This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Agnar Benónýsson 12 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Góðan dag, Björgvin R. Leifsson heiti ég og gekk í 4×4 í febrúar sl. Ég ferðaðist talsvert á fjöllum á árum áður þegar ég var bæði ungur og fallegur en hef lítið til fjalla farið sl. 20 ár eða svo. Á þeim árum átti ég stundum breytta bíla en á núna Grand Vitara 2012, upphækkaðan fyrir 30″ dekk og reikna ekki með að breyta honum mikið meira en það.
Ég hef farið ýmsar leiðir, svo sem Kaldadal, Kjöl, Sprengisand (þ.m.t. Eyjafjarðar- og Skagafjarðarleið), allar Fjallabaksleiðirnar, Þórsmörk, Laka, Gæsavatnaleið (áður en hún var brúuð), Herðubreiðarlindir, Öskju, Kverkfjöll, Hólmatungur og Flateyjardal svo eitthvað sé nefnt. Ég hef engan sérstakan áhuga á vetrarferðum en hef hugsað mér að bæta við Arnarvatnsheiði og leiðum þar, hálendinu austan Kreppu og Loðmundarfirði. Þá á ég eftir leiðirnar sunnan Hofsjökuls, Núpsstaðaskóg og Lónsöræfi. Ég ætla nú ekki á nánast óbreyttum GV út í Núpsvötn og Skyndidalsá en mér skilst að einhverjar af leiðunum sunnan Hofsjökuls að Setrinu séu þokkalega færar lítt breyttum jeppum, er það rétt?
You must be logged in to reply to this topic.