Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Gaz áhugamenn!
This topic contains 44 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurbjörn Gunnarsson 17 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
18.04.2007 at 15:06 #200150
Hvernig væri að stofna svona óformlegan Gaz klúbb?
Svona þar sem við getum miðlað reynslu okkar og lært af öðrum, og auðvitað sýnt sig og skoðað aðra. Jafnvel farið í Gaz ferðir og þessháttar.
Auðvitað bæði breyttir og óbreyttir Gaz bílar. Gamlir sem nýjir.
Gaz 69, Gaz 67, UAZ og hvað þeir heita allir.
Hvernig lýst ykkur á það?
(Langaði aðallega að sjá hversu margir myndu svara þessum fagurlega áður skrifaða pósti og sjá svona hversu margir Gaz eigendur væru eftir á þessu landi,með fullri virðingu fyrir textanum sem ég setti ekki inní gæsalappir,býst nú ekki við því að fá eins mörg svör og hjá Þengli)
Kv.
Alexander -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.04.2007 at 15:15 #588692
Bíddu heitir þetta ekki ritstuldur?? 😉
Vonandi færðu sem flesta.
Kv.
Þengill
18.04.2007 at 17:30 #588694Sagan segir frá bónda sem þótti frekar rauður af nágrönnum sínum. Dag einn tók hann rútuna í bæinn og kom dagin eftir heim í sveitina, stoltur og ánægður á þessum fína GAZ-69 sem hann hafði keypt hjá B&L. Um kvöldið lét hann fjölskylduna setjast saman í stofunni og kom inn með varadekkið úr vagninum og lagði það á stofuborðið. Síðan losaði hann loftventilinn úr dekkinu til að fjölskyldan gæti andað að sér hreinu og tæru rússneska byltingarloftinu sem leið út úr varadekkinu.
Annars er UAZ ennþá að framleiða jeppa sjá [url=http://www.uaz.ru/eng/:2jlnlfj3][b:2jlnlfj3]hér[/b:2jlnlfj3][/url:2jlnlfj3].
18.04.2007 at 20:43 #588696Það væri ekki leiðinlegt að geta tekið þátt í þessum félagsskap en til þess vantar mig viðeigandi sjálfrennireið. Þó minn eðalvagn komi frá breska heimsveldinu en ekki alþýðulýðveldinu sem var í austri, þá verður að játast að þessir bílar voru náttúrulega toppurinn og það verður eiginlega jafnframt að játast að hér á árum áður voru þeir að þjóna þeim róttæku bændum sem óku þessum eðalvögnum jafnvel betur en Landroverinn. Það var auðvitað áður en Roverinn fór að koma með fjaðrandi fjöðrunarkerfi.
Hvað er annars mikið af þessum gömlu rússum ennþá á götunni? Alexander, þú hefur verið að gera einn upp, er hann kominn í umferð? Liggja ekki viða rússar sem þarf að bjarga frá glatkistunni?
Kv – Skúli
18.04.2007 at 20:55 #588698Hann hefur nú eiginlega ekkert breyst þessi nýji UAZ Hunter. Frekar hrár greyjið en þó er hann á hásingu að framan.
http://www.uaz.ru/eng/models/nm/315195/gallery/">[b:ebcv19z3]UAZ Hunter[/b:ebcv19z3]http://www.uaz.ru/eng/models/nm/315195/gallery/
18.04.2007 at 22:17 #588700Þar kom það ..nú lýst mér vel umræðuna,,ég átti hérna fyrir mörgum árum UAZ 469 ´árg 79,en misti hann í bruna,,hann var nú reyndar kominn með hjarta og lappir frá USA,,við eigum lika einn gas 69 árg,,1958 sem biður enn eftir að röðinn verði kominn að honum til uppgerðar,lika einn UAZ 469 árg ´74, og er að biða eftir einum UAZ 469 sem er vist þokkalega góður bíll ,,en biðin er búinn að vera löng ca,,5 ár,,svo á bróðir gas 69 árg ´72,,:)
18.04.2007 at 23:21 #588702Það er nú planað að hann komist á götuna fyrir 17.júní, enn annars er ég að bíða eftir að komast út til Finnlands þar sem að bíður mín blæja á hann,það var ekki í stöðunni að láta sauma hana hér heima útaf yfirgengilegum kostnaði þannig að þessi kostur er fýsilegri og sæki ég hana 20.maí þar.
Hvernig er það eiga menn ekki myndir af Rússunum sínum, væri gaman ef menn settu inn myndir af þessum náttúrulegu fallegu glæsivögnum….gamlar og nýjarÍ hvaða ástandi er rússinn sem þú átt Tryggvi ? og hvað með bróðir þinn er rússinn hans í góðu standi ?
