This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur 20 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Góðan dag.
Ég er á ’92 Hilux 2,4 bensín.
Í gærkvöldi tók hann upp á því að ganga afar illa. Hann gengur í lausagangi en þegar gefið er inn hristist hann allur og skelfur. Ég er búinn (í morgun) að skipta um kerti og þræði og það dugði ekki. Í gærkvöldi virkaði þetta aðeins öðruvísi eða þegar ég var kominn í 4 gír þá var eins og hann kæmist á fullt(fékk spark í rassinn) skrið en eftir að ég hægði á mér aftur þá varð hann eins. Hann er þessa stundina mjög kraftlítill (hristist) en ökufær.Með von um góð ráð og fyrirfram þökk,
Nils
You must be logged in to reply to this topic.