Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Get ekki orða bundist!
This topic contains 23 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Hallur Norðdahl 18 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
25.01.2006 at 17:58 #197163
Nú finnst mér nóg komið bulli í þessum einstaklingi sem kallar sig Moggi eftir að hann byrjaði að skrifa á þessa síðu hef ég séð mikinn mun á skrifum og ásókn í síðuna sem að mér finnst mjög miður allra okkar vegna.
Hvernig getur það verið að einn einstaklingur og hanns lærisveinar komist upp með að eyðileggja góða síðu eins og þessi (er)var og enginn gerir neitt í málunum? Erum við virkilega öll slíkir aular að láta þetta ganga yfir okkur með bros á vör?
Þetta líkist hryðjuverkum í mínum augum og í þessu tilviki verð ég að vera sammála Bush það á ekki að láta þetta viðgangast.
Moggi í mínum augum ert þú ekki mikill maður að standa í svona niðurrifsstarfssemi á okkar góða vef þú hefur ítrekað verið beðinn um að hætta þessu en einhvern veginn þá virðist það ekki síast í gegn hjá þér.
Vertu nú maður með mönnum og hættu þessari vitleysu og hafðu gaman með okkur á vefnum með góðum skrifum og málefnalegum.
með kærri kveðju
Gísli Þór -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.01.2006 at 18:29 #540266
Get ekki verið meira sammála þér Gísli. Það er allveg ótrúlegt hvað það er til mikið af vitleysingum og annað verra að sá síðasti er ekki fæddur. Getur vefnefndin ekki lokað á þessa menn eða?
Kv Bjarki
25.01.2006 at 18:48 #540268Sælir félagar.
Ég hef reyndar ekki lesið nærri allt hér á spjallinu, en hef stundum glott við tönn yfir mogga, verkfræðingnum og mörgum fleiri góðum mönnum, sem hafa lag á því að vera ekki sammála okkur hinum og skjóta inn furðulegum athugasemdum inn í umræðuna þegar síst skyldi.Nú ætla ég ekki að mæla því bót að fólk almennt taki þennan vettvang undir brandara eða skæting, en nokkrir molar inn á milli eru bara krydd í tilveruna. Svona spjallsvæði hafa bara gott af slíku. Það er líka herfilegt af allir eru sammála.
Kv
Óli.
25.01.2006 at 19:25 #540270ég hef sagt það hérna áður, ef þetta væri einn af þeim vefum sem ég stjórna væru nokkrir hérna ekki lengur með aðgang, í það minnsta tímabundið.
25.01.2006 at 19:49 #540272Ég er nú ekki alveg sammála því að það ætti að reka manninn og hans vini út með skömm. Margt sem þeir hafa gert verið gott en hins vegar margt sem þeir hafa gert sem er það alls ekki, nefni nú bara þráðinn þar sem þeir sökuðu farastjóra um að stinga undan pening og svo síðasta komment Moggans við þráð skúla formanns. En skálamyndin var reyndar fyndinn hann má eiga það.
En mér finnst frekar lausnin að vefstjórar hendi út misgáfuðum svörum frá ýmsum aðilum.
Mér finnst það engin lausn að loka á þá því þá koma þeir bara reiðari til baka á nýrri kennitölu. Það þarf bara að sýna ákveðinn þroska og vera ekki að láta þetta fara í taugarnar á sér, maður hefur lent í því sjálfur. Sumir þurfa bara að taka af sér nefið áður en þeir drukkna.kv, Ásgeir
25.01.2006 at 21:04 #540274Þið verðið aðeins að anda með nefinu drengir. Alveg óþarfi að fara á límingunum þó einhverjir misheppnaðir brandarakallar fari í taugarnar á ykkur. Það sem virkar best á þessa gauka, eins og önnur börn, er virk hunsun. Þeir þrífast á athyglinni og veslast upp ef hún er engin.
–
Bjarni G.
Vefnefnd
25.01.2006 at 22:17 #540276
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
sammála síðasta ræðumanni
moggi og félagar hafa reyndar ekki farið í taugarnar á mér.
Það sem að heldur þeim gangandi eru eimnitt svona þræðir og reiði við þráðum hans, þar sem einn svarar og biður alla um að gera það ekki, en samt koma tugir á eftir alveg bálreiðir og illir.
Mikið finnst þeim þetta örugglega gaman og espir þá bara upp í meiri skirf, maður ætti náttúrulega ekki að taka þátt í svona þráðum ef máður á að vera samkvæmur sjálfum sér, en eins og ég sagði, þá fer hann ekkert í taugarnar á mér.
25.01.2006 at 22:50 #540278sælir drengir. ég vill leyfa mér að birta þá hugmynd að þegar fólk skrifar hér á vefinn þá verði tekin niður ip-tala viðkomandi vélar (eða nettengingar) og birt með skrifunum. þetta er afar einfalt mál að leysa tæknilega og ég tel það víst að það myndi slökkva fljótt á svona gosbrunnum eins og Mogga og Verkfræðinginum. Annars tel ég það víst að Moggi er annað sjálf einhvers sem er talsvert virkur í 4×4, jafnvel í innsta hring, því yfirdrullið sem hann kemur stundum með er beittara en svo að það sé úr einhverjum 17 ára bjána útí bæ.
