This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Már Guðnason 17 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Dóttir mín, sem býr í Róm og á þar bíl lenti fyrir skömmu í því óhappi að verða bensínlaus og eftir það varð gangur í vélinni kolómögulegur. Bíllinn fer alltaf í gang, en drepur á sér í hægagangi og missir kraft og/eða rykkir við inngjöf. Heldur skánar gangurinn þegar vélin hitnar, en í heildina minnir þetta helst á gamaldags bensínstíflu, ef óhreinindi hafa farið af stað þegar tankurinn tæmdist.
Vegna dapurrar reynslu hennar af ítölskum bílaverkstæðum hef ég nú verið beðinn um ráð og aðstoð þótt fjarlægðin tefji óneitanlega nokkuð fyrir. Verst er að ég er ekki kunnugur þessari bílgerð og veit ekki einu sinni hvort bensínsían sé í vélarrúminu eða við tankinn – ef hún er á annað borð í bílnum.
Bíllinn sem um ræðir er VW Transporter árgerð 1991 og er keyptur á Íslandi. Vélin er 2 lítra bensínvél með beinni innspítingu.
Mér datt í hug að athuga hvort einhver lesenda 4×4 væri kunnugur svona vandamáli og hefði einhverjar upplýsingar tiltækar sem gætu hjálpað, t.d. reynslusögur um það hvort einhverjir hlutir bensínkerfisins í þessari bílgerð væru sérlega viðkvæmir fyrir bensínleysi.
Einnig væru linkar á vefsíður með tækniefni fyrir þessa bílgerð vel þegnir, bæði tæknilýsingar og síður með spurningum og svörum sérfræðinga.Ágúst
You must be logged in to reply to this topic.