FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Gastegundir og orkuberar

by Guðmundur Guðmundsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Gastegundir og orkuberar

This topic contains 8 replies, has 4 voices, and was last updated by Profile photo of Guðmundur Guðmundsson Guðmundur Guðmundsson 11 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 30.10.2013 at 19:21 #226775
    Profile photo of Guðmundur Guðmundsson
    Guðmundur Guðmundsson
    Participant

    Metan
    Lífmetani má safna og hreinsa með mjög litlum tilkostnaði en það er ein af
    aukaafurðum frá urðun og rotnun á lífrænum úrgangi4. Notkun metans á bifreiðar
    gerðar fyrir bensín krefst breytinga á vélbúnaði. Næstum allar bílvélar í dag eru gerðar fyrir fljótandi eldsneyti og því þarf að breyta eldsneytiskerfi og jafnvel
    ræsibúnaði vélarinnar ef notast á við metan sem orkugjafa þar sem það er í
    gasformi.
    Á síðustu árum hefur verið mikil aukning á framleiðslu bíla sem geta bæði notað
    bensín og metan. Þetta er mikið fagnaðarefni og flýtir fyrir metanvæðingu
    hérlendis. Helstu kostir metans er umhverfisvænn bruni og lítill kostnaður við
    framleiðslu eldsneytisins. Ókostirnir eru að metangas hefur lágt orkumagn og að
    breytingar þarf að gera á núverandi vélum til að unnt sé að nýta það. Í bílum hér á
    landi er metan geymt í þrýstitönkum á gasformi við 200 bara þrýsting. Til
    samanburðar má nefna að própan við stofuhita þarf einungis 6,4 bara þrýsting til
    að vera fljótandi. Helsti galli við metan er hversu plássfrekt það er við geymslu í
    tönkum farartækja. Orkumagn metans við 200 bar er lítið, einungis 7,2 MJ/lítri
    miðað við bensín sem hefur 34,8 MJ/lítri.
    Ef við tökum dæmi um venjulegan fólksbíl með 50 lítra bensíntank sem á að
    breyta í metanbíl og bíllinn ætti að hafa sömu orku í formi metans geymda í
    þrýstitönkum við 200 bar þá þyrftu tankarnir að vera 237 lítrar að rúmmáli. Það er
    nokkuð ljóst að erfitt gæti reynst af koma þeim fyrir í bílnum.
    Hægt er að komast hjá þessu vandamáli að hluta með því að kæla metanið niður
    fyrir -162°C. Við þennan mikla kulda verður metanið fljótandi og eðlismassi þess
    fer þá upp í 0,5 kg/l og orkuþéttleikinn verður 25,3 MJ/lítri. Í fljótandi formi er
    orkuþéttleikinn orðinn viðunandi og möguleikar metans sem orkugjafa aukast
    mikið. Að kæla metan niður fyrir -162°C er hins vegar orkufrekt ferli sem veldur
    hækkun á framleiðslukostnaði.
    Það er því ljóst að metan er að mörgu leyti ákjósanlegur orkugjafi, ódýr í
    framleiðslu og gefur hreinni bruna en bensín og útstreymi koltvíoxíðs er helmingi
    minna en hjá bensíni. En við nýtingu metans er við sömu vandamál að etja og
    þegar vetnisgas á í hlut, þ.e. hversu orkuþéttleiki á rúmmálseiningu er lítill.
    Metangas er þó í hraðri þróun sem orkugjafi hér á höfuðborgarsvæðinu. Til að
    tryggja orkuöryggi með lífmetan mætti treysta á innflutt jarðgas til vara.

  • Creator
    Topic
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)
  • Author
    Replies
  • 30.10.2013 at 19:45 #379489
    Profile photo of Bjarni Gunnarsson
    Bjarni Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 78
    • Svör: 1462

    Hmm, ca. 35 MJ í lítra af bensíni, Nissan Leaf er með 300kg af rafhlöðum sem geyma 86 MJ. Semsagt 300kg rafhlaða geymir svipaða orku og er í rúmum tveimur lítrum af bensíni…

    Ég held að við getum allavega gleymt því að rafmagnsvæða jeppaflotann nema rafhlöður taki stökkbreytingum.

