Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Gamansögur
This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Þór Magnússon 18 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
28.09.2006 at 09:01 #198635
það var eitt sinn leiðsögumaður sem fór með hóp erlendra ferðamanna um landið okkar. Á ónefndum stað sáu þeir fýl fljúga um og spurðu túristarnir hvað þessi fugl héti. Leiðsögumaðurinn var ekki alveg klár á enska nafninu en svaraði um hæl: „Well, this is a elephant with a – y -„
Brosum og verum glöð
kveðja siggias74 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
28.09.2006 at 10:53 #561718
Svo var það sagan af vegagerðarmönnunum sem lentu í því að útlendur ferðamaður keyrði bílaleigu Yarisinn inn á vinnusvæði þeirra og festi hann. Þeir gengu tíu saman að bílnum og verkstjórinn segir við ökumanninn:
"We are starfing here and we have to ýt your car!".
–
Bjarni G.
28.09.2006 at 19:47 #561720* Þegar þú finnur reglulega riðflyksur í eyrunum
* Þegar WD40 hefur hærri forgang í innkaupum heimilisins heldur en mjólk
* Þegar merki eftir vélarblokk sjást á eldhúsborðinu
* Þegar þú finnur engin föt sem ekki eru með geymasýrugötum eða vélarolíu blettum
* Þegar ekki einu sinni rússar trúa því að bíllinn þinn sé bara tuttugu ára gamall
* Þegar einu búðirnar sem þú þekkir í bænum eru partasalar og verkfærabúðir
* Þegar þú veltir því fyrir þér hvers vegna mosinn í hurðunum er grænni heldur en garðurinn þinn
* Þegar þú ert vanur því að slökkva á aðalljósunum áður en þú gefur stefnuljós vegna þessa að þau geta ekki unnið saman
* Þegar þú getur ekki gert upp við þig hvort þú átt að leggja bílnum í brekku vegna þess að startarinn gæti klikkað eða niðri á jafnsléttu vegna þess að handbremsan gæti bilað
* Þegar þú ferð í úlpuna þegar þú ferð inn í bílinn
* Þegar konan veit að ef þú kemur ekki heim heila nótt er það ekki vegna þess að þú ert með annari konu heldur ertu fastur úti í mýri
* Þegar lögreglan tekur í hendina á þér og óskar þér til hamingju þegar þeir taka þig fyrir of hraðan akstur
* Þegar þú stoppar á bensínstöðvum til að fylla af smurolíu og tékka á eldsneytisstöðunni í leiðinni
* Þegar þú geymir olíuhreinsi í sturtunni
* Þegar þú ferð að hugsa um LUKAS rafkerfi þegar einhver reykjir nálægt þér
29.09.2006 at 00:22 #561722Mannsheilin er alveg magnaður, hann kveikir á sér þegar við vöknum á morgnana og slekkur ekki á sér fyrr en maður mætir í vinnuna.
Heimildir:Lifandi Vísindi.
29.09.2006 at 00:35 #561724Svo var það ráðskonann góða í mötuneytinu í Vatnsfelli (þegar vatnsfellsvirkjun var reist)
Höfðu menn það á orði að það hafi "fengið" FLEIRI en vildu.Heimildir:vinnuflokkar
29.09.2006 at 01:23 #561726Nonni litli var aðeins farinn að velta fyrir sér lífinu og tilverunni og einn daginn fór hann til pabba síns og spurði hann: "Hvað eru stjórnmál?"
Pabbi hans svaraði: "Jú sjáðu til, það er kannski best að ég útskýri það á þennan hátt: Ég vinn fyrir fjölskyldunni og þess vegna skulum við kalla
mig Auðmagnið. Mamma þín stýrir heimilinu og ræður útgjöldunum og þess vegna skulum við kalla hana Stjórnvöld. Við erum til þess að sinna þörfum
þínum svo við skulum kalla þig Fólkið. Við getum síðan haldið áfram og kallað barnfóstruna Öreiga. Litla bróður þinn skulum við kalla Framtíðina.
Farðu nú og veltu þessu fyrir þér og athugaðu hvort þetta kemur ekki heim og saman. þannig að Nonni litli fór í háttinn og hugsaði stöðugt um það sem
pabbi hans sagði honum.
Um nóttina vaknar hann upp við grátinn í bróður sínum. þegar hann kemur inn
í herbergi hans finnur hann fljótt að bleian hans er blaut og mikil fýla af henni. Hann fer inn í svefnherbergi foreldra sinna og finnur mömmu sína
sofandi. þá fer hann að herbergi barnfóstrunnar og finnur að hurðin er læst. Hann kíkir inn um skráargatið og sér föður sinn í rúminu með
barnfóstrunni.
