Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Gasinnsprautun í díselvélar
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Ágúst Úlfar Sigurðsson 18 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.06.2006 at 22:49 #198139
Hér hafa áður komið fram þræðir um það hvernig megi hressa upp á díselvélar með því að blanda gasi í loftið sem vélin tekur inn á sig. Mér leikur hugur á að vita hvort einhverjir hafa reynt þetta og hvort það hefur skilað merkjanlegri aflaukningu.
Eins hefur hvarflað að mér að prófa þetta sjálfur. Ég á t.d. slátur af gömlu gasgrilli með fittings, þrýstijafnara og stillikrönum, Þá vantar ekkert nema slöngu fram í lofthreinsara, bísa svo gaskútnum af grillinu og burra af stað. Kannske of einfalt svona til að virki ?
Hvað segið þið um þetta ? Reynslusögur og álitsgerðir díselfræðinga óskast. Hefur einhver t.d. hugmynd um það hversu mikið gasflæði þarf til að skili merkjanlegri aflaukningu? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.06.2006 at 03:44 #555148
er nú ekki viss um að þetta fari mjög vel með vélina en alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt og ertu viss um að notast hafi verið við venjulegt gas
24.06.2006 at 11:50 #555150Grillkúturinn virkar fínt, þetta er sama gas og þú myndir nota á alvöru fína og flotta própaninnspýtingu eins og Bullydog. Þú færð allt í þetta í Landvélum fyrir ca. 6000 kall, Þá er bara eftir að kaupa slöngu og setja kútinn á.
24.06.2006 at 23:15 #555152ég veit nú ekki betur en að gasið geri bara gott með því fæst hreinni bruni og töluverð aflaukning veit um hilux ´86 sem gas var sett inná og virkaði mjög vel
kv Heiðar U-119
25.06.2006 at 14:10 #555154Er búin að fóðra Trooperinn á Propan með bullidog gas innsprautun í 5 ár, og þetta bara virkar, þarf samt að gæta hófs í magninu á gasinu, því kúpplingin er ekki að höndla allt þetta tork sem kemur inn á 2000 rpm.
Það er einfalt að útbúa svona kitt sjálfur með stillanlegum gas þrýstistilli, segulloka og búst nema.Gas kveðjur GGE
26.06.2006 at 22:44 #555156Ég hef svolítið hugsað um þetta sjálfur og það eru nokkrir hlutir sem gæti þurft að passa.
-Þarf ekki (líkt og með nítrói á bensínvélar) að vera með einhvern ventil sem lokar á gasið ef vélina vantar dieselolíu, grunar að allt fari í háaloft ef vélin fær að ganga á gasinu einu saman?
-Þarf að auka olíumagnið inn á strokkana til að blandan sé rétt eða kemur gasið bara inn sem sjálfstæð viðbót?
-Kæling, gæti vel trúað að það þyrfti að auka kæligetuna til að mæta aukinni hitamyndun (reyndar kælir nítróbúnaður en veit ekki með própan).
-Og svo líkt og með flest-allar aðrar aðgerðir sem auka afl þá mun þetta minnka líftíma vélarinnar.
.
Svo er líka ein stór spurning- á að láta vélina keyra alltaf á gasinu eða vera bara með takka. Ef gasið er tengt við takka þá þarf kanski ekki að vera eins hræddur við skemmdir eins og ef ekið er á gasinu alla daga.Freyr
26.06.2006 at 23:20 #555158Eftir því sem ég hef heyrt af mér fróðari mönnum um própaninnspýtingu.
Það þarf ekki ventil til að loka fyrir ef að olían hverfur. Véling gengur ekki á gasinu einu saman.
Það á ekki að þurfa að auka olíuna afþví að gasið er sett á til að auka brunann á því sem er fyrir
Aftur er verið að brenna meiru af olíuni með própani og hreinni bruni þýðir minni afgashiti.
Einna helst stangarlegur og höfuðlegur sem slitna meira út af kraftaukningu.
27.06.2006 at 00:16 #555160Veit einhver hvað maður þyrfti mikið gas ef maður hyggðist nota gasið alla jafna meðan bíllinn gengur? M.ö.o. hvað þarf mikið gas á móti hverjum brenndum olíulítra?
-fann þetta strax á netinu, svona er maður latur að leita.
4 lítrar olía móti einum af gasi sýnist mér.
27.06.2006 at 16:04 #555162Sæll Ágúst,
Smá pæling….
Gas og loft streymir inn í túrbínuna sem áður fékk bara loft.