    Bjarni G. (að hugsa upphátt)





    30.10.2013 at 20:40 #379490
    Profile photo of Guðmundur Guðmundsson
    Guðmundur Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 1091

    Dimethyleter
    Efna-Dimethyleter (DME) er lífrænt efnasamband (CH3OCH3) sem er einn af
    nýjustu orkuberunum sem skoðaðir hafa verið fyrir farartæki en rannsóknir á
    DME hófust fyrir alvöru árið 1995.
    Efna-DME er myndað úr vetni (H2) og koltvíoxíði (CO2). Vetnið er hugsað að
    framleiða hérlendis með rafgreiningu vatns og koltvíoxíðið sem finna má í
    umhverfinu eða þar sem útblástur hans verður til.
    DME er glært gas sem nota má á dísilvélar með breytingum á eldsneytiskerfi
    þeirra. Efnið er í gasformi við stofuhita en verður fljótandi við -23°C eða við þrýsting yfir 5,1 bar. Í fljótandi formi er orkumagnið 28,9 MJ/kg sem er 37%
    meira en fyrir metanól en 46% minna en bensíns. Eðlismassi DME í fljótandi
    formi er 0,668 kg/l og orkumagn á rúmmálseiningu er 19,2 MJ/lítra. Betri bruni
    DME vegur þó örlítið upp á móti þessu því að í gasformi er orkuþéttleiki DME
    59,4 MJ/m3 sem er 65% meira en fyrir metangas1. Þessi eiginleiki gerir DME á
    margan hátt að hentugra eldsneyti en til dæmis metan og vetni.
    Auðveldlega er hægt að nota DME á dísilvélar með breytingum á
    eldsneytiskerfinu. Stutt og einföld kolefniskeðja DME leiðir til minni útblásturs
    CO við bruna og nýtni vélarinnar eykst, sérstaklega við lægri snúning hennar.
    Einnig er útblástur án sótagna og reyks. Ólíkt metanóli veldur DME ekki tæringu
    málma og er alveg skaðlaust mannslíkamanum, t.d. er það notað í úðabrúsa og í
    sum astmalyf sem flutningsefni.
    DME má bæði eima beint úr efnasmíðuðu BtL-„hráolíu“ líkt og metanól, eða
    vinna það úr metanóli beint. Með gösun á lífmassa er hægt að framleiða DME
    með einu þrepi eða tveimur ef metanól er notað sem milliskref2.
    Helsta vandamálið við DME sem eldsneyti á dísilvélar er að DME hefur mjög
    lélega smureiginleika. Þar sem allir hlutar eldsneytiskerfis dísilvéla fá smurningu
    beint frá eldsneytinu veldur þetta vandamálum. Tvær mögulegar lausnir hafa
    verið reyndar til að taka á þessu vandamáli. Annars vegar hefur verið reynt að
    hanna olíuverk og spíssa með nýtt eldsneyti í huga og hins vegar að bæta
    smureiginleika DME með íblöndun smurefna. Þar kæmi lífdísill hugsanlega til
    greina vegna góðra smureiginleika. DME má einnig nota sem íblöndun í jarðdísil
    enda er það sambærilegt etanóli að orkumagni (MJ/kg).
    Ef skipta ætti úr dísil yfir í DME þarf 93 lítra af fljótandi DME með sama
    orkumagn og 50 lítrar af dísil. DME gæti hentað vel á t.d. flutningabíla og skip en
    þar er aukin eldsneytisgeymsla ekki stórt vandamál.
    Kínverjar og Japanir hafa stundað miklar rannsóknir á DME síðan 1996 enda hafa
    Kínverjar yfir að ráða miklu af kolum sem hægt er að nota til framleiðslu á DME3.
    En eigi DME á að flokkast sem endurnýjanlegur orkugjafi verður að framleiða
    hann úr lífmassa eins og til dæmis BtL-ferlið.





    30.10.2013 at 20:47 #379491
    Profile photo of Guðmundur Guðmundsson
    Guðmundur Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 1091

    Vetni
    Trúlega er vetni mest rannsakað af þeim orkuberum sem við þekkjum og er það
    ekki að ástæðulausu. Við bruna vetnis er útblásturinn næstum eingöngu vatnsgufa
    og örlítið magn af NOx myndast. Vetni er mjög algengt í hinum ýmsu efnasamböndum og stórar vetnisbirgðar eru
    geymdar í formi vatns og sjávar á jörðinni. Vetni og kolefni eru aðalorkugjafar
    allra þeirra tegunda eldsneytis sem talin eru upp hér. Við rafgreiningu á vatni
    myndast vetni og súrefni. Við bruna á vetni bindast vetni og súrefni aftur og úr
    verður vatn eða hreinn bruni. Vetni brennur mun hraðar en önnur eldsneyti og er
    bruninn því sem næst sprenging1.
    Ef vetni væri notað á bensínvél yrði að gera breytingar á kveikjutíma vélarinnar
    því að brunahraði vetnis er margfaldur brunahraði bensíns. Í stað þess að nota
    vetni á sprengihreyfil má nota það á efnarafal. Efnarafalar sameina vetni og
    súrefni með því að snúa rafgreiningu vatns til baka og endurheimta þannig hluta
    þeirrar raforku sem sett var í rafgreininguna. Þetta er spennandi tækni því að
    þannig má nýta raforku á bíla með vetni sem orkubera. Efnarafall, sem er knúinn
    af vetni, gefur ekki frá sér útblástur heldur næstum eingöngu hreina vatnsgufu.
    Raforkan sem efnarafallinn framleiðir er notuð til að knýja rafmótor eins og um
    væri að ræða rafmagnsbíl. Þessi tækni er ráðandi í vetnisrafbílum í dag.
    Vetni hefur marga góða kosti sem eldsneyti á farartæki en einnig ókosti. Lágt
    orkumagn á rúmmálseiningu er helsti ókostur vetnisgas. Þrátt fyrir að vetni hafi
    120 MJ/kg orkumagn, sem er hátt, er eðlismassi vetnisgas svo lágur að orkan á
    rúmmálseiningu er mjög lítil.
    Í vetnisbílum er vetnið geymt í koltrefjaþrýstitönkum sem geyma það við 350 bar
    þrýsting. Við þennan mikla þrýsting er orkuþéttleikinn einungis 3,5 MJ/lítri. Hægt
    er að hækka orkuþéttleikann með meiri þrýstingi en mestur verður hann þegar
    vetni verður fljótandi 9,3 MJ/lítra.
    Til þess að gera vetni fljótandi þarf að kæla það niður fyrir -253°C. Þessi kæling
    útheimtir mikla orku eða 12,5 – 15 kWh/kg. Þrátt fyrir vel einangraðan tank er
    erfitt að halda vetninu svona köldu og í geymi farartækis því að vetni getur valdið
    málmbroti og því lekið úr geyminum.





