Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Galloper breytingar
This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 15 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.04.2009 at 16:31 #204159
Mig langar að vita hvort einhver getur sagt mér hverju þarf að breyta í Galloper ´98 fyrir annars vegar 35″ dekk og hins vegar ef einhver hefur sett svona bíl á 38″, eins væri gaman að vita hvort og þá hvað menn hafa gert til aflaukningar í svona 2,5 díselrellu.
Veit einhver líka kannski hvaða hlutföll gætu verið í þessu?Kv Snorri.
PS: bíllinn er beinskiptur.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.04.2009 at 18:17 #645032
Það eru sjálfsagt engir kanntar til á Galloper frekar en fyrri daginn. Annars er þetta bara gamli pajero í nýrri dragt og drifin þá örugglega 4.88.
02.04.2009 at 22:50 #645034Ég veit um einn sem er kominn á 35 tommur.
Mig minnir að eigandinn hafi bara sett upphækkunarklossa undir boddýið alveg sáraeinfalt. Bremsurörin liggja þannig að þarf ekki neitt að lengja í þeim og að mig minnir engar aðrar leiðslur sem ekki mátti tosa til svo að þær slyppu án þess að vera lengdar.
Eitthvað var hann að pæla í að halda áfram í 38 tommur, en ég veit ekki hvort hann hefur gert eitthvað í því.Ágúst
03.04.2009 at 00:24 #645036Ég er á einum svona 35".
50mm boddylift
Stuðarar hækkaðir líka
Smá fiff vegna viftuspaða
Skorið/hitað/beygt í original brettakantana, smá möndl en ekkert sem klárast ekki yfir helgi og plastbreikkanir skrúfaðar innaní. Billegt, ófagurt en praktískt.
Hraðamælabreytir frá Samrás, tengdur inn bakvið hraðamælinn, +, – og signal.
Balansstangir komnar á endurvinnslustöð.Nartar hvergi í svo heitið geti á 35" DC, hreinsar rykið innanúr breikkununum að aftan stöku sinnum ef mikið gengur á.
Ég hef ekki fundið neina raunhæfa leið til að auka aflið svo neinu nemi, hann verður þó heldur sprækari við 18psi búst í stað 11 original. Á eftir að prófa að svera pústið eitthvað, grunar að stíflan sé þar.
Svo minnir mig að það séu 5.29 hlutföll í þessum eðalvagni, allavega er hann alveg rosalega lágt gíraður (lágadrifið mætti reyndar vera slatta lægra vegna togleysis vélarinnar).
Varðandi 38", þá myndi ég ekki nenna því nema aflaukning hefði heppnast. Þarf sennilega ekki að hækka meira, en úrklipping og smávægileg færsla á afturhásingu er trúlega möst. (Reyndar er afturfjöðrunin algert bögg, þyrfti að vera 3- eða 4link til að trakka betur í ófærð.
Ástæðan fyrir því að ég setti þennan bíl á 35" er eiginlega sú að ég kunni ekki að kaupa minni dekk
kv
Grímur
03.04.2009 at 13:02 #645038Takk fyrir þetta, en hvað er verið að gera til að auka boost í túrbínunni? eru bara settar skinnur á milli við membruna? Eg var að fá svona bíl alveg óbreyttan og langar að gera einhverjar tilraunir með þetta en ekkert sem kostar mikið samt, er aðeins að pæla í að prufa að mixa í hann túrbínu úr 3,2 Pajero sem ég á til í skúrnum, hún gæti samt verið óþarflega stór á svona mótor kannski, endilega ausið úr ykkur hugmyndum.
Kv Snorri.
06.04.2009 at 16:26 #645040Er hægt að fá lengri gorma í svona bíla að aftan? Var að tala við þá hjá málmsteypunni Hellu og það er bara hægt að fá 3 CM upphækkunarklossa að aftan, kannski er bara best að skipta þessu út ef það þarf að færa þverstífuna hvort sem er við svona mikla hækkun, mig langar alveg rosalega til að koma 38" dekkjum undir og þyrfti þá líklega það mikla hækkun að þurfi að færa þverstífuna.
