Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Gangtruflanir í patta 2,8
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Karl GuðJónsson 14 years ago.
-
CreatorTopic
-
14.08.2010 at 18:43 #213980
hvað getur verið að þegar ég set pattan 2,8 T. 91 árgerð. í gang og hann prumpast í svolítinn tíma eins og hann vanti olíu og lagast svo.
Er búinn að skifta um Spíssa, Glóðarkerti, Hráolíusíuna og Hráolíuslönguna frá tanki að Hráolíusíu.???
kv. Kalli
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.08.2010 at 13:38 #699968
Eftirhitunin á glóðakertunum (er bara á 3 öftustu) virkar sennilega ekki. Það eru 2 stk relay út við frambrettið hm. sem stýra þessu ásamt forhitunartölvunni sem er við hægri fót farþegans frammí, ég myndi veðja á relayin frekar. Dettur líka í hug að það sé tæring á plötunum sem færir straum að kertunum svo það sé slæmt samband við kertin. Svo getur líka verið að einhver af vírunum í kringum forthitunina sé lélegur/ónýtur.
Freyr
15.08.2010 at 13:58 #699970Það er ýmislegt sem þú getur kannað, en það hefur td. komið fyrir að lítil sprunga hefur myndast í lokinu á hráolíusíunni sem veldur því að verkið dregur falskt loft.
Þú getur prófað að tengja framhjá síunni með slöngum og hafa hann þannig í 1-2 daga. Kemur væntanlega fljótlega í ljós hvort hann verði eitthvað skárri.En hvað er hann ekinn? Spurning hvort honum veitti ekki af ventlastillingu og einnig að kanna þjöppuna.
En með hitunina þá getur þetta legið þar þótt þú sért búinn að skipta um glóðarkerti. Það eru 2 hitunargreinar á honum, ein löng sem liggur á öll kertin og önnur stutt á 3 aftari. Hann hitar öll kertin fyrir startið á löngu greininni og svo er eftirhitun á þeim aftari í hátt í mínútu minnir mig. Einangrunarskinnurnar verða að vera til staðar á milli þeirra. Ef eftirhitunin er óvirk getur það lýst sér svona eins og þú lýsir.
Það eru 2 reley fyrir hitunina undir lokinu við innra brettið hægramegin í húddinu og það hefur gerst að sveri vírinn að fjöðrinni inni í releyinu hefur morknað í sundur og þá jafnvel hægt að glóða hann á aftur en best að skipta um það. Þú getur tengt 2 voltmæla, einn á hvora hitunargrein og sett bílinn í gang. Það eru minnir mig 12 volt á forhituninni og 6 volt á eftirhituninni.
Einnig er talva sem stýrir hitunarferlinu staðsett hægamegin við fætur framsætisfarþegans. Ef hún er tekin úr og opnuð er stundum hægt að sjá rofna lóðningu eða spannskrænu á brettinu. Þessi talva kostar arm og legg í umboðinu, en ef hún er keypt notuð þarf að bera saman plöggin á henni því þær eru ekki allar eins. Það eru 3 plögg á henni minnir mig.
Gaman að fá að fylgjast með og heyra hvernig gengur.
Kv. Sigurþór
15.08.2010 at 14:00 #699972Hehe, pósturinn frá Frey var ekki kominn þegar ég byrjaði að pikka… En einmitt! 😉
15.08.2010 at 14:37 #699974[quote="lilli":3e0lvm72]Það er ýmislegt sem þú getur kannað, en það hefur td. komið fyrir að lítil sprunga hefur myndast í lokinu á hráolíusíunni sem veldur því að verkið dregur falskt loft.
Þú getur prófað að tengja framhjá síunni með slöngum og hafa hann þannig í 1-2 daga. Kemur væntanlega fljótlega í ljós hvort hann verði eitthvað skárri.En hvað er hann ekinn? Spurning hvort honum veitti ekki af ventlastillingu og einnig að kanna þjöppuna.
