FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Gangtruflanir

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Gangtruflanir

This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Guðmundur Guðmundur 20 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 08.11.2003 at 16:36 #193135
    Profile photo of
    Anonymous

    Góðan dag.
    Ég er á ’92 Hilux 2,4 bensín.
    Í gærkvöldi tók hann upp á því að ganga afar illa. Hann gengur í lausagangi en þegar gefið er inn hristist hann allur og skelfur. Ég er búinn (í morgun) að skipta um kerti og þræði og það dugði ekki. Í gærkvöldi virkaði þetta aðeins öðruvísi eða þegar ég var kominn í 4 gír þá var eins og hann kæmist á fullt(fékk spark í rassinn) skrið en eftir að ég hægði á mér aftur þá varð hann eins. Hann er þessa stundina mjög kraftlítill (hristist) en ökufær.

    Með von um góð ráð og fyrirfram þökk,
    Nils

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 25 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 08.11.2003 at 17:06 #479974
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    spurning með súrefniskinjarann í pústinu





    08.11.2003 at 17:10 #479976
    Profile photo of Eyþór Guðnason
    Eyþór Guðnason
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 459

    Félagi minn lenti í þessu þá var bensínsían stífluð sem er boltuð á vélina.

    Eyþór





    09.11.2003 at 11:46 #479978
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Takk fyrir svörin.
    Nú sveiflast bíllinn frá því að vera með gangtruflanir og svo allt í lagi.
    Meðan gangtruflanirnar eru þá mætti einna helst líkja hljóðinu í honum við gamala Wolksvagen bjöllu. Mjög kraftlítill og hristist allur og skelfur.

    Með von um fleiri svor og fyrirfram þökk,
    Nils





    09.11.2003 at 12:39 #479980
    Profile photo of Smári Sigurbjörnsson
    Smári Sigurbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 473

    Sæll litli Nilli (ætti kanski að vera yngri Nilli þar sem gamli Nilli er ekkert svo stór).

    Varstu búinn að athuga með spjaldið í lofthreinsaranum, þetta lýsir sér svipað og fjöðrin á því sé brotin.

    Kv.Smári





    09.11.2003 at 19:48 #479982
    Profile photo of Vilhjálmur Rist
    Vilhjálmur Rist
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 32

    Sæll

    Athugaðu EGR ventilinn, hann er ef mig minnir rétt vinstra megin aftarlega á vélinni.
    Með tímanum sest í hann sót og hann stendur á sér.
    Ég fékk svipaðar gangtruflanir og þú lýsir. Þá skóf ég úr honum og hreinsaði með töfraefninu WD40, athugaðu líka hvort það sé ekki nóg vatn á vélinni, annars geta hitaskynjarar verið að rugla.

    kv





    09.11.2003 at 23:02 #479984
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Takk takk.
    Ég er búinn að opna lofthreinsarann og stinga hendinni upp í gatið þar sem spjaldið og gormurinn er og kom spjaldið til baka þannig ég held að það sé í lagi.
    Með þennann ventil… hmmm þarf að tékka á því.

    Enn og aftur takk fyrir en billinn er því miður enn í ruglinu.

    Kv. Nils YNGRI 😉





    10.11.2003 at 13:21 #479986
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæll. Er ekki aksturstölva í þessum? Eg lenti einhvern tíman í vandræðum með ganginn á Runner með 2,4 efi. Með því að greina bilanakóðan (blikkið á check engine ljósinu) tókst mér að rekja hvaða skynjari þetta var og hvar hann plöggaðist í heilann. Bilunin reyndist vera það sambandsleysi í plögginu í heilann, stakk því betur í samband og hann gekk eins og engill.

