This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Ágúst Úlfar Sigurðsson 13 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Sælir reynsluboltar.
Upp eru komin vandræði með Gallhopperinn minn því allt bendir til að hann sé farinn að draga loft í eldsneytislögninni. Hann missir kraft við lægri snúning og plattinn þar sem rörin koma upp úr eldsneytistankinum er allur löðrandi í olíu.
Gamli Pajeróinn var með opnanlegri lúgu í gólfinu fyrir ofan tankinn og algjör draumur að komast að því sem þurfti að dytta að á þessu svæði, en nískupúkarnir í Kóreu hafa ekki séð ástæðu til að splæsa í svoleiðis lúxus.
Ég sé þessa kosti í stöðunni:
a) Skrúfa niður tankinn með viðeigandi tæmingu og aftengingum á slöngum og vírum – eða
b) Klippa gat í gólfið til að komast að þessu ofanfrá eins og í Pæjunni – eða
c) Reyna viðgerð neðanfrá með fullum skammti af sinadrætti, grjót í augunum og öðru ógeði.Hefur einhver ykkar reynslu af þessu og hvern kostinn teljið þið skástan ?
Einnig væri gott að fá fréttir af reyndum Gallopereigendum hvort þeir hafi lent í svipuðum verkum og hvernig menn hafa leyst þau. Voru rörin sem liggja niður í tankinn ryðguð og farin að leka eða voru það bara slöngurnar?
Loks er ein spurning um það hvort einhver sérstök ástæða sé til að gruna díselverkið um græsku. Þessi er keyrður um 140.000 km. Eiga verkin ekki að endast miklu meira en það ?
Kv.
Ágúst
You must be logged in to reply to this topic.