Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › GALLOPER
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
25.12.2003 at 22:57 #193343
AnonymousEr eitthvað varið í GALLOPER, vélar, skiptingar annað? er mikið mál að setja þá á 35″, hvernig virka þeir svoleiðis?
Væri fínt að fá einhver comment um þetta, frá þeim sem þekkja þessa jeppa.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.12.2003 at 23:07 #482790
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll vertu, ´
þú velur þér aldeilis umræðuefni. Ég ætla nú bara að skrifa beint frá hjartanu. Marga bíla hef ég nú átt og prófað. En þetta er með ömurlegustu bílum sem eru á markaðnum. Hef aldrei átt svona bíl en hef keyrt þá nokkra bæði óbreytta og þegar eitthvað er búið að eiga við þá. Mér finnst þetta vera algerar druslur.
Þegar menn hafa verið að tala um að hilux sé kraftlaus þá ættu þeir að prófa galloper!! Þá verður mönnum hugsað orða sinna sem þeir hafa lagt í belg um luxan og sjá svo sannarlega eftir því.
Svona bílar hafa verið settir á 35". Þeir sem eru á 32",33" og 35" hafa verið að koma ágætlega út varðandi snjóakstur. En samt ekki húrra. Þetta er illa óheppnaður bíll.
Ekkert illa meint bara að segja mitt álit.
Jónas
26.12.2003 at 01:09 #482792Jónas!!!!
Nú verð ég bara að segja "hingað og ekki lengra". Ertu búinn að selja Krúserinn?
Björnn hinn hissa
26.12.2003 at 12:41 #482794
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Björn!
Já því miður er ég búinn að selja Krúserinn. Maður þarf óvænt að fara til útlanda í óákveðinn tíma en get reyndar komið að honum vísum þegar ég kem til baka ef ég verð alveg veikur. Svo þarf að skipta um húsnæði þannig að maður verður sennilega á einhverri þægilegri Toyotu fólksbifreið þangað það er afstaðið. Að sjálfsögðu 😉
26.12.2003 at 12:56 #482796Sæll
Ég hef nú enga persónulega reynslu af galloper en held að kramið í þeim sé mmc ættað. Hef heyrt að þetta sé svipað kram (og boddý) og var í eldri gerðum af pæjeró og þar af leiðandi gætu verið gírkassavandamál.
En þetta eru frekar ódýrir bílar og rúmgóðir og ég mundi vera óhræddur við að halda svona bíl úti á 33"-35".
(allavegana miðað við að gera sjálfur við)Kveðja O.Ö.
26.12.2003 at 22:59 #482798
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Enginn sem hefur átt Galloper sem hefur eitthvað comment á þetta?
26.12.2003 at 23:42 #482800Sæll pajero ca 90-93 er sami bíllin og galoper
semsagt sama kram grind gírbúnaður ofl.Galoperinn hefur annað body ,ég held að þetta sé nákvæmlega sami bílinn að frátöldum útlitsbreytingum.
traustur bíl fyrir utan að aftur hásing og gírkassi hafa verið að gefa sig eftr 100þús km, frekar kraftlítill
en mun samt duga fyrir 35 tommu dekk max
ef þú ert íhugleiðingum um kaup á svona jeppa gefðu þér tími til að skoða hann vandlega og hvernig hann hafi verið
þjónustaður ,smur,viðgerðir og endurbætur
kv Robola
27.12.2003 at 14:34 #482802Hann Jói blikk, Jói á Gullsmiðjupatrolnum getur rætt þig um þessa bila. Þessir bílar eru afspyrnu máttlausir ef þeir eru með sjálfskiptingunni.
Bkv.
Magnús Guðmundsson
27.12.2003 at 19:16 #482804Eg veit um góðan bíll sem er til sölu…… 1998 ekinn einhvað í kringum 80 þúsund.(Er ekki viss) Hann er 32 Breyttur. Þetta er flottur bíll og hefur verið í viðhaldi allatíð. Og ekkert komið fyrir hann. Hafðu samband við mig ef þú hefur áhuga á Góðum bíll.
29.12.2003 at 03:15 #482806
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eða er bara 1 tegund af þeim?
29.12.2003 at 14:06 #482808
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
gamli pajero og galloper er það sama, að öllu leyti.
boddý er það nákvamlega sama með örlitlum breytingum að framan, þannig að í raun eru tvær gerðir af þessu mmc og hyundai
bjarni
29.12.2003 at 14:35 #482810
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er til eldri gerð af Galloper ca. 92-93 sem er náhvæmlega eins og gamli Pajeroinn.
31.12.2003 at 00:41 #482812
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það gæti verið vit að kaupa nýlegan Galloper, henda öllu kraminu úr, setja Duramaxvél, almennilegag skiptingu og góðar hásingar. Að öllu þessu loknu ertu með jeppa sem er miklu ódýrari en gömul LandCruiserdrusla en væntanlega hörkujeppi. Ég held að hégómagirndin haldi aftur af okkur hér.
09.01.2004 at 19:28 #482814
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Dísel vélin sem er í þessum bílum, er eitthvað sem menn þurfa að hafa áhyggjur af þegar þær er komnar í 140-150 þúsund?
09.01.2004 at 22:19 #482816
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
hyondai svaraði öllu sem þarf að svara um hyondai ef ég skrifa þetta rétt, fór ekki í skóla til að stafsetja þetta en þeir svöruðu öllu með að skýra bíla frá sér (slys eða accent) eða eitthvað svoleiðis. Settu frekar dekkin (undir) toyotu eða willis en að setja galoper (á) 35" dekk En hver hefur sinn smekk

-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