Bíllinn er reyndar verulega afllítill örugglega á svona stórum dekkjum en þetta yrði kannski svipað og túrbólaus hilux eða nálægt því, maður gerði sér það að góðu fyrir nokkrum árumKv Snorri.
06.04.2009 at 16:35 #645042Þetta verður alltaf sprækara en túrbolaus hilux á 38" dekkjum svo lengi sem hlutföllin eru 5.29. Þessi vél er sú sama og í pajero og er ekkert síðri í endingu en 2L-t toyota vélin og talsvert sprækari.
Bíllinn hjá mér sem er pajero með sömu vél lagaðist um heilan helling við að fá stærri dekk, maður gerði ekkert annað en að hræra í einhverju skafti allan daginn þegar hann var á 32" dekkjum. Með 5.29 drifunum er 35" eiginlega lágmark til að geta keyrt hann úti á vegi án þess að tapa vitinu.
Óbreyttur bíll er á vel ríflega 3200 snúningum í 5 gír á milli 90 og 100. Ef hann snýst ekki svo mikið úti á vegi þá er hann sjálfsagt með 4.88.
06.04.2009 at 19:20 #645044breytti pajeró 93 fyrir 38 t sá bíll var með 2,5mmc
úr 97 l200 .
bústið var aukið í þeirri vél með því að setja skinnur
undir afsláttarventilinn bústið var ef ég man rétt ca13 psi en svo var bætt við olíuverkið og við það fæddust töluvert af hestöflum og sett var 2,5 púst
að aftan þurfti að færa hásingu aftur um 4 cm ekki viss um að það þurfi í gallhopper en svo voru notaðir tveir upphækkunar hringir fyrir ofan gorma
kveðja Agnar
06.04.2009 at 22:40 #645046Ég græjaði búst-aukninguna svona:
Setti stillanlega þrengingu á leiðsluna að "bypass" pungnum, svo "T" inná sömu leiðslu, á milli pungsins og þrengingar. Aðra þrengingu á T-ið sem blæðir útí loftið. Svo stillir maður jafnvægið milli þessara tveggja þrenginga þangað til réttur þrýstingur næst, án þess að yfirskjóta eitthvað svakalega þegar mótorinn er að ná snúning(má ekki hafa alltof lítið flæði um fyrri þrenginguna). Ástæðan fyrir að hafa tvær er að takmarka sóun á þrýstilofti, annars væri hreinlega hægt að hafa eitt T og blæðingu í sjálfu sér.
Pungurinn opnar í einhvers staðar á milli 10 og 13 pundum, mér hefur ekki fundist vesensins virði að setja einhverjar skinnur þar sem hann heldur áfram að opna við sama þrýsting, aðeins er verið að takmarka sviðið sem hann vinnur á og láta hann opna minna, ekki við annan þrýsting. Annað mál væri ef maður opnaði kvikindið og bætti undir gorminn, þá er verið að tala um raunverulega breytingu á þrýstingi.
Veit einhver hvar he#$%&*s magnskrúfuna er að finna á olíuverkinu í þessum drossíum? Mér finnst eins og kvikindið svelti á snúning, samt er nóg olía að verkinu…
kv
Grímur
08.04.2009 at 12:47 #645048jæja.hvernig ganga breitingar og er búið að troða stærri blöðrum undir:)
08.04.2009 at 13:05 #645050Ég er búinn að skera úr að framan fyrir 35", á eftir að skrúfa smá upp að framan og lyfta honum að aftan líka, það eru orðnir slappir gormarnir í honum að aftan og ég er að hugsa um hvort ég á að láta 3 cm duga sem hægt er að fá hjá Hellu eða hvort ég smíða eitthvað sjálfur, fann einn stíflaðan ventil á soggreininni og lifnaði aðeins yfir hestunum, vantar samt helling af þeim ennþá finnst mér.