Að lokum gafst Nonni litli upp og fór aftur í herbergi sitt og sofnaði.
Næsta morgun segir hann við föður sinn. "Pabbi, ég held núna að ég skilji
hvað stjórnmál ganga út á." Gott segir faðirinn, segðu okkur frá því. þá sagði Nonni litli: " Jú sjáðu til, á meðan Auðmagnið riðlast á Öreigunum
er Ríkisstjórnin steinsofandi. Fólkið er hundsað og Framtíðin er í djúpum skít…
Kv,,,MHN
29.09.2006 at 16:25 #561728Maður nokkur var staddur í Bónus að kaupa sér heitan kjúkling þegar gullfalleg kona, sem stóð við kælinn, veifaði í hann og brosti til hans. Hann varð hálfvandræðalegur, en gekk til hennar og spurði hvort þau þekktust. "Já, ég er ekki frá því að þú sért pabbi eins stráksins míns" svaraði hún.
Varð nú okkar maður heldur betur vandræðalegur, hrökk allnokkuð við og stamaði klúðurslega út úr sér "ha… ert þú stripparinn á Bóhem sem ég dúndraði í steggjapartíinu mínu fyrir framan alla vini mína og spreyjaði með þeyttum rjóma meðan þú tróðst agúrku upp í rassgatið á mér… ó mæ god, ég þekkti þig ekki!"
Konan svaraði svipbrigðalaust:
"Nei, ég er umsjónarkennari sonar þíns!"
30.09.2006 at 12:15 #561730bbbbj
30.09.2006 at 16:25 #561732
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
‘Eg fór aldrei á neitt grímuball
30.09.2006 at 21:20 #561734Eitt sinn voru 2 hænur staddar sitt í hvorum vegkantinum.
Önnur hænan kallar þá yfir vegin til hinnar og spyr: Hvernig kemst ég hinu megin við veginn?
Hin hænan svarar þá að bragði: Þú ert hinu megin við veginn
30.09.2006 at 23:53 #561736bbbj
01.10.2006 at 01:13 #561738Get ég fengið eins dags frí?
Hversu oft er ekki stjórnandi spurður slíkrar spurningar? Við fréttum af einum sem er með svarið á reiðum höndum og notar það
óspart. Það skal hinsvegar látið ósvarað hversu vel það virkar, en það sakar ekki að reyna.
Svar stjórnandans:
Svo þig langar í frí á morgun. Hugsaðu eitt augnablik um hvað þú ert að biðja um. Það eru 365 mögulegir vinnudagar í árinu sem
gera 52 vinnuvikur. Þú hefur þegar 2ja daga frí um hverja helgi, sem skilja eftir 261 mögulega vinnudaga.
Og þar sem þú eyðir 16 tímum daglega frá vinnu, sem eru samtals 170 vinnudagar, þá eru 91 dagur eftir til vinnu.
Þú eyðir 30 mínútum dag hvern í pásur, sem gera samtals 23 daga á ári, og skilja þá eftir 68 daga til vinnu.
Þú eyðir einnu klukkustund á dag í mat sem gera samtals 46 daga á ári, og eru þá 22 dagar eftir til vinnu.
Þú tekur að jafnaði 2ja daga veikindafrí á ári, sem skilja eftir 20 daga til vinnu. Þú færð frí á 9 hátíðisdögum á ári,
og þá eru 11 dagar eftir til vinnu. Þú hefur tekið að jafnaði 10 daga sumarfrí á ári,og þá er aðeins EINN dagur eftir
til vinnu og það er ALVEG ÚTILOKAÐ að þú fáir frí þennan eina dag.
kv,,, MHN )
01.10.2006 at 08:30 #561740bbbj
01.10.2006 at 23:35 #561742bbbbj
01.10.2006 at 23:42 #561744Hey, ég er með einn sterkann. Eruð þið tilbúnir?
Ingvar Helgason. HaHaHaHaHaHaHaHa!!!!
Haffi
02.10.2006 at 00:50 #561746
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Vitiði afhverju jeppakallar rata ekki úr hringtorgum ?? Of mikið af valkostum
04.10.2006 at 00:31 #561748
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ford stendur fyrir hvað? ,jú þetta:
Fuckers Only Run Downhill
Found On Russian Dump
Fix Or Repair DailyEinu sinni fóru Íslensk hjón í helgarferð til London.