Hvernig er það með disel vélar sem hafa ekki farið í gang í segjum 2ár, er í stakasta lagi að byrja snúa þeim í gang eða ætti maður að gera eitthverjar ráðstafanir (annað enn að skipta út olíunni) ?
KV.Alexander
19.04.2007 at 00:40 #588704Ég hlýt að vera gjaldgengur nýbúin að setja inn myndir af mínum ofur GAS. Þetta voru nú bara frábærir bílar og mikið naut maður þess að aka þessu, manni fannst maður bara vera flottastur.!!!
kv:Kalli rússi
19.04.2007 at 13:56 #588706Man ekki eftir að hafa átt þennan "alvöru" rússa, GAZ 69 eða GAZ 69A, en ég átti einn frambyggðan UAZ
Það varð ekki af Rússajeppunum skafið, að fjaðrabúnaðurinn í þeim virkaði sérlega skemmtilega af flatjárnum að vera. Allur mekanismi í þeim var líka frekar einfaldur og maður gert við ansi margt sjálfur.
Frambyggði rússinn minn var með tveimur tönkum (voru þeir það ekki allir annars?) og ég komst upp á lag með að hafa steinolíu á stærri tanknum og keyrði hann á henni allar lengri leiðir, en skipti yfir á bensínið rétt áður en maður stoppaði svo hann færi nú í gang aftur, blessaður. Í þá daga var steinolían ódýr og enginn skattur á henni. Þar var sumsé enn ódýrara að keyra á henni en diesel, því maður slapp við þungaskattinn!
Nú, betri helmingurinn var að minna mig á að tveir Lada Niva hefðu einhverntíma verið hvor á eftir öðrum á heimilinu. Þeir voru merkilega góðir bílar, þótt lága drifið hafi verið full hátt í þeim.
20.04.2007 at 00:19 #588708já myndir ,,það væri sniðugt,,ég er ekki með neinar í tölvunni,,þarf að skanna þær inn,en geri það og set inn og fleiri upplýsingar,,endilega setjið inn myndir af rússajeppunum,,bara flottir og sniðugir bílar:)
20.04.2007 at 23:51 #588710Sælir. Ég átti Rússajeppa í kringum 9 ár. Fyrst gamlan bíl með hönkslitinni og máttlausri dísilvél frá Bens. Síðan fékk ég 8 ára Gaz 69 með Egilshúsi og dísilvél BNC með stimpilolíuverki .Þetta var vél eins og í Gypsy nema olíuverkið og gangþýðari. Var nýbúið að gera upp olíuverkið þegar það óhapp skeði að olíusían brotnaði af í vondri holu og vélin bræddi úr sér. Ég á ennþá olíuverkið vel geymt ef einhvern skyldi vanta svoleiðis.Fjöðrunarkerfið í Rússunum var gott fyrir vegakerfið okkar og þó að þeir væru ekki hraðskreiðir þá seigluðust þeir áfram og voru góðir í snjó þar sem fjaðrirnar voru ofaná hásingunum. Ég fékk líka reynslu af frambyggðu Rússunum þar sem ég var í skólakeyrslu á þeim í 5 ár. Guðmundi Jónassyni fjallabílstjóra leist vel á fjaðrakerfið á þeim þar sem allar fjaðrirnar eru eins og því einfalt vegna viðhalds. Síðan átti ég Lödu Sport í mörg ár og það eru hreint ótrúlegir bílar, mjúkir og duglegir í misjafnri færð. Ómar Ragnarsson líkti þeim einu sinni við góðan kvenskó, stórir að innan en litlir að sjá að utan. Ég setti Löduna á radíaldekk .i ófærðinni 1990 og það var mikil breyting til bóta og ótrúlegt hvað hægt var að komast með því að hleypa úr. Setti inn nokkrar myndir af Rússum en átti fáar í tölvunni. Kveðja Olgeir.
21.04.2007 at 00:00 #588712Ég var einu sinni svo gríðar heppinn að eiga einn UAZ 469 þó reyndar væri komin í hann AMC vél alveg snildar græja,svo að ég vill fá að vera með ef það verður svona Rússa hópur,
Víðir LGambri4x4
21.04.2007 at 08:54 #588714Sælir ég er klár í svona félagsskap, ég á einn Gaz 69 og svo á Volgu 4×4 sennilega þá einu á landinu sem er með allt rússneskt undir sér, svo er eitthvað til af öðru rússa gullmolum í sveitinni.