Kv Snorri.
08.04.2009 at 17:59 #645052Ég var ekki búinn að yfirfara þessa fjárans ventla, kannski gæti það verið málið með Grasshopperinn minn, mér finnst einhvern veginn að hann hafi verið miklu sprækari fyrir ca 30.000 km síðan. Hlýtur að vera eitthvað svona dót sem er bilað, af nógu er að taka.
Veit einhver að hversu miklu leyti þetta olíuverk er tölvustýrt? Nenni eiginlega engan veginn að reverse-engineera þetta drasl ef það er einhver hérna sem þekkir þetta betur en lófann á sér.
Ef þetta er alger tölvu/mekaník-samkrullis-martröð þá borgar sig kannski að farga því öllu saman og setja 100% mekanískt olíuverk í staðinn….
08.04.2009 at 23:06 #645054Þetta er að engu leiti tölvustýrt, 4d56 vélin er bara með venjulegu bosch VE stjörnuverki eins og í flestum 4cyl japönskum díselbílum. Það er ekki fyrr en eftir 2000 sem að þessi vél fær heila og þá í Mitsubishi. Þetta eru bara 100 hestöfl, hvorki meira né minna og 2 tonna bílar þannig að það má ekki búast við því að þetta krumpi malbikið þegar það er tekið af stað.
09.04.2009 at 00:26 #645056Það er rétt að þetta eru ekki kraftmiklar vélar í þessu en miðað við bíl sem bróðir minn á og er 88 Pajero 2,5 dísel turbo og kominn með intercooler úr Galloper þá er allavega minn bíl alveg dauður hvað aflið snertir, reyndar held ég að stór partur í því liggi í rokkerörmunum hjá mér, það eru keflalegur á þeim sem nema við knastásinn og eru þær orðnar verulega slitnar í mótornum hjá mér, þegar ég fékk bílinn gekk hann bara á 3 og ég byrjaði á að taka ventlalokið af og sá þá að ein þessara lega hafði brotnað og farið af, sem síðan leiddi til þess að knastásinn var kominn langt með að éta endann af arminum, ég fékk nýjan rokkerarm hjá kistufelli og skellti í til að prufa hvort þetta virkaði ( tímdi ekki að kaupa allt settið ef mótorinn væri svo ónýtur ) þetta gekk og mótorinn gengur á öllum en það er ekki hægt að stilla ventlabilið svo vel sé með hina 7 armana svona slitna og ég held að það skipti talsverðu máli hvað aflið varðar, mér finnst reyndar túrbínan hjá mér vera að koma inn í rúmlega 1600 snúningum og vera bara búin í 2100 eða rúmlega það kannski, næsta vers er að skoða túrbínuna sjálfa, hún er eflaust orðin slitin því mótorinn er ekinn rúma 260.000 km.
Kv Snorri.
09.04.2009 at 11:41 #645058það er gott að vita, samt er einhver rafmagnspúngur á þessu olíuverki(Bosch-copy), með slatta af vírum í, einmitt þar sem ég hefði búist við að finna magnskrúfuna.
Auk þess er skynjaradót hér og þar, vakúmstýring á því hvort olíuverkið fær "búst" merkið inn, EGR stýring og eitthvað fleira.Spurning um að komast yfir annað til að rannsaka þetta….
10.04.2009 at 13:48 #645060Hvaða hlutföll eru í sjálfskipta Galloper?og beinskipta?er þetta það sama og i Pajero?finn ekkert spjald frammí húddi
Kv Ak
10.04.2009 at 18:18 #645062Sé olíuverkið í gallopper svipað og í l-200 er skrúfan aftan á því. Yfir henni er hlíf svona eins og flaska í laginu og stúturinn snýr beint aftur. Hlífin er plokkuð af með skrúfjárni og svo er 13 mm festiró sem þarf að losa og skrúfan er hreyfð með skrúfjárni. Skrúfaðu inn til að auka magnið og byrjaðu á kvarthring í einu, aktu hring og athugaðu breytinguna. Mundu að herða festiróna áður en prófað er. Hættu svo áður en hann fer að reykja stórkostlega eða skrúfaðu út ef svo fer. Mundu að eyðslan eykst og ending vélarinnar minnkar ef þetta er gert. Síðan er þetta auðvitað harðbannað og ekki mér að kenna þótt einhver fari að þessum leiðbeiningum.
