar myndagetraunir þá held ég að þetta sé búið og alveg óhætt að loka spjallinu eða breyta þvi í tilkynningatöflu.
Því miður þá held ég að þessi síða eigi ekki viðreysnar von lengur og þessi póstur verði annar af tveim á árinu 2013 hjá mér, sem er synd.
14.01.2013 at 21:40 #762553Já þetta er erfitt ástand bæði í þjóðfélaginu og hér í klúbbnum. Það sem hefur farið verst með kúbbinn og félagslífið er hversu margir gamlir virkir félagar hafa horfið héðan frá síðunni og úr nefndarstörfum. Mér sýnist það vera vegna þess að menn eru ekki sammála um stefnu eða vinnutilhögun stjórnenda klúbbsins. Stjórnendur mega ekki gleima því að áhugasamir einstaklingar í nefndun og deildum eiga að vera stefnumótandi og tillit til þeirra tekið. Það þarf að hlusta á þá, hvetja og byggja upp.
Ef ég tek sjálfan mig sem dæmi. Þá er ég orðin mjög þreyttur á gangi mála í vefnefnd. Ég hef komið með tillögur til stjórnar til úrbóta sem við í vefnefnd höfum sent á tölvupósti til þeirra. Þessum póstum er varla eða ekki svarað nema þá mjög stuttlega og síðan er málið dautt.
Þar sem ég sé um nokkra þætti hér á síðunni og ver til þess miklum tíma er ég mjög ósáttur við slíkar málalyktir.
Ég hef undanfarna mánuði verið komin á fremsta hlunn með að segja mig úr vefnefndinni vegna doða flestra í kringum mig. Ég flýt ennþá á þeirri ágætu hugmynd að telja upp að tíu áður en sú ákörðun er tekin.Í vefnefnd þurfa að vera að minnsta kosti 7 aðilar sem sjá um alla þætti síðunnar. Vefsíðan er hjarta klúbbsins þar sem nær öll tjáskipti félagsmanna fara fram. Ég ætla að taka svo stórt upp í mig að halda því fram að ef ég hætti í vefnefnd frýs þessi síða í langan tíma.
Kv. SBS. Sem reynir að vinna klúbbnum til hagsbóta og sjálfum sér til ánægju.
15.01.2013 at 00:34 #762555Í stuttu máli sagt er ástæðan tvíþætt:
1. Þegar lokað var á skrif utanfélagsmanna dó spjallið. Um svipað leiti varð jeppaspjallið til og hópuðust þangað virkir netverjar og þar með varð til nýr umræðuvettvangur. Sú síða hefur verið mjög lifandi og mikið um að vera þar svo hvatinn til að snúa aftur á f4x4.is er ekki svo mikill.
2. Myndaalbúmið er hörmung. Nú til dags eru flestar síður sem maður notar settar upp með þeim hætti að maður einhvernveginn kann bara á þær strax, þarf ekki að hugsa mikið eða spá í hlutina. Það eitt að albúmið sé það flókið að mætur maður hafi ákveðið að búa til kennslumyndband um notkunn þess segir allt sem segja þarf. Ekki hjálpar svo til Facebook sprengingin, eftir að menn fóru að hrúga þangað myndum minkar hvatinn til að gera það hér. Ég nenni a.m.k. ekki að halda úti 2 myndasíðum. Á meðan það tekur mig örfáar mínútur að búa til albúm þar með tugum mynda gat það tekið lungann úr kvöldinu að gera slíkt hið sama hérna.
Kveðja, Freyr
15.01.2013 at 00:52 #762557Ákvað að prófa albúmið til að vera betur umræðuhæfur. Eftirfarandi punktar standa upp úr:
1. Það tók mig 9 mínútur að setja inn 8 myndir.
2. Hvað er málið með alla valmöguleikana? Hinn almenni notandi vill bara geta valið myndir og ýtt á einn hnapp til að setja þær inn, ekki þurfa að renna gegnum heila síðu af "dóti "og með dálk til hliðar með enn fleiri möguleikum.
3. Það er glatað að geta ekki opnað bara einn glugga, haldið inni ctrl og valið allar myndirnar sem eiga að fara inn. Hér þarf að velja "add photo" fyrir hverja mynd, velja þannig 2 í einu og svo uploada, svo er ferlið endurtekið aftur og aftur – mjög tímafrekt.Liður 3. einn og sér nægir til að ég efast um að ég nenni að nota albúmið nema að mjög takmörkuðu leiti. Þetta er kjánalega seinlegt m.v. aðrar síður.
Kv. Freyr
15.01.2013 at 20:09 #762559Þótt ég sé í vefnefnd þá ætla ég að tjá mig hér um nokkur atriði varðandi síðuna.
Það fyrsta sem þarf að gera er að nýta alla breiddina sem stærri skjáir bjóða upp á til að lifta því upp sem neðar er og menn nenna ekki að skrolla eftir.
Það þarf að sækja það sem menn óska eftir varðandi síðuna. MHN. okkar ágæti, heimsótti mig upp á verkstæði og ræddi við okkur Rúnar formann skálnefndar um hans óskir um vefsíðuna. Það endaði þannig að við vorum allir sammála um hvernig spjallið ætti að virka. Einfallt og leiðandi til þess sem menn vilja að komi næst eftir að smellt sé á tengil. Magnús er fullur áhuga á þessari vinnu sem hann hefur verið að gera og gerir það af ánægju og áhuga. En hann kemur ekki nálægt síðunni fyrr er búið er að skapa honum viðunandi aðstöðu efst eða ofarlega á síðunni. Þar vill hann vera með sínar gátur ásamt öðru afþegingar- og skemmtiefni sem allir geta tekið þátt í. Annað efni verður að hafa sinn tíma til að þróa.
Þá er það myndasíðan. Ég kom í vefnefnd til að hressa upp á Galleríið. Árangurinn er nú ekki betri en það að hún er verri en hún var þegar ég kom hingað fyrst fyrir tveimur árum.
Nú er ekkert annað í stöðunni en að setja myndagalleríið í forgang. Þar verður stjórn að taka þátt í og klára þennan heildarpakka. Ef vefnefnd ræður ekki við verkefnið verður að kaupa mannskap í það. Þetta þarf að gera núna strax!!!
Freyr, það er hægt að flytja fleirri myndir í einu í hverja möppu. Það er gert með því að velja í ferlinu langa og leiðinlega "upload applet". Ég hef flutt yfir 200 myndir í einu inn á síðuna. Mig minnir að hver þeirra megi ekki vera stærri en 2 mb. Síðan eru milljón smá og stærri atriði sem þarf að breita og lagfæra.
Agnar Ben. Þetta er góð samantekt. Sammála ykkur báðum.
Kv. SBS. Nóg í bili.
16.01.2013 at 13:27 #762561"Það er gert með því að velja í ferlinu langa og leiðinlega "upload applet"." Hehe, skemmtileg framsetning, prófa þetta einhvern daginn…
Kv. Freyr
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.