Hérna er mynd af Volgunni
http://www.pbase.com/gambri4x4/image/45708336
21.04.2007 at 18:57 #588716Set hér inn þá sem komnir eru,þið látið mig veta ef það séu eitthverjir fleiri,sýnist að okkur vanti nokkra uppá að ná í Kana-hópinn:
Alexander Ólafs-GAZ 69,árg’67
Tryggvi Pálsson – GAZ 69,árg ’58, UAZ 469 árg ´74
Bróðir ofannefnds-GAZ 69,árg ’72
Karl Kafteinn-GAZ 69,árg’?? (gjaldgengur sem fyrrverandi eigandi og fyrir ást sína á því eina sem sem blívur)
Guðbrandur Þorkell Guðbrands. UAZ 452,árg ‘?? (fyrrverandi)
Olgeir Engilbertsson GAZ 69,árg ‘?? (fyrrverandi)
Víðir Lundi UAZ 469,árg’?? (fyrrverandi)
Baldur Pálsson GAZ 69,árg’?? og Volga árg ‘??Svo endilega athugið
http://www.blog.central.is/russajepparþar er einnig að finna modelpappírsrússa undir ýmsir rússar svona fyrir þá sem að ekki eiga.
Kv.Alexander
21.04.2007 at 20:12 #588718Ég hefði viljað að þeir sem hafa séð kosti Lödunnar fái að vera með í þessum klúbb því þar var náttúrulega bara tækniundur á ferð á sínum tima og var bara frábær bíll í flesta staði hvað segið þið um það kæru "félagar".???
kv:Kalli áttieinneðatvoeðaþrjá
21.04.2007 at 22:13 #588720Þessi hópur færi nú ört stækkandi ef núverandi og fyrrverandi eigendur Lada Niva fengju að vera með.
Kv.
ÁsgeirSem hefur líka átt einn eða fjóra Niva
22.04.2007 at 00:21 #588722Ef við Lödu gaurarnir fengjum að vera með,því þótt ég hafi eki mikið á Rússa þá átti ég aldrei slíkt faratæki,en Lödu hef ég átt og hún kom mér stöðugt á óvart hvað getu snerti og að öðrum jeppum ólöstuðum,þá er Ladan á meðal þeirra jeppa sem bestir eru óbreyttir,hvað getu snertir þrátt fyrir að vera með ýmsa galla sem voru standard fyrir austan teppis bíla.
Klakinn.
22.04.2007 at 21:51 #588724Fyrsti jeppinn minn var Gaz69, árgerð 69.
Ég og Guðni bróðir keyptum hann saman sumarið 1977, þegar ég var 17 ára og hann 16.
Þá var hann óbreyttur með blæju.
Áttum hann í ca 3 ár og þegar við seldum, var hann kominn með V6 Buick með heimasmíðuðum flækjum, Willis Overland hásingar, Bronco gírkassa og Dana 18 millikassa. Dekkin voru Lapplanderdekk sem þótti gott á þessum tíma.
Í upphafi var hann blár en endaði brúnn með svörtum fálka á hurðunum.
Á þessum jeppa tókum við fyrstu skrefin í breytingum, bilunum og lentum í ótal ævintýrum.
Þetta dugar okkur vonandi til að komast í Gaz klúbbinn.
Snorri
R16
23.04.2007 at 00:14 #588726Man eftir að hafa séð þennan eðalvagn ykkar bræðra Snorri, hvað varð um gripinn?
Ég sé að það eru margir ‘fyrrverandi’ á listanum Leiðir hugann að því að það væri hægt að lengja limalistann langt yfir þann fjölda sem er í Jeep-deildinni með því að bjóða upp á eins konar ‘wannaby’ aðild, fyrir okkur sem höfum aldrei stigið þetta stóra skref að eignast alvöru rússa en lengi látið okkur dreyma.Það eina sem fengi mig hins vegar til að gerast aðili að Jeep-klúbbnum er ef ég kæmi höndum yfir eintak af Overland. Þessi heigð mín til þessara bíla hefur sjálfsagt eitthvað latneskt sjúkdómsheiti og hefur þær afleiðingar að af nýrri bílum er það bara Defender sem kemur til greina. Overlandarnir voru nokkrir glæsilegir til hér í eina tíð. Í seinni tíð er það eiginlega bara rauði pickuppinn á Suðurnesjum og svo allavega einn til í Fornbilaklúbbnum, ef mér skjátlast ekki.
Kv – Skúli
25.04.2007 at 00:50 #588728Rússan seldum við á Hvolsvöll árið 1979, síðan hefur lítið til hans spurst.
Nokkrar myndir eru komnar á myndasvæðið mitt.
Snorri
R16
23.08.2007 at 08:08 #588730Jæja best að hreyfa aðeins við þessum þræði.
Ég varð í gær stolltur eigandi af UAZ 452 1985 módel innréttuðum sem húsbíl, set inn myndir fljótlega. Veit nú samt ekki hversu mikið ég tími að sprengja í skafla á honum
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.