Góða skemmtun
11.04.2009 at 13:44 #645064einu gleymdi ég, það er TPS (Throttle Position Sensor) á kvikindinu, sem mér finnst vera ansi glöggt merki um eitthvað tölvugimmikk.
Ég hef prófað að aftengja þetta meira og minna, án þess að finna neina breytingu, þannig að mig er farið að gruna að þetta sé hálfgert "piggyback" kerfi, sem hefur verið sett til að troðast í gegn um einhverja mengunarreglugerðina, en er til algerra vandræða þegar það bilar(sem er trúlega tilfellið).
Spurning hvort maður getur ekki bara strippað þetta allt af og stillt uppá nýtt "manual". Ég er allavega alveg búinn með þolinmæðipillurnar
Svo á ég ágætis 2.4 Hilux mótor einhvers staðar í skúrnum sem fer ofaní ef þessi andast…engin giskukeppni um það hvernig hann virkar.kv
Grímur
11.04.2009 at 22:05 #645066Ef gormarnir eru eins og í pajero þá getur þú notað gorma úr patrol líka þeir eru dáldið lengri
kv Jói
11.04.2009 at 22:16 #645068Takk fyrir þetta, gott að vita ef ég vil hækka meira, annars færði ég bara botnana upp frá hásingunni í dag um ca 4,5 cm, kemur ágætlega út á 35" en ég er ekkert búinn að skera úr að aftan.
01.08.2009 at 05:02 #645070
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Böggurinn fannst núna fyrir 2 vikum síðan. Lítið síukvikindi, staðsett undir gormi sem banjótengis-boltinn fyrir olíuna inná olíuverk ýtir á undan sér. Semsagt:
Þrífa mesta hroðann afolíuverkinu.
Losa boltann á banjótenginu (framarlega á verkinu, 17mm lykill minnir mig)
Taka boltann upp, passa að týna ekki millihólk sem er undir banjóinu, og svo passa koparskinnurnar auðvitað.
Fara með lítið skrúfjárn / vír niður í gatið og veiða gorminn upp (ca 8mm í þvermál, 20mm langur eða svo.)
Fara aftur í veiðiferð og kraka vírsíuna upp.
Þrífa síuna.Setja allt saman aftur og starta í gang.
Ég fór auðvitað erfiðu leiðina og reif olíuverkið úr, hreinsaði og reif ofanaf öllu draslinu. Fann síuna í því ferli og lærði heilmikið um virkni svona græju. Alveg ferlega skemmtilegt system bara, sérstaklega boost-compensation dótið.
Niðurstaðan er bara furðu skemmtileg vinnsla í kvikindinu, alls ekki leiðinlegt að keyra bílinn eftir að hann fær alla þá olíu sem hann getur brennt.
(Er reyndar kominn með bústið í 18psi og olíu með því….virkar bara helling )Næstu aðgerðir verða sverara púst og vatnsinnspýting. Gaman að sjá hvað er hægt að kreista út úr svona rellu áður en eitthvað brotnar…það ætti allavega að vera hægt að taka 130+ út úr þessu með þokkalegu móti. Pústið er bara farið að stífla allt draslið, maður hreinlega finnur hvað vélin þvingast yfir 3000 snúningum undir álagi vegna viðnáms. Jafnframt veitir ekki af að kæla draslið þegar mest puð er í gangi, boostið ekki komið á fullt en nóg af olíu…
kkv
Grímur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.