Þegar túrbínan er kominn á yfirþrýsting, t.d. 10 psi og yfirfallið ="wastegate" tekur við.
Gas og loft streymir út. Gæti kviknað í þessu?
Kveðja, Sveinbjörn.
27.06.2006 at 16:24 #555164það ætti nú ekki að kvikna í þessu þegar wastegatið opnast því það hleypir pústi framhjá en ekki lofti.
27.06.2006 at 16:25 #555166Ég hef séð einn patrol með þennan gas indjektion útbúnað og þá var gasinu sprautað inná soggrein langt á eftir túrbínu og millikæli. Þannig fæ ég ekki séð eldhættuna af yfirþrýstingsventlinum á túrbínunni.
27.06.2006 at 16:37 #555168Virkar þar að auki á hinn endann á túrbínunni, á pústið.
kv
Rúnar.
27.06.2006 at 18:33 #555170Sennilega er rétt að hyggja að íkveikjuhættu ef vélin er með EGR kerfi (Exhaust Gas Recirculation) þar sem útblástursgasi er hleypt inn á soggreinina gegn um sérstakan ventil. Ég veit ekki hvort við það vinnist eldsneytissparnaður, minni mengun eða e-ð annað. A.m.k. hef ég heyrt að einhver bílaumboð bjóði upp á að afgreiða nýja bíla þannig að búið sé að taka EGR úr sambandi, væntanlega til að geta tjúnað eitthvað aðeins meira afl úr vélinni. Getur einhver frætt mig á því hvað vinnst með EGR og hvenær ventillinn á að opna á milli og hvenær hann á að vera lokaður?
Hætta á að wastegate ventill á túrbínu hleypi heitu gasi inn á soggrein er ekki til staðar því hann gerir ekkert nema að opna leið fyrir útblásturinn til að komast fram hjá túrbínunni, beinustu leið út í púströr.
27.06.2006 at 18:50 #555172Ég held að þú hafir átt við blowoff. Það er ventill sem framleiðir hljóðið sem alla FM-hnakka dreymir um, pffsshh pffsshh.
Sá loki hleypir þjöppuðu lofti frá túrbínunni út þegar að slegið er af eða skipt um gír, þ.e. þegar hægri löppin lyftist. Þetta minnkar túrbínuhik þar sem að túrbínan fær að blása óhindrað gegnum þennan loka.
Ég veit ekki með eldhættuna af því.
Ef eldhætta er af því er þá ekki bara þjóðráð að leggja rör frá þeim loka og styðstu leið undan bíl?
Haukur
27.06.2006 at 20:52 #555174EGR stendur fyrir exhaust gas recirculation. Búnaðurinn hleypir s.s. útblástursgasi inn á soggrein. Tilgangurinn er að minnka súrefnismagnið sem rúmast í hverjum lítra inntaksloftsins til þess að draga úr brunahita og þar af leiðandi mengun.
Freyr
27.06.2006 at 21:03 #555176gerir lítið gagn á diesel þar sem það er ekki inngjafarspjald í soggreininni, og því myndi þetta ekki virka vel. En blowoff virkar þannig að þegar slegið er af myndast vacum fyrir aftan inngjafarspjaldið og það triggerar ventilinn til að opna svo það myndi ekki mótþrýstingur á túrbínuna. Eftir því sem ég skil þessi fræði þá eykur þetta nú ekki afl, en fær túrbínuna til að koma fyrr inn aftur eftir gefið er inn aftur, og fer líka örugglega betur með bínuna ef hún er að blása mikið.
En þannig að ég held að það ætti ekki að vera mikil eldhætta af þessu varðandi ventla með túrbínum. En hins vegar þarf að passa að þetta leki ekki, þar sem própan er jú frekar eldfimt.
27.06.2006 at 21:03 #555178gerir lítið gagn á diesel þar sem það er ekki inngjafarspjald í soggreininni, og því myndi þetta ekki virka vel. En blowoff virkar þannig að þegar slegið er af myndast vacum fyrir aftan inngjafarspjaldið og það triggerar ventilinn til að opna svo það myndi ekki mótþrýstingur á túrbínuna. Eftir því sem ég skil þessi fræði þá eykur þetta nú ekki afl, en fær túrbínuna til að koma fyrr inn aftur eftir gefið er inn aftur, og fer líka örugglega betur með bínuna ef hún er að blása mikið.
En þannig að ég held að það ætti ekki að vera mikil eldhætta af þessu varðandi ventla með túrbínum. En hins vegar þarf að passa að þetta leki ekki, þar sem própan er jú frekar eldfimt.
