Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Gangtruflun í hilux.
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Elmar Ari Jónsson 22 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
20.11.2002 at 21:45 #191808
AnonymousÉg er með hilux 2.4 bensín. Var að spá í hvort einhver hafi lent í gangtruflunum með þá. Byrjaði seinasta vetur að bíllinn tók upp á því að ganga eins og vitleysingur. Gekk upp og niður á milli 1000-2500 snúningum.
Getur einhver frætt mig um þessi mál. Allur fróðleikur vel þeginn.
Takk fyrir. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.11.2002 at 22:20 #464452
Átti einu sinni GTi Corollu sem gerði þetta og þá vantaði bara vatn á hann. Þá var víst einhver skynjari sem var að fá skvettu af vatni af og til og þá var bíllinn að setja á sig insogið og taka það af jafnóðum.
En það er til góð aðferð til að athuga hvort skyjarar tengdir vélinni séu að gefa villu eða bilanaboð.
Allar upplýsingar eru á þessari síðu.http://www.off-road.com/toyota/tech/codes/index.html
20.11.2002 at 22:31 #464454
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er möguleiki á því að botninn í kveikjunni sé orðinn það slitinn að dvellið sé að fara út og suður. Það var allavega það sem var að hjá mér og lýsti sér eins. Ég er reyndar með platínur í mínum.
21.11.2002 at 08:48 #464456
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hef ekki lent í þessu en hef aðra spurningu af svipuðum toga. Er með 2,4 EFI (Runner) og öðru hvoru (í röku veðri) tekur hann upp á að ganga illa og taka ekki við sér. Hann gengur hægaganginn eðlilega og virkar þegar ég næ honum á snúning (yfir ca 2600 rpm) en lætur eins og andsk.. þarna á milli. Þetta byrjar gjarnan ekki fyrr en eftir nokkra mín. akstur og kemur upp öðru hvoru, en er oftast í lagi. Búinn að skipta um kveikjulok og þræði og bensínsíu en það breytti engu.
KV – Skúli H.
21.11.2002 at 09:29 #464458
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hér eru nokkrir hlutir sem þú ættir að byrgja á að athuga:Hvort allar vakumslöngur á eða við soggrein séu heilar, hvort nægjanlegt vatn sé á vélinni og hún hitni eðlilega,skoða kveikjulok og hamar(sprungur, óhreynindi), kertaþræðiog kerti.
Ef þetta er allt í lagi þarf að láta lesa úr tölvu hvort
nemar í lofthreynsara og ´spjaldstöðunemi séu í lagi og virki rétt.
ATH:ef bilun kemur ekki fram nema við viss veðurskilyrði getur verið erfitt að finna hvað veldur.
með hveðju um góðan árangur Ásgeir.
21.11.2002 at 13:04 #464460Í 2,4 EFI er hægt að lesa úr tölvu bílsins (ECU) bilanacoda ef Check Engine ljósið hefur blikkað. Tengja þarf saman tvo víra í pluggi sem er á vinstar innra brettinu og síðan er svissað á bílinn. Check Engine ljósið blikkar, fjöldi blikka segir til um bilanacoda. Upplýsingar um bilanacoda er hægt að sjá í Haynes bókinni. Ef bíllinn gengur hægaganginn illa, er líklegt að hann fari ekki í hægagangsrofann (Throttle position sensor) og það þurfi að stilla hann. Hvernig rofinn er stilltur er sýnt í Haynes. Ég hef lent í gangtruflunum í mikilli bleytu og krapa, samt var vélin þurr og allt í lagi með leiðslur og kveikju. Það sem ég held að gerist sé að það verði útleiðsla í rafkerfinu, sem tengt er tölvunni og þá finnst mér líklegast tengingar og lagnir að bensíndælunni, en hún er í bensíntanknum.
Kveðja
21.11.2002 at 17:06 #464462Sælir piltar.
Í ykkar sporum myndi ég prófa að spyrja tölvuna í bílnum hvað hún haldi að sé að.
Leiðbeiningar um aðferðina eru á:
http://www.off-road.com/toyota/tech/codes/index.htmlþar má líka sjá ýmsar tillögur og hvernig á að tengja í ?diagnostic? tenginu sem er frammi í húddi. (staðsetningin er misjöfn eftir árgerðum. Oftast þó rétt við öryggjaboxið)
Þið ættuð líka að kíkja á:
http://www.well.com/user/mosk/
Þetta er frábær vefur gerður af manni sem heitir Jeff. Hann fér létt með að ná 500hö. úr svona vélum.Annars detta mér nokkrir hlutir í hug sem geta verið að hrjá ykkur.
Það er ?Throttle posission sensor?, en hann er framan á ?Throttle? boddíinu (Þar sem loftið kemur inn á vélina)
Næst er það ?Air flow meter? sem er við lofthreinsarann.
Svo er það ?Knock sensor?, en hann er vinstra megin á vélinni, og skynjar forsprengingar. Þeir eiga það til að bila.Svo er það nú frekar líklegt að ef gangtruflanir verað eingöngu í rigningu, þá sé eitthvað að rafmagninu. Lausar leiðslur, eða skemmd einangrun.
Það er ekki líklegt að það séu vandræði með bensíndæluna, nema þá að hún sé hreinlega ekki að fá straum af fyrrgreindum ástæðum. Hún fær straum beint frá öryggi, en ekki frá tölvunni, ef ég man rétt.Kveðja,
Emil Borg
22.11.2002 at 09:19 #464464
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Takk fyrir þessar góðu upplýsingar.
Mange tak.
22.11.2002 at 10:05 #464466
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já takk fyrir þetta. Ég var búinn að tékka á þessum bilanakódum en þeir gáfu engar vísbendingar. Reyndar kviknar Check Engine ljósið alltaf við og við og hefur alltaf gert (eða síðan ég kom höndum yfir bílinn) og þá er það súrefnisskynjarinn í afgasinu, en þetta er óháð því held ég. Líklega rétt að leggjast yfir leiðslur og athuga hvernig fer um aksturstölvuna, gæti verið að leka eitthvað vatn við hana, það eru komin einhver ryðgöt í gamla greyið sem gætu orsakað það.
Kv – Skúli
23.11.2002 at 01:46 #464468athugaðu EGR ventilin á vélinni hann gæti staðið á sér þessvegna er hann að taka inn á sig afgas á þessum snúning .
Það er vacum stíring á þessum ventli.
23.11.2002 at 13:29 #464470
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir,
Þetta bendir til að heddpakkning sé farin að gefa sig og vélin sé að mynda lofttappa í kælikerfinu sem síðan ruglar hitaskynjarann. Hvernig er miðstöðin? Er hitinn á henni að breytast þegar þetta skéður?
Það gæti þurft að bæta vatni á kælikerfið en þá er spurningin hvert fer vatnið sem á vantar?
Þetta er mjög líkleg orsök ef bíllinn gengur upp og niður eins og þú lýsir. Ef hann er ekki að fúska þ.e.a.s. gengur alltaf á öllum þá er þetta yfirleitt einhver skynjari sem er að senda eða fá röng skilaboð
Vonandi að þetta hjálpi eitthvað,Kveðja
Halldór 1644
24.11.2002 at 02:06 #464472átti einu sinni toyotu og í henni bilaði skynjari sem er staðsettur í loftinntakinu, kann ekki fræðinafnið á honum en þá kom "check engine" ljósið svona þaegar það var í skapi til. Talaðu við verkstæðis formann, toyotu verkstæðisins og ef sá sami er þá ber hann nafnið "Jói". von um gott gengi..
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.