This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Sælir allir bílaáhugamenn og konur.
Þar sem ég er nú ekkert afburða gáfnaljós þegar kemur að rafmagni í bílum, þá datt mér í hug að bera smá vandamál sem ég á í undir ykkur hérna.
Ég er með Wagoneer ´85 sem er búið að setja í 318 Chrysler mótor. Sprækur og skemmtilegur að keyra þangað til um daginn að hann allt í einu tók upp á því að drepa á sér í tíma og ótíma. Hann rýkur alltaf strax í gang aftur eins og ekkert sé að, en svo getur hann drepið aftur á sér hvenær sem er, eftir stuttan jafnt sem langan tíma. Stundum er eins og ekkert sé að, get keyrt hann langtímum saman án þess að nokkuð gerist. Ég hef tekið eftir að það er eins og það dragi hressilega niður í öllu sem gengur fyrir rafmgni þegar ég gef honum inn. Þá er líka eins og hann gangi ekki almennilega þegar ég er að gefa honum.
Vona að það leynast einhverjar hugmyndir og svör hjá ykkur um hvað geti verið að.
Kveðja….Maggi.
You must be logged in to reply to this topic.