This topic contains 8 replies, has 4 voices, and was last updated by Guðmundur Guðmundsson 11 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Metan
Lífmetani má safna og hreinsa með mjög litlum tilkostnaði en það er ein af
aukaafurðum frá urðun og rotnun á lífrænum úrgangi4. Notkun metans á bifreiðar
gerðar fyrir bensín krefst breytinga á vélbúnaði. Næstum allar bílvélar í dag eru gerðar fyrir fljótandi eldsneyti og því þarf að breyta eldsneytiskerfi og jafnvel
ræsibúnaði vélarinnar ef notast á við metan sem orkugjafa þar sem það er í
gasformi.
Á síðustu árum hefur verið mikil aukning á framleiðslu bíla sem geta bæði notað
bensín og metan. Þetta er mikið fagnaðarefni og flýtir fyrir metanvæðingu
hérlendis. Helstu kostir metans er umhverfisvænn bruni og lítill kostnaður við
framleiðslu eldsneytisins. Ókostirnir eru að metangas hefur lágt orkumagn og að
breytingar þarf að gera á núverandi vélum til að unnt sé að nýta það. Í bílum hér á
landi er metan geymt í þrýstitönkum á gasformi við 200 bara þrýsting. Til
samanburðar má nefna að própan við stofuhita þarf einungis 6,4 bara þrýsting til
að vera fljótandi. Helsti galli við metan er hversu plássfrekt það er við geymslu í
tönkum farartækja. Orkumagn metans við 200 bar er lítið, einungis 7,2 MJ/lítri
miðað við bensín sem hefur 34,8 MJ/lítri.
Ef við tökum dæmi um venjulegan fólksbíl með 50 lítra bensíntank sem á að
breyta í metanbíl og bíllinn ætti að hafa sömu orku í formi metans geymda í
þrýstitönkum við 200 bar þá þyrftu tankarnir að vera 237 lítrar að rúmmáli. Það er
nokkuð ljóst að erfitt gæti reynst af koma þeim fyrir í bílnum.
Hægt er að komast hjá þessu vandamáli að hluta með því að kæla metanið niður
fyrir -162°C. Við þennan mikla kulda verður metanið fljótandi og eðlismassi þess
fer þá upp í 0,5 kg/l og orkuþéttleikinn verður 25,3 MJ/lítri. Í fljótandi formi er
orkuþéttleikinn orðinn viðunandi og möguleikar metans sem orkugjafa aukast
mikið. Að kæla metan niður fyrir -162°C er hins vegar orkufrekt ferli sem veldur
hækkun á framleiðslukostnaði.
Það er því ljóst að metan er að mörgu leyti ákjósanlegur orkugjafi, ódýr í
framleiðslu og gefur hreinni bruna en bensín og útstreymi koltvíoxíðs er helmingi
minna en hjá bensíni. En við nýtingu metans er við sömu vandamál að etja og
þegar vetnisgas á í hlut, þ.e. hversu orkuþéttleiki á rúmmálseiningu er lítill.
Metangas er þó í hraðri þróun sem orkugjafi hér á höfuðborgarsvæðinu. Til að
tryggja orkuöryggi með lífmetan mætti treysta á innflutt jarðgas til vara.
You must be logged in to reply to this topic.