This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Örn Gunnþórsson 17 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Hér er listi yfir það sem ekki má koma fyrir þegar maður ætlar á fjöll.
þegar menn vakna of seint og eiga eftir að taka allt til í ferðina og láta aðra bíða eftir sér þá………..
1.Tékka alla vökva en þar sem þú gleymdir að kaupa þá, þá tekurðu alla gömlu vökvana með sem að vísu er algjörlega gagnslausir…
2. kaupa nokkrar auka hosur en þú keyptir þær í rangri stærð
3. Ath. dekkið og ganga úr skugga um það að dekkið leki ekki en það er orðið illa lekið af töppum sem að þú hefur gengið illa frá svo að sjálfsögðu lekur pínulítið.
4. Taka með sér aukahjöruliði sem voru teknir úr bílnum fyrir all löngu þó þeir séu orðnir slitnir þá má alltaf reyna að nota þá.
5. Gera ferðaáætlun svona í stórum dráttum, skrifaðu á blað að sjálfsögðu og skildu það eftir handa konunni. Settu það á gamla blaðabunkann sem er á eldhúsborðinu sem venjulega fer alltaf strax í ruslið þegar konan vaknar.
6.Líta til veðurs og segja já það mun verða gott veður og taka þar með fatnað í samræmi við það … sem að sjálfsögðu er ekki viturlegt.
7. Finna gamla plastpokann sem átti að vera með klósettpappír og öðrum snyrtivörum í…
8. Senda fararstjóranum sms og segjast vera svolítið seinn fyrir og segjast ná þeim við Gullfoss og Geysi, að vísu gleymdirðu að hlaða símann…
9.Taka með sér nýja GPS tækið, að vísu varstu ekki búinn að læra á það en þú tókst allavegana með þér bæklinginn sem reyndist vera á því tungumáli sem þú getur ekki lesið…
10. Hafa að sjálfsögðu talstöðina í bílnum, að vísu hrjáir hana smá sambandsleysi en það má reyna að laga það þegar á áfangastað er komið.
11. Taka með sér nóg af vökva, að vísu var megnið af vökvanum bara bjór og brennivín til þess að samgleðjast með félögunum.. og svo eitthvað smá matarkyns.
12. Að sjálfsögðu fyllir maður bílinn af eldsneyti og tekur með sér auka brúsa og fyllir hann en þegar þú ert að fara að nota olíuna þá áttarðu þig á þvi að þú ert á bensínbíl!
13. Taka með sér startkaplana þó þeir séu orðnir svolítið þreyttir þá má alltaf treysta á að ferðafélagarnir séu með betri kapla.
14. Splæsa gamla dráttatogið saman á nokkrum stöðum svo það sé gagnlegt, að vísu hefur það styst svolítið við þetta.
15. Taka með sér verkfærasettið, kemur svo í ljós að það vantaði skrallið..
16. Taka með sér tappasett en gleymdir líminu.
17. Taka með sér sjúkrakassann þó hann sé svolítið bágborinn þar sem þú gleymdir að endurnýja’nn eftir síðustu ferð.
18. Taka með sér vasaljós og gömlu batteríin sem þú varst búinn að safna í poka.. sem reyndust vera gagnslaus í síðustu fer.
19. Gleymdir tjakkinum heima en hann kemur svo sem að litlum notum þar sem það springur aldrei hjá þér.
20. þegar þú ætlar að fara að nota símann þá er að sjálfsögðu rafhlaðan tóm þar sem þú gleymdir að hlaða’nn og gleymdir hleðslutækinu heima, þegar uppá Gullfoss og Geysi er komið þá spyrð þú starfsstúlku um jeppamenn þá réttir hún þér miða sem á stendur frá fararstjóra.. þar sem við náðum ekki til Þín í síma Þá hringdum við í Gullfoss og Geysi, þar sem við vissum að þú myndir stoppa þar og taka með nesti, að ferðinni hefur verið frestað og mun verða næstu helgi!…….. eiga Þeir það skilið að vera skildir eftir!
kv,,,MHN
You must be logged in to reply to this topic.