Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Gamlir bílar á fjöllum og vegum.
This topic contains 31 replies, has 1 voice, and was last updated by Atli Eggertsson 15 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
09.04.2010 at 23:25 #212015
Ég tók eftir því um daginn að allir bílar sem voru stopp á jöklinum og bilaðir í vegköntum voru gamlir bílar og mikið af patrol.
Ætti ekki að sjá þess að allir jeppar í eldri kanntinum séu bannaðir á fjöllum og vegum, sérstaklega núna þegar það eru svona margir á ferðinni?
Það er nátturlega stórhættulegt fyrir okkur hina sem erum á góðum bílum að mæta svona þessum gömlu bílum, enda ef menn hafa ekki efni á að kaupa sér almennilega jeppa, þá eiga menn ekkert að vera að fara á fjöll.
Það er líka léleg landkynning þegar erlendir myndatökumenn eru að mynda gosið að það sjáist fullt af gömlum druslum á litlum dekkjum.
kv.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
09.04.2010 at 23:34 #690160
Hei Atli vertu góðu gamli:) þótt þú hafir bætt yngri bút af Toyotu inní það gerir hann ekki nýjann:)
kv Gísli sem á 38ára bíl og diggar það
09.04.2010 at 23:44 #690162Atli minn.
Þegar ég fór um, voru 5 bílar og 2 snjósleðar "off". einn bílanna var patrol, einn var Daihatsu, einn Toyota, og 2 amerískir, annar chevy og hinn jeep.
Bara að svara.
Sýndist að allir væri framleiddir fyrir aldamót.
kv. elli.
09.04.2010 at 23:50 #690164Þetta voru allt hvítir patrol-bílar. Þú hefur bara ekki séð þá.
Það eru líka oftast menn með minni ábyrgðartilfinningu sem eiga gamla og lélega bíla og því er líklegra að þeir fari sjálfum sér og öðrum að voða og skemmi náttúruna.
09.04.2010 at 23:54 #690166Atli minn.
Þú ert eins og unglingarnir segja "alveg æðislegur"
Vona að ég eigi eftir að "túra" með þér einhvern tíma.
kveðja. Elli.
09.04.2010 at 23:56 #690168Ég hljóp út í skúr, haldandi að gamli hefði stolist upp á fjöll og farið sér að voða. En nei, hann hímir úti þolinmóður. Eru gömlu jepparnir ekki annars oftast bundnir við skúrinn?
Hjörleifur.
10.04.2010 at 00:04 #690170Nei reyndar ekki minn er í taumi úti á plani en það er rétt hjá Atla hann er mjög ábyrgðarlaus fer yfirleitt hratt yfir og án tillits til hraðatakmarkana Patrolsins það er sem sagt ekkert tillit hjá þeim gamla annað er hins vegar hjá mér:)
en hvað get ég sagt jeepster er bara viljugt tæki:)
kv Gísli gamli
10.04.2010 at 01:07 #690172Atli fær 9 prik af 10 mögulegum fyrir að koma af stað líflegum umræðum hér á vefnum, þetta move hér er jafnvel enn öflugra en það síðasta. En ég held að þetta séu öfugmæli, þessir gömlu rata alltaf heim, þarf engar áhyggjur að hafa af þeim. Ekkert sem bilar í þeim sem ekki er hægt að fixa til með slaghamri og góðri rörtöng. En það eru þessir nýju sem stoppa vegna heilabilunar og þá er ekkert annað að gera en skilja þá eftir og sækja seinna með bílaflutningakerru. Og afhverju eru svona margir Patrolar hvítir, jú það er til þess að hægt sé að fela þá í snjónum.
Kv – Skúli
10.04.2010 at 09:37 #690174Ætli eigendur hvítra Patrol bifreiða ferðist þá ekki á sumrin? Allavega held ég að sé ekki gott að fara sprengisandsleið á á Patrol þegar hann bilar þar….yrðu áberandi í landslaginu. Kannski eru þeir málaðir svartir eða makaðir felulitum. Hver veit.
kv, HG
10.04.2010 at 09:50 #690176Hei, stákar! Hvar er hægt kaupa svona Patrol gleraugau, ég meina svona gleraugu sem þú setur á þig og horfir á einhvern jeppa og sérð bara Patrol? Kv. Logi semábaragamlanMusso
10.04.2010 at 09:52 #690178Sælir,
þegar ég var upp á Fimmvörðuhálsi á Páskadag þá voru áberandi margir Patrolar þar uppfrá, af öllum árgerðum og á nánast öllum dekkjastærðum.