    Kv – Skúli





    10.11.2003 at 15:39 #479988
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    góðan daginn Nils ég sá að þú hefur skipt um kerti og þræði en ekki athugað kveikjulok og hamar.Gæti verið sprunga í hamri eða loki, en það að hann sé í lagi örðuhvoru bendir frekar á kveikjuhamarinn.
    Með kveðju um gott gengi Ásgeir Gunnarsson





    10.11.2003 at 17:51 #479990
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Jamm ég skipti um kveikjulok og hamar í morgun en ja það breytti litlu. Enn í ruglinu og ætli endi ekki barasta með því að honum verði hent inn á verkstæði.
    Enn og aftur takk takk takk

    Kv. Nils (Yngri)





    10.11.2003 at 23:14 #479992
    Profile photo of Magnús Sigurðsson
    Magnús Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 32
    • Svör: 430

    Þetta gæti verið langsótt en gæti verið vatn í bensíntanknum. Prufaðu að setja ísvara í bensíntankinn alla vega einn lítinn brúsa.
    Kveðja Magnús.





    10.11.2003 at 23:48 #479994
    Profile photo of Árni Águst Brynjólfsson
    Árni Águst Brynjólfsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 138

    Sæll ég er með lausnina á þessu fáðu þér bara DÍSEL og málið Dautt.





    02.01.2005 at 14:15 #479996
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Nú eru nákvæmlega sömu hlutirnir að gerast. Þetta gerist í bleytu þ.e. í rigningunni um daginn og í öllu frostinu hefur rakinn haldist vel. Hann er því núna búinn að hristast í um 4-5 daga. Hann hristist allur og skelfur og er hann mjög kraftlítill. Ég skipti um kveikjulok, hamar, kerti og kertaþræði í fyrra en hann skánaði ekkert en var eins og nýr þegar hann þornaði. Þetta tengist því líklega raka… Upphaflega gerðist þetta alltaf þetta þegar ég var á leiðinni niður brekku og þá yfirleitt brekkuna niður að litlu kaffistofunni þegar ég var að koma að austan :-) Þá voru þetta bara smávægilegar truflanir svona eins og 2-3 kippir.
    Þetta er hálfleiðing bilun því að hún skánar þegar allt er orðið þurrt og þá gleymi ég þessu bara þangað til að þetta gerist aftur…:-)

    En já.. allar góðar hugmyndir eru vel þegnar.
    Kveðja Nils.





    02.01.2005 at 20:49 #479998
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Ef þetta væri bíll með blöndungi myndi ég giska á að það væri blöndungsísing að hrekkja þig, en er þetta ekki örugglega vél með beinni innspítingu ??

    Wolf





    02.01.2005 at 22:13 #480000
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Takk fyrir skjót viðbrögð!!
    Ég held að það sé blöndungur í honum. Er nokkuð viss en veit samt voða lítið um bíla en þetta er allt af koma :-) Ég fór allavega og setti ísvara á hann og rúntaði um en ekkert lagaðist.
    Þegar þetta hófst um daginn þá var ég að keyra upp Ártúnsbrekkuna í mikilli rigningu og þá gerðist þetta bara allt í einu. Svoleiðis var hann alla leiðina að Nesjavöllum og þar drap ég á honum í um 5 mínútur (vélin heit) og þegar ég startaði aftur þá var þetta búið.
    Þannig þetta kemur og fer sem gerir þetta einmitt svo erfitt og leiðinlegt. :-)

    En já… allar hugmyndir vel þegnar…
    Kveðja Nils





    02.01.2005 at 23:25 #480002
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Ef hann er eldri en ’85 þá gæti verið blöndungur í honum annars er hann 2.4 EFI. Þetta hljómar eins og að háspennukeflið sé að stimpla sig út. Það lýsir sér einmitt þannig að hann hættir að ganga á öllum og verður hundleiðinlegur og svo á endanum deyr á honum og hann fer ekki aftur í gang fyrr en að háspennukeflið hefur kólnað.





