This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Lárus Rafn Halldórsson 16 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Sælir.
Ég er búinn að leita hérna en finn enga spjallþræði varðandi þetta. Ég er með mapsource og íslandskort inni á því, þó ekki R Sigmunds kortið. Síðan er ég með Garmin 60CSx tæki, sem er tengt við tölvuna gegnum USB tengi.Vandræði mín eru þessi. Ég virðist ekki geta fengið rauntíma gps feril úr tækinu í tölvuna, s.s til þess að ég geti verið með tölvuna uppivið og látið hana trakka auk þess að vera með stærra sjáanlegt kort. Hinsvegar, ef ég kalla eftir því, virðist forritið sjá tækið og hægt að kalla eftir trökkum og routum, en ekki „real time“ eða í rauntíma.
Spurning mín er þessi. Er þetta hægt eða verð ég að redda mér öðru forriti til þess? EF þetta er hægt, hvernig fæ ég tækið til að vera í stöðugu sambandi við tölvuna.
Kv.
Þórir Ingvarssonps. ég bið fólk afsökunar ef þetta er 100 pósturinn með sömu spurningu, en ég fann engin svör varðandi þetta með leitinni.
You must be logged in to reply to this topic.