En með hitunina þá getur þetta legið þar þótt þú sért búinn að skipta um glóðarkerti. Það eru 2 hitunargreinar á honum, ein löng sem liggur á öll kertin og önnur stutt á 3 aftari. Hann hitar öll kertin fyrir startið á löngu greininni og svo er eftirhitun á þeim aftari í hátt í mínútu minnir mig. Einangrunarskinnurnar verða að vera til staðar á milli þeirra. Ef eftirhitunin er óvirk getur það lýst sér svona eins og þú lýsir.
Það eru 2 reley fyrir hitunina undir lokinu við innra brettið hægramegin í húddinu og það hefur gerst að sveri vírinn að fjöðrinni inni í releyinu hefur morknað í sundur og þá jafnvel hægt að glóða hann á aftur en best að skipta um það. Þú getur tengt 2 voltmæla, einn á hvora hitunargrein og sett bílinn í gang. Það eru minnir mig 12 volt á forhituninni og 6 volt á eftirhituninni.
Einnig er talva sem stýrir hitunarferlinu staðsett hægamegin við fætur framsætisfarþegans. Ef hún er tekin úr og opnuð er stundum hægt að sjá rofna lóðningu eða spannskrænu á brettinu. Þessi talva kostar arm og legg í umboðinu, en ef hún er keypt notuð þarf að bera saman plöggin á henni því þær eru ekki allar eins. Það eru 3 plögg á henni minnir mig.
Gaman að fá að fylgjast með og heyra hvernig gengur.
Kv. Sigurþór[/quote:3e0lvm72]
Skifti um hráolíusíu og skifti það engu máli og lét mæla glóðarkertin og mæltu þeir að skifta um öll kerti sem ég gerði.
Er ný búinn að skifta um[b:3e0lvm72] hedd, tímareim, Spíssa, Glóðarkerti, Hráolíusíuna og Hráolíuslönguna frá tanki að Hráolíusíu[/b:3e0lvm72], á reindar eftir að skifta um affalsrörið.??? og hann er eins. :O(
15.08.2010 at 16:35 #699976Sælir
Það er ekki rétt að eftirhitunin sé bara á 3 kertum. Fyrri hitunin er þannig að hann hleypir 12V yfir öll kertin. Þau eru s.s. öll hliðtengd. Á eftirhituninni eru 3 og 3 kerti hliðtengd og þessar grúbbur raðtengdar við 12 v þannig að það standa 6V á hverju kerti ef allt er í lagi. Þessi eftirhitun fer ekki í gang ef bíllinn fer ekki í gang þannig að ef snúningshraðamælirinn virkar ekki kemur eftirhitunin ekki á en eftirhitunin stendur í óratíma.
Ég lenti í þessu sama og þá var morkin hráolíuslangan við verkið. Þurfti aðeins að leita að þessu en hann var djöfullegur í gang og reykti mikið og var máttlaus þegar mest á reyndi.
Kv Jón Garðar
18.08.2010 at 11:34 #699978Takk fyrir ábendingarnar.
[b:2rannsc7]Þetta var affalsrörið frá oliuverkinu að tankinum.[/b:2rannsc7]
kv. Kalli
19.08.2010 at 01:00 #699980
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er virkilega undarlegt…var hann þá að draga loft upp í olíuverk milli gangsetninga um þessa slöngu?
Merkilegt, ég efast samt ekki um að þetta sé rétt.
19.08.2010 at 07:50 #699982Já, það er svolítið merkilegt að gat á bakflæðilögn hafi þessi áhrif. Hef séð þetta nokkrum sinnum í Renault sendibílum. Ef bakflæðilögn er ekki 100% þétt þá eru þeir slæmir í gang, sérstaklega eftir að standa lengi.
Freyr
19.08.2010 at 12:43 #699984Ég sem hélt að hann væri kominn í lag.Hann virkaði miklu betur en það eru enþá smá gangtruflanir í blessuðum pattanum.
kv. Kalli
24.08.2010 at 21:43 #699986[quote="freyr":3ny9axy5]Já, það er svolítið merkilegt að gat á bakflæðilögn hafi þessi áhrif. Hef séð þetta nokkrum sinnum í Renault sendibílum. Ef bakflæðilögn er ekki 100% þétt þá eru þeir slæmir í gang, sérstaklega eftir að standa lengi.
