This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 14 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Mig langar að vita hvaða hlutverki pungarnir tveir sem eru vinstra megin á díselverkinu í Galloper þjóna.
Annar er ofarlega á verkinu og tengdur armi sem hækkar tómagangsstillingu á olíugjöfinni. Hann er með slöngu úr hliðinni og er hún tengd bremsuvakúminu. Það er rafmagnsloki á lögninni að honum.
Hinn er neðar, stendur á ská og kemur gúmmíslanga í botninn á honum. Ég hef ekki enn rakið hvert hún liggur. Þessi pungur snýr öxli sem er neðarlega á hliðinni á díselverkinu og gæti hæglega legið inn í það. Ég var helst að ímynda mér að þetta væri einhver „kveikjuseinkun“ eða innsprautunartímastillir til að auðvelda gangsetningu.
Getur einhver leiðrétt mig eða staðfest hvaða hlutverki þessir pungar þjóna og ennfremur hvaðan og hvernig þeim er stýrt?Ástæða þess að þetta vekur forvitni mína er sú að fyrir nokkrum vikum fór bíllinn að vera seinn í gang og fór það dagversnandi. Í morgun sprautaði ég svo vænum slurk af WD40 yfir áðurnefnda punga og armana sem þeir virka á og eftir það hefur hann rokið í gang á fyrsta starti eins og hann gerði áður fyrr. Það væri gott að vita meira um þetta áður en áhrifin af WD40 hverfa svo ég geti einbeitt mér að því að liðka þá hluti sem helst skipta máli þarna.
Ágúst
You must be logged in to reply to this topic.