This topic contains 2 replies, has 2 voices, and was last updated by Ágúst Úlfar Sigurðsson 8 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Galloperinn minn er nýlega farinn að vera seinn í gang og einkum þegar vélin er heit. Ég hef verið að fylgjast með spennunni sem kemur á glóðarkertin og hef séð eftirfarandi:
Þegar vélin er köld fá glóðarkertin spennu um leið og ég svissa á, en hún fer af eftir 10 sekúndur. Ef vélin fer í gang þá helst spenna áfram á kertunum í einhverjar mínútur og rofnar svo (eftirglóðun ?).
Ef vélin er heit er virknin önnur: Það kemur engin spenna á kertin þegar ég svissa á, en um leið og ég byrja að starta kemur spenna á þau en hún fer af um leið og hættir að starta.
Það er sem sagt engin forglóðun ef vélin er heit – bara meðan startarinn er í gangi.
Getur verið að þetta sé „rétt“ virkni í stýrirásinni fyrir kertin eða hvernig á hún annars að vera bæði með heita vél og kalda?
Einnig væri gott að vita hvar þessi stýrieining er staðsett og hvernig hún lítur út (helst mynd?). Er hún frammi í vélarhúsinum eða inni í mælaborði?
Ath. ég er ekki að spyrja um sjálft glóðarkertarelayið – ég er búinn að skipta um það og veit nákvæmlega hvar það er. Veit að það virkar.
You must be logged in to reply to this topic.