Grímur
Það er virkilega undarlegt…var hann þá að draga loft upp í olíuverk milli gangsetninga um þessa slöngu?Merkilegt, ég efast samt ekki um að þetta sé rétt.[/quote:3ny9axy5]
Það kemur alltaf loft við olíuverk og hráolíusíu.
Hvað getur verið annað að ?kv. Kalli
24.08.2010 at 22:11 #699988Það hefur komið fyrir að húsið fyrir hráolíusíuna hefur gefið inn falskt loft á kerfið þá aðallega vegna þess að dælan ofan á húsinu hefur verið óþétt, prófaðu að skipta húsinu út það má jafnvel prófa að setja/dæla smá smurolíu við öxulinn á dæluhandfanginu og sjá hvort einhver breyting verður á.
Ég hef einnig lent í veseni með óorginal hráolíusíur.
kv Gísli
24.08.2010 at 22:47 #699990[quote="gþþ":2hy1ywut]Það hefur komið fyrir að húsið fyrir hráolíusíuna hefur gefið inn falskt loft á kerfið þá aðallega vegna þess að dælan ofan á húsinu hefur verið óþétt, prófaðu að skipta húsinu út það má jafnvel prófa að setja/dæla smá smurolíu við öxulinn á dæluhandfanginu og sjá hvort einhver breyting verður á.
Ég hef einnig lent í veseni með óorginal hráolíusíur.
kv Gísli[/quote:2hy1ywut]
Var búinn að skifta út húsinu, en átti eftir að fá mér orginal síu sem ég fæ mér á morgun.kv. Kalli
25.08.2010 at 16:20 #699992[quote="Karl guð":33q4eox1][quote="gþþ":33q4eox1]Það hefur komið fyrir að húsið fyrir hráolíusíuna hefur gefið inn falskt loft á kerfið þá aðallega vegna þess að dælan ofan á húsinu hefur verið óþétt, prófaðu að skipta húsinu út það má jafnvel prófa að setja/dæla smá smurolíu við öxulinn á dæluhandfanginu og sjá hvort einhver breyting verður á.
Ég hef einnig lent í veseni með óorginal hráolíusíur.
kv Gísli[/quote:33q4eox1]
Var búinn að skifta út húsinu, en átti eftir að fá mér orginal síu sem ég fæ mér á morgun.kv. Kalli[/quote:33q4eox1]
Fékk annað hús og setti orginal síu og þá virkaði þetta í lagi :O))Takk fyrir hjálpina.
kv. Kalli
03.11.2010 at 16:56 #699994[quote="Karl guð":3vb1d12o][quote="Karl guð":3vb1d12o][quote="gþþ":3vb1d12o]Það hefur komið fyrir að húsið fyrir hráolíusíuna hefur gefið inn falskt loft á kerfið þá aðallega vegna þess að dælan ofan á húsinu hefur verið óþétt, prófaðu að skipta húsinu út það má jafnvel prófa að setja/dæla smá smurolíu við öxulinn á dæluhandfanginu og sjá hvort einhver breyting verður á.
Ég hef einnig lent í veseni með óorginal hráolíusíur.
kv Gísli[/quote:3vb1d12o]
Var búinn að skifta út húsinu, en átti eftir að fá mér orginal síu sem ég fæ mér á morgun.kv. Kalli[/quote:3vb1d12o]
Fékk annað hús og setti orginal síu og þá virkaði þetta í lagi í smá tíma :O((
það eru enþá gangtruflanir í blessuðum pattanum, þegar ég er ný búinn að starta honum í gang :O((/kv. Kalli[/quote:3vb1d12o]
08.01.2011 at 21:23 #699996˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚
˚͜˚ [b:378y3cjq]Þetta var helvítis olíuverkið sem var farið hjá mér og er ég búinn að skifta um og því líkur munur[/b:378y3cjq].˚͜˚
˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚ ˚͜˚
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.