This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Hallur Norðdahl 18 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Farastjórar þurfa huga að ímsu eins og hér kemur fram og vera liðtægir við ímislegt og leisa margan vandan svo sem hér er talið upp. ( Að lifa lífinu brosandi það er of stutt hjá okkur )
Ferðatilhögun
1 gr
Fararstjóri hringir í alla sem eru að fara með í ferð það tímanlega til að geta farið í sturtu og mæta á tilsettum tíma miðað við brottför.2 gr
Í ferðum skal Fararstjóri tala í talstöðina og reyta af sér brandara og annan fróðleik, ráð til að drepa tímann.3 gr
Ferðafélagar skulu sjálfir ákveða hvort þeir vilji hafa kveikt á talstöðinni og hlusta á þetta raus.4 gr
Áður en ferðin hefst skal bera fram öl,kaffi eða
mjólk svo snittur með úrvalsáleggi og nesta við komandi bíl.5 gr
þeir ferðafélagar sem hafa lagt það á sig fara með skal Fararstjóri sjá til þess að menn fái frí frá vinnu.6 gr
Fararstjóri sér til þess að menn hafi getað keypt ný dekk á góðum kjörum og bíllin sé ekki öðrum til skammar.7 gr
Að Fararstjóri sjái um að bólstjórar séu óaðfinnanlega klæddir, ekki í slitnum skóm og sokkum og rifinni peysu frá 4×4 og skal annars skaffa nýja klæðskera-saumaða peysu.8 gr
Farastjóri skal sjá um að í stopp pásum sé borið fram smurbrauð með laxi , eggi , kaviar ,hangikjöti , roastbeef , rækjum, skinku og ostar allskonar, með þessu drukkið öl og önnur létt vín.9 gr
Fararstjóri skal sjá til þess að kona sé í hverjum bíl sé eiginkona ekki með í för til að hvetja hann í erfiðustu sköflunum og öðrum skakkaföllum sem hægt er að lenda í. Skal 4×4 bera kostnað af þeim hugsanlegu afleiðingum sem þar geta orðið.10 gr
Fararstjóri skal sjá um að kvöldverður verði sem hér segir; grilluð læri, steiktar endur, kaldur kalkúnn með tilheyrandi meðlæti og skal vera borið fram léttvín ásamt öli og koníaki fyrir þá sem það vilja. Á kvöldvökunni skal fararstjóri sjá um skemmtiatriði ásamt öðrum og sjá til þess að þeir menn sem syngja hafi farið í nokkra söngtíma…
í lok kvöldvöku skal sunginn þjóðsöngur og skulu allir syngja með hárri raust.11 gr
Ferðafélögum sem þreyttir eru orðnir skal vera boðið uppá nudd og hjálpað uppí rúm, skal fararstjóri sjá til þess að menn komi úthvíldir og óþreyttir heim.12 gr
Ef menn keyra fram á nótt skal fararstjóri sjá til þess að þeim verði boðið uppá kalda steik, pylsur, lax og nýja ávexti svo og léttvín og öl, svo hægt verði að koma öllum í skála og skal skal hann einnig sjá til þess að vel verði gengið frá bílum þeirra.
#######
( Góða ferðahelgi sem er framundan og komum með bílana
heila til bakka )
kv,,,MHN
You must be logged in to reply to this topic.