Þau fengu fallegt herbergi á þokkalegu hóteli en þegar þau komu inn á baðherbergið sáu þau að það var enginn krókur til þess að hengja handklæði á.
Þau ákváðu því að skrúfa nokkra króka í vegginn, en vildu nú fyrst biðja um leyfi til þess hjá húsverðinum.
Á meðan karlinn stökk út í næstu verslun til að kaupa króka hringdi eiginkonan í húsvörðinn.
Hún var ekki góð í ensku og hljóðaði símtal konunar því svona.Konan: Jess, hello, ken æ tokk tú ðe hotel djanitor..plís ?
Bryti: Yes, hold on one moment.
Konan: Þeinkjú.
Eftir smá bið
Húsvörður: Yes hello?
Konan: Jess, is ðiss ðe djanitor?
Húsvörður: Yes mem, I am the janitor, how can i help you?
Konan: Jess……Æ was wondering iff its okei for mæ hösband tú skrú som húkkers in ár baþrúm?????
[url=http://islandrover.rangur.net/spjall/viewtopic.php?t=521:48s2ld6d][b:48s2ld6d]fékk þetta lánað hjá islandrover.is[/b:48s2ld6d][/url:48s2ld6d]
[url=http://islandrover.rangur.net/spjall/viewtopic.php?t=617:48s2ld6d][b:48s2ld6d]og[/b:48s2ld6d][/url:48s2ld6d]
04.10.2006 at 02:54 #561750Afdalabóndi kemur í kaupstað til að kaupa sér stígvél, en hin voru orðin ansi slitin og götótt. Fer hann sem leið liggur í kaupfélagið og spyr afgreiðsludömuna um stígvél. Hún sýnir honum þau og bóndinn ákveður að fá að máta. Þegar hann er kominn úr öðru stígvélinu sér afgreiðsludaman að hann er sokkalaus. Segir hún þá, ansi glettin á svipin, að þetta séu nú aldeilis góðir sokkar því þeir slitni ekki. Bóndinn hinn rólegasti ákveður að kaupa stígvélin. Þegar hann er að borga segir hann; Konan mín á nú buxur úr sama efni og fundið hef ég gat á þeim.
Góðar stundir
Magnús G.
04.10.2006 at 17:38 #561752Ford: For Overhaul and Repair Daily
Pontiac: Poor old ni**er thinks it´s a cadillacSvo einn,
Blindur maður labbar inná bar, sest niður við barborðið og potar í manninn við hlið sér
"hey viltu heyra ljóskubrandara?"
sá svarar að bragði.
"heyrðu karlinn ég er ljóshærður, steratröllið vinur minn hérna, hann er ljóshærður líka, útkastarinn er ljóshærður og sá sem er vinstramegin við þig er líka ljóshærður, VILTU ENNÞÁ SEGJA LJÓSKUBRANDARA KALLINN!!?"
Blindi maðurinn þagnar eitt augnablik en segir svo
"neee ég nenni ekki að útskýrann 4 sinnum….."
04.10.2006 at 18:18 #561754Kona ein sem var þrískilin var spurð um ástæður þess hversvegna hún hefði skilið þrisvar sinnum.
hún svarði:
Sá fyrsti var sjómaður sem var aldrei heima og þessvegna aldrei möguleiki á kynlífi með honum.Þessi nr 2 reyndist vera meira fyrir hitt kynið og hann hafði því ekki áhuga á kynlífi
og sá þriðji var pípari sem var svo sem í fínu lagi nema hvað að þegar að ég fór að heimta kynlíf þá sagðist hann ætla að kíkja á þetta í næstu viku.
05.10.2006 at 16:15 #561756Einn fyrir veiðimennina
RjúpusagaÞað voru hjón sem fóru saman í rjúpu um daginn. Þau höfðu lítið veitt og þegar kvöldaði ákváðu þau að gista í sæluhúsi uppi á heiði.
Um nóttina stekkur karlinn allt í einu á fætur, rýkur út alsber, með byssuna á lofti. Hann kemur síðan skömmu síðar inn aftur, bálreiður og öskrar á konuna sína:
"Það er engin helv. rjúpa á þakinu"
"Ég sagði á ég að krjúpa eða vera á bakinu"
Þessi er stolinn
__________
[url=http://c.midja.is:3j3ein4l][b:3j3ein4l]héðan[/b:3j3ein4l][/url:3j3ein4l]
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.