27.06.2006 at 21:30 #555180Blowoff ventill leyfir túrbínuni að fríhjóla án mótþrýstings til að það þurfi ekki spoola túrbínuna upp á snúning fyrir næsta gír. Minkar semsagt ‘Turbo-lag’.
01.07.2006 at 22:04 #555182blow off eða dump valve eins og hann heitir réttara sagt er eins og nafni minn sagði ekki notaður á vélar sem eru ekki með spjaldloka í soggrein. Tilgangur hans er fyrst og fremst hljóðið, annaðhvort til að auka við það eða minnka það. (Bensínbílar með túrbó koma allir með dump valve sem er til þess að þagga niður í túrbínunni, svo setja hnakkarnir ventla í staðinn sem blása út og búa til hljóð)
Áhrif á turbo lag eru mjög takmörkuð.Hinsvegar er það hin gerðin af blow off sem að er til þess gerð að hlífa vélinni gegn yfirþrýstingi ef að wastegate’ið bilar. Ef sá búnaður er til staðar þá þarf að sjálfsögðu að sprauta gasinu inn mikið aftar í loftrásinni eða hreinlega að afnema ventilinn.
02.07.2006 at 14:17 #555184
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eftir því sem ég best veit var byrjað á að nota gasinnspýtingu á stóra flutningatrukka vestur í bandaríkjunum og var tilgangurinn sparnaður, þ.e. að lækka eldsneytis reikninginn. Natural gas er ódýrt í BNA ólýkt því sem hér er og mun ódýrara en diesel olía enda hliðarafurð sem verður til við olíuvinnslu.
Gasið virkar sem einkonar hvati við brunann á diesel olíunni og gerir það að verkum að nýtingin á diesel eldsneytinu eykst nokkuð. Síðan virðast menn hafa áttað sig á því að með því að auka skammtinn mætti auka aflið og hefur maður lesið tölur á borð við allt að 40 – 50% aflaukningu. Til að ná slíku þarfa að vera búið að setja opnara púst og háflæði loftsíu á inntakið að mér skilst.
Ég ætlaði alltaf að prófa þetta en ekki orðið af því , ég hef þó tekið í bíl með svona í og get staðfest að hljóðið breyttist í vélinni þegar þetta kom á og eitthvað jókst aflið en alls engin 40%. Ég man ekki hvernig þetta er í BullyDog kittinu en í því systemi (ég man ekki nafnið ATS2000 eða eitthvað álíka) sem ég hafði hug á að prófa að þá var gasið leitt í fljótandi formi að aðal ventlinum (staðsettur við vélina) þar sem það ástand breyttist í lofttegund (gas) áður en það fór inn á loftinntaks rörið fyrir framan túrbínu. Aðalventillinn er tengdur kælivatni vélarinnar til að ventillinn héli ekki upp og frjósi þegar hann er í notkun. Það var síðan hægt að kveikja/slökkva á kerfinu inn úr bíl en þrýstirofi opnaði fyrir gasið þegar turbo boostið var komið í t.d. 4psi (stillanlegt).
Aðeins í viðbót að þá rakst ég á grein í FOUR WHEELER tímaritinu fyrir kannski 2 – 3 árum þar sem þeir voru að setja svona gasinnspýtingu í jeppa og prófa, einmitt þá gerð sem ég var að velta fyrir mér. Þeir voru eitthvað að skipta um gorma í ventlinum og bora út göt og voru bara nokkuð ánaægðir með árangurinn þegar upp var staðið ef ég man rétt.
ÓE
02.07.2006 at 17:31 #555186ventillinn á soggreininni er til að taka hluta af afgasinu inn á soggreinina í hægagangi, mengar minna í hægagangi, hann lokast þegar gefið er í.
gas ?? ég hef prufað að sprauta gasi inn á soggrein á Pæjunni minni , það eina sem ég fékk útúr því var grófari gangur og hærri afgashiti, fann ekki aflaukningu. túrbína og intercooler eru til þess að koma fleiri súrefniseindum inn á vél m.v. rúmmál, og menn sprauta gasi in á vélarnar til að fá aflaukningu, þetta með súrefniseindirnar, af hverju ekki bara að sprauta hreinu súrefni inn á vélina ?er það ekki málið ? hefur einhver prufað það ? ef ekki þá á ég örugglega eftir að prufa það. alltaf gaman að spá og spekulera.
kveðja Halli R3636
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.