Og á leiðinni þangað sá maður alls konar jeppategundir að festa sig í snjófölinni, bara ekki patrola!Kv. Hákon Örn
10.04.2010 at 09:56 #690180Magnað að þeir sem svara manni alveg brjálæðir vegna skoðuna minna eru ca.95% Patrol-kallar (þar af er 1% svartir patrol og 99% á hvítum) og hinir eiga einhverjar gamlar druslur sem er nánast hætt að framleiða.
Greinilega ekki séns að starta orðið málefnalegir umræðu á þessum vef.
Kv.
10.04.2010 at 10:00 #690182
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Atli – eru menn nokkuð að ná þessu, þú ert jú á Toooyotu. Ég meina…
ÓE
10.04.2010 at 12:53 #690184Alvöru jéppakallar eru á gömlum vönum jéppum sem rata altaf heim, en ekki á heilabiluðum unggæðingum.
Ef við skoðum hverskonar bílar voru á ferlunarverkefni F4x4 og LMÍ þá voru traustustu bílarnir um tvítugt mest í ferlun, en einnig var ein unggæðingur þar sem búið var að skipta um mest af drifbúnaðinum og setja eitthvað gamalt og gott í stað nýmóðins malbiksöxla.kveðja Dagur sem ekur altaf á gömlum vönum jéppa.
10.04.2010 at 13:07 #690186huuuhu… ég er á næstum tuttugu ára gömlum verðlausum útlifuðum Ford Ranger eknum á fjórða hundrað þús.km. en komst samt báðar leiðir fram og til baka til gosstöðvana án þess að taka upp lykil eða framhjólalegu. Eini bíllinn sem ég sá dauðastopp á jökli var Willis – auðvitað eldgamall. Þrír bílar voru líka stopp í einni kös í einhverju havaríi rétt fyrir ofan skálann en ég sá ekki hvaða bílar þetta voru eða hvað gamlir, vegna skafrennings. Ábyggilega einhverjar gamlar druslur.
En afhverju er Patrol hvítur ? Er ekki hvítur litur uppgjafar samanber hvíti fáninn ! Það kannast flestir við bogna menn, áfengis- eða spilafíkla. En Patrol eigendur – þar eru sko brotnir menn…. ég heiti Jón Jónsson og ég á Patrol.
10.04.2010 at 13:08 #690188
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
1
/Alveg sammála, það á að banna alla jeppa eldri en 5 ára á 35" og stærri. Þá fækkar alveg örugglega slysum, og almenningur verður öruggari á vegunum.
Gamlir bílar(eldri en 5 ára) eru slysagildrur, og þeir sem halda að það sé í lagi að setja þá á stór dekk eru stórhættulegir sjálfum sér og sínu umhverfi. Þeir eru líka jafnan ábyrgðarlausir og aka alltaf ógætilega.
Hihi
Grímur
10.04.2010 at 13:28 #690190Ef ég set nýja bremsudiska í bílinn hjá mér telst hann þá að meðaltali yngri? Telur það?
Eða þarf ég að redda mér grindar bút úr toyotu til að bíllinn minn teljist alvöru og hann hætti að bila svona?
10.04.2010 at 16:25 #690192
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
1
/Það er nú bara stórhættulegt að menn séu að skipta um í bremsum sjálfir, t.d. bremsudiska. Að selja bílavarahluti til ófaggildra aðila er náttúrulega alveg fráleitt.
Hihi
Grímur
10.04.2010 at 16:42 #690194Þetta með Toyota bútinn í grindinni virkar ekki neitt Birkir. Ég er með heila Toyota grind og það bila samt. Reyndar eru það oftast Patrol, Landrover eða Troober hlutar bílsins sem bila, verð að viðurkenna það.
10.04.2010 at 17:39 #690196Þessi vefur er að verða ónothæfur, þvílíkt er skítkastið hér orðið og bíltegundamorðið !
[quote:2ceqhjny]Reyndar eru það oftast Patrol, Landrover eða Troober hlutar bílsins sem bila, verð að viðurkenna það.[/quote:2ceqhjny]
Ég er samt svolítið hugsi yfir því hvað í ósköpunum gæti hafa bilar hjá þér Jón sem kemur úr Patrol, því vélin er úr Isuzu Blooper (eða einhverjum sambærilegum brotajárnshaug) er það ekki ? Hvað annað bilar eiginlega í Patrol ……… man ekki eftir neinu í fljótu bragði !
kv/ABinn
10.04.2010 at 18:09 #690198fjöðrunarkerfið Agnar minn fjöðrunarkerfið.
Jú og svo hosuklemma á vatnskassa
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