Ég persónulega tek Moggann ekkert inná mig, enda er ég sjálfur talsvert fyrir aulahúmor og skæting :).. en það er annað mál.
Að birta ip-tölu þess sem skrifar gerir skrifin rekjanleg, hvort sem skrifað er undir gerfinafni (eins og moggans) eða þegar einhverjir vitleysingar skrifa undir nöfnum annara manna, sem gæti komið up hugsanlega. Einfalt yrði t.d. að mæla út moggann, því ef annar skrifar frá sömu nettengingu, þá eru þeir að öllum líkindum að skrifa af sama heimili. þetta myndi allavega gera það erfiðara fyrir Moggann að stunda drull sitt.
leiðindarkveðjur,
Lallirafn
25.01.2006 at 22:59 #540280þá eru bæði Moggin og Verkfræðingurinn að skrifa undir nafni, bara svo það sé nú á hreinu. Og annað þeir eru hvorugir í neinu starfi fyrir klúbbinn.
væri kannski kominn tími til að þeir væru virkjaðir í það enda virðist Mogginn hafa nægan tíma til skrifa ég vona þó að hann skrifi ekki í vinnutímanum.
26.01.2006 at 00:06 #540282Ég get nú ekki séð að það sé rétt hjá Ofsa að Moggi skrifi undir nafni, nema að hann heiti Alma Guttormsdóttir. Ég dreg það mjög í efa og minnir að á einhverju stuttu tímabili hafi hann heitið Björgvin.
Verkfræðingurinn hins vegar gæti verið að skrifa undir sínu eigin nafni. Ef svo er, er þetta ekki náunginn sem vann verkefni í HÍ, þannig að hann var að láta GPS stjórna LC60? http://www.hi.is/~johanje/taeknileg_idn … lysing.htm
26.01.2006 at 00:33 #540284Ég er á því að formaður vefnefndar (Bjarni Gunnarsson) hafi mikið til síns máls hérna að ofan, með að virk hunsun sé áhrifaríkust í þessu.
Það er hins vegar slæmt þegar vel meintar fyrirspurnir frá almennum félagsmönnum eins og kom fram um myndir af tilteknum skála eru notaðar fyrir hótfyndni af þessum toga. Með því er verið að eyðileggja þráðinn fyrir viðkomandi. Þetta er svosem ekkert nýtt hér á vefnum og var kannski meira áberandi fyrir nokkrum árum þegar sakleysilegum spurningum um tilteknar bílategundir var nær undantekningalaust svarað með þreyttum tegundabröndurum. Þetta var á tímabili blátt áfram yfirgengilegt. Það er sjálfsögð tillitsemi að halda sig við það efni sem upphafsmaður þráðsins leggur upp með eða allavega hafa hann á svipuðum nótum og reyna að hemja fyndni sína þó erfitt sé. Brandarakarlar fá nóg af tækifærum til að láta ljós sitt skína á öðrum þráðum.
Kv – Skúli
26.01.2006 at 00:48 #540286var hreinlega búinn að gleyma því að Björgvin Björgvinsson væri skráður undir nafni Ölmu enda er hann vel þekktur undir nafni og skrifar oft undir pislana nafn sitt ( Björgvin ) og er rétt skráður í Admin kerfinu.
26.01.2006 at 10:23 #540288Það getur verið að allir eigi að verða vinir í skóginum en þegar Úlfurinn verður svangur þá hrinur það samkomulag.
Þetta eru eflaust ágætir strákar en það breytir ekki því eins og Skúli bendir á að fyrirspurnir og beiðni um hjálp er iðulega reynt að eyðileggja með fúlum bröndurum. Það getur einnig verðir að þetta séu klárir kallar og að Jóhannes sé verkfræðingur þó að það sé ekki hægt að sjá á vef Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu og ef þeir eru svona klárir væri þá ekki hægt að breyta þessum skeytum í leiðbeininga- og upplýsinga miðlun til okkur hinna um þetta sport sem sameinar okkur hin.Batnandi mönnum er best að lifa.
Kv. vals.
26.01.2006 at 11:05 #540290Það er fátt leiðinlegra þegar góðri fyrirspurn á spallinu er svarað með einhveri vitleysu og aulahúmor eins og oft er.
En að stofna þráð með bröndurum og skotum á milli manna er hið besta mál, hafði ég gaman af þráðnum um bjórjakkann því þar var verið að skjóta á leyðinlega hegðun Íslendinga ef eitthvað fæst frítt þá bara að taka nóg.
kv
SIGGI
26.01.2006 at 12:25 #540292Sælir
Núna þegar internet notkun er eins mikil og hún er í dag er það ljóslifandi staðreynd að netið er ekki að fyllast af gagnlegum upplýsingum heldur sorpi.