    02.01.2005 at 23:48 #480004
    Profile photo of Guðmundur
    Guðmundur
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 118

    Ég er með 2 tanka og var sagt frá því að ef ég fylli aðaltankinn, þá ætti bíllinn til að hiksta (alveg eins og þinn) hann gerði þetta í dag, eftir að ég hafði gleymt dælunni á .. og hann stútfylltist. þá hökti hann, eins og hann missti úr slag alveg, eða gengi á þremur. Ástæðan er fall í bensínþrýsting, EFI vélarnar eru með sírennsli, þe dælan heldur þrýsting á kerfinu, og það er bakflæði aftur í tankinn. Líklegast hikstar þegar að bakflæðið á ekki greiða leið aftur..

    En þetta á hinsvegar ekki við um bleytu vesenið hjá þér :/

    Þessi spjallsíða þyrfti að vera með yfir/og undirflokkum, þar sem væri t.d. tæknimál, og svo undirflokkur fyrir hvern bíl, og þar undir jafnvel frekari flokkun, amk möguleiki á að raða þessu eftir t.d. dálkum.

    Margt sem kemur fram í svona sem þyrfti að vera til.. eflaust gömul lumma, en nóg er til af fríum hugbúnaði fyrir svona spjall..





    03.01.2005 at 10:39 #480006
    Profile photo of Guðjón Helgi Ólafsson
    Guðjón Helgi Ólafsson
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 101

    Mig langar að leggja aðeins í púkkið hjá þér, prófaðu að taka háspennukeflið úr og þurrka það vel, á ofni eða með hárþurrku til dæmis. Settu það síðan í aftur. Ef gangtruflunin kemur ekki, fáðu þér þá vatn í kókflösku og helltu yfir háspennukeflið. Ef gangtruflunin kemur aftur þarftu að fá þér nýtt háspennukefli. Ef ekki þá er bara að vera áfram í ruglinu.
    Gleðilegt ár!

    Drekinn





    03.01.2005 at 11:24 #480008
    Profile photo of Smári Sigurbjörnsson
    Smári Sigurbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 473

    Sæll yngri Nilli.

    Bíllinn þinn er með beinni innspítingu og ég stið þá tillögu að prófa að skipta um háspennukefli, eins gætirðu kíkt ofan í húddið þegar bíllinn lætur svona og þá ættirðu að heyra tikk ef bíllinn er að skjóta einhverstaðar út og ekki væri verra ef það væri mirkur því þá sæist neistinn greinilega.

    Kv. Smári





    03.01.2005 at 12:33 #480010
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Jamm ég prófa að taka á háspennukeflinu. Ég er reyndar búin að kíkja á það og sýndist ekkert vera að því en ég tók það ekki úr og þurrkaði.

    Takk kærlega fyrir ábendingarnar
    Kveðja Nils





    03.01.2005 at 18:10 #480012
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Ef allt er í lagi með kveikjudraslið þá myndi ég kanna betur með blöndungsísmyndunina.
    Það sem gerist er að við uppgufun bensínsins í blöndunginum verður kæling og ef loftrakinn er mikill þá hreinlega frýs rakinn í blöndunginum og myndar ís sem fer að trufla eðlilegt flæði á lofti og bensíni. Það hjálpar ekkert gegn þessu að setja ísvara í bensínið því það er loftrakinn sem frýs. Stundum má losa um svona klakastíflur m.þ.a. snöggbotngefa vélinni nokkrum sinnum.
    Prófaðu að skoða ofan í blöndunginn þegar vélin er búin að vera í miklu óstuði í nokkurn tíma. Það er alveg týpiskt að þetta kemur í miklum raka og bráðnar úr á nokkrum mínútum ef heit vélin fær að standa.
    Eru hugsanlega stíflaðar hitaslöngur eða vatnsrásir í neðri hluta blöndungsins ? Flestir blöndungar eru einmitt með hitunarbúnaði til að vinna gegn þessu.

    Ágúst





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 25 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.