    30.10.2013 at 21:12 #379492
    Profile photo of Guðmundur Guðmundsson
    Guðmundur Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 1091

    Nánari upplýsingar og heimildaskrá:

    http://www.sigling.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=5350

    kv. gundur





    31.10.2013 at 08:40 #379493
    Profile photo of Jón G. Guðmundsson
    Jón G. Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 70
    • Svör: 705

    @Ýktur wrote:

    Hmm, ca. 35 MJ í lítra af bensíni, Nissan Leaf er með 300kg af rafhlöðum sem geyma 86 MJ. Semsagt 300kg rafhlaða geymir svipaða orku og er í rúmum tveimur lítrum af bensíni…

    Ég held að við getum allavega gleymt því að rafmagnsvæða jeppaflotann nema rafhlöður taki stökkbreytingum.

    Bjarni G. (að hugsa upphátt)

    Þarna þarf að taka tillit til þess að rafmótorar eru að nýta meira en 90% af ofkunni, en bensínmótorar bara um 40% (minnir mig) Að auki eru rafmótorar hlutfallslega miklu léttari en bensínmótorar sem einnig vegur upp á móti.





    31.10.2013 at 10:14 #379494
    Profile photo of Bjarni Gunnarsson
    Bjarni Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 78
    • Svör: 1462

    @jong wrote:

    Þarna þarf að taka tillit til þess að rafmótorar eru að nýta meira en 90% af ofkunni, en bensínmótorar bara um 40% (minnir mig) Að auki eru rafmótorar hlutfallslega miklu léttari en bensínmótorar sem einnig vegur upp á móti.

    Þannig að 300kg af rafhlöðum jafngilda 5 lítra tank…

    Eina vitið er að smíða „hybrid“ trukk, þ.e.a.s. rafmótor á hvert hjól og „litla“ lífdíselrafstöð í húddið. Fínt að hafa líka rafhlöðu sem myndi duga í kannski eina góða brekku :)

    Bjarni G.





    01.11.2013 at 21:06 #379495
    Profile photo of Kristján Finnur Sæmundsso
    Kristján Finnur Sæmundsso
    Participant
    • Umræður: 32
    • Svör: 131

    Sælir

    Gaman að segja frá því að þessi texti er allur tekinn orðréttur upp úr lokaverkefninu mínu í Vél og orkutæknifræði. Jón Bernódusson, fer þarna ansi frjálslega með reglur um höfundarétt og eignar sér skrif annarra.

    En varðanda orkugjafana þá henta rafhlöður í dag ekki fyrir neitt nema innanbæjarsnatt. Ég held að menn geri sér almennt ekki grein fyrir þeirri gífurlegu orku sem við erum að nota í 300 lítra jeppatúr. Það versta við núverandi vélar er samt að 60-75% af þessum lítrum sem renna í gegn fara bara í að hita upp umhverfið.

    kv
    Kristján Finnur Sæmundsson





    01.11.2013 at 21:27 #379496
    Profile photo of Guðmundur Guðmundsson
    Guðmundur Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 1091

    Sæll Kristján.

    Ekki ætla ég að verja Jón Bernódusson, en hann vitnar 9 sinnum í skýrsluna þína.

    1 Kristján Finnur Sæmundsson; 2009: „Framleiðsla á lífdísil á Íslandi“. Lokaritgerð í vél – og
    orkutæknifræði við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, 2009.

    Þú hefur gert mikilvægt og áhugavert lokaverkefni. Takk fyrir það.

    kv. Guðmundur Guðmundsson





  • Author
    Replies
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.