Ef maður leitar af ákveðnum hlutum á leitarsíðum fær maður að megninu til sömu vefina, gagnlausar upplýsingar eða hreint og klárt rusl sem maður var alls ekki að leita af.
Þetta hlítur að eiga sér stað á flestöllum vefum þar sem Pétur og Páll hafa aðgang að með eða án hindranna, hvort sem nafnleynd eigi sér stað eða ekki, til að tjá skoðannir sínar eða taka á einhvern máta þátt í mótun vefsins.
Þettaer að gerast á old.f4x4.is og er búið að eiga sér stað í langann tíma, ekki bara í spjallinu. Lítiið t.d. á myndaalbúmið, það er að finna myndir af berleggjuðum kvenmönnum sem eru á engann hátt tengdar jeppamennsku sem slíkri og mynd af fjarstýringu sem á að skipa konum fyrir.
Mér finnst þessi vefur hafa þróast ágætlega og hann er að miklu leyti laus við sorp og skemmdarverk. Notendur eru tiltölulega fáir og það er frekar auðvelt að sía út svör eftir því hvort þau séu sögð af viti.
Ég held að menn verði að sættast á að nýta sér sorpsínuna sem er innbyggð í augum notendanna og horfa framhjá vitleysisiganginum til að nýta sér kosti vefsins.
Einnig er hægt að minna á samskiptamáta sem menn notuðu áður fyrr sem gekk út á það að menn stóðu andspænis hvor öðrum og ræddu saman um málefnin. Þetta er sniðugt að gera á fundum 4×4 hvort sem er í Reykjavík eða landsbyggðadeildum. Þangað ættu flestir að koma sem áhuga hafa á því að ræða um jeppa, breytingar, útiveru og jafnvel klæðalitlar konur.
Kv Izan
30.01.2006 at 22:20 #540294
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
eru að gera allt vitlaust á vefnum barnaland:-)
Nei veit ekki hvort þetta eru mogga og verkfræðins kvennsur en stíllinn er sá sami, heheheh.
sjá: http://www.barnaland.is/messageboard/me … advtype=52
kv sigginn
30.01.2006 at 22:52 #540296Ég tekundir orð Skúla um að að virkar best að sniðganga þá sem ekki eru færir um að virða eðlileg samskipti herna á vefnum og eru með smekklaus og leiðindinleg innlegg þeir eiga eitthvað bágt og þurfa bara að leita sér hjálpar.En jafn ósmekklegt finnst mér síðasta innleg þar sem vegið er að konum þessara manna þær hafa ekki verið með nein leiðindi hér á vefnum og eiga alla virðingu skilið og vil ég biðja menn um að virða það og láta fjölskyldur þeirra sem skrifa hérna í friði,því við erum ekki hoti betri en þessir menn ef við förum að skrifa niðrandi um ættinga þeirra sem okkur er í nöp við og ég segi fyrir mig að ég myndi ekki taka því með þögn ef ráðist yrði að minni konu og ættla ég öllum þann rétt að verja sína.
En engu að síður hafa moggi og verkfr verið með ótrúlega niðurrifsstarfsemi og vildi ég óska þess að það væri hægt að koma vitinu fyrir þá,en það verður að vera eitthvað vit til staðar hjá þeim sem virðist ekki vera og þeim er gjörsamlega sama þó að menn biðji þá að hætta og verðaþeir þá bara að bulla og við hinir að láta sem við sjáum það ekki
Kv Klakinn
30.01.2006 at 23:10 #540298
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
jafn vel Mogginn og Verkfræðingurinn sjá brosið í kringum þetta, ef þú klikkar á þráðinn þá sérðu að það eru fleirri spjallvefir að kljást við svona "vandamál" eins og sumir kalla skrif þeirra félaga. Svo er nú ekki verið að vega að einum né neinum nema þú takir til þín þetta tiltekna dæmi.
Klaki slappaðu bara af og taktu B vítamín það ku róa taugarnar.
kv Siggi.
P.s. ég vill þá afsaka þessi komment á þeirra spúsur.
30.01.2006 at 23:14 #540300Skal ég segja konan mín Laugi.
Ps,Ekki láta hana vita að ég skrifaði þetta hér.
Kv JÞJ
Sem verður handalaus þegar hún kemst að þessu.
Annars er þetta orðið verulega þreytandi,að það skuli vera liðið að sumir aðilar komist upp með állt þetta REX OG PEX er til skammar.
30.01.2006 at 23:16 #540302
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Að sega ekki frá, ekki einu sinni minni konu!
kv Siggi
31.01.2006 at 00:17 #540304Mér er sama þó aðaðrir þræðir séu að kljást við vandamál líkum þessum. Ég stend við það sem ég segi og sé engann húmor í þessu (gjörsneiddur öllum húmor eins og allir vita)en það er önnur lausn í þessu vefmáli og það er að setja upp lokaðann vef og er ég ekki að mæla með því en það er lausn engu að síður.
Klakinn
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.