Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › galli í LC90
This topic contains 23 replies, has 1 voice, and was last updated by Vilhjálmur Freyr Jónsson 17 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.03.2007 at 08:41 #199879
Öxulgalli í LC90, Toyota skiptir um…
eru öxlar mikið að brotna í þessum bílum?
Frétt um öxulgalla -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.03.2007 at 13:03 #583894
Það er framdrifið sem er veiki hlekkurinn í þessum bílum og ekki óalgengt að menn brjóti það. Þessi galli sem þú vísar í þarna er hinsvegar í afturöxlum. Það er að ég best veit ekki algengt að það sé vesen á þeim. Þessar árgerðir af 90týpunni sem Toyota er að skipta um í eru líka margar hverjar komnar í um og yfir 200þús. í keyrslu svo vandamálið er nú ekki stærra en svo að flestir öxlar hafa haldið hingað til. Ætli þetta sé ekki svona fyrirbyggjandi aðgerð hjá þeim?
10.03.2007 at 18:16 #583896Þetta er nú eitthvað sem er búið að vera vitað allt frá því að þessir bílar komu á gótuna. (og þar eiga þeir best heima)* Það er reyndar merkilegt að þetta sé fyrst nún að komast í fjölmiðla vegna þess að þessi galli var loks viðurkenndur í sumar. Mér finnst nokkuð alvarlegt ef öxlar brotna undir bílum. Afleyðingarnar geta verið ófyrirséðar. Heyrst hefur um dæmi þar sem öxlar hafa brotnað í þessum bílum þó þeir hafi verið óbreyttir eða lítið breyttir og ekki og aldrei farið út fyrir þjóðvegina*. Það sem er hins vegar virðingarvert við TOYOTA er það að þeir viðurkenna gallana (kannski soldið seint þegar þessir bílar eru búnir að vera í sölu síðan einhvern tíman á síðustu öld)
10.03.2007 at 20:37 #583898Toyota hefur tekist með málþófi að tefja framgang afturköllunarinnar á þessum öxlum um rúm 10 ár sem eru sjálfsagt nokkur hundruð miljónir í aðra hönd fyrir þá en þetta hefur á sama tíma kostað eigendur þessara bíla bæði líkamstjón og eignatjón og hugsanlega líka mannslíf. Þetta finnst mér vera sérstaklega alvarlegt vegna þess að gallinn er svo augljós (öxullinn er soðin saman á stað sem engum heilvita manni dytti til hugar setja saman svona öxul) Eftir að hafa lesið fréttina þá er ég á því að Bogi Sigurðsson sé ekki með öllu mjalla og til skammar að fjölmiðill skuli hafa það eftir sem hann seigir. Hann segir í raun að ekki sé áhyggjuefni að hjól detti fyrirvara laust undan bílum.!!! En við skulum bara muna eftir þessu næst þegar við endurnýjum bílinn.
Guðmundur
10.03.2007 at 22:38 #583900Gamli krúserinn minn með brotinn afturöxul (hjá fyrri eiganda).
[url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=oldsite/1348:1gsvbl8n][b:1gsvbl8n]Brotinn öxull[/b:1gsvbl8n][/url:1gsvbl8n]
[img:1gsvbl8n]http://www.f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/1348/8295.jpg[/img:1gsvbl8n]
11.03.2007 at 01:40 #583902
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er vandamal sem löngu hefir verid vitad um og buid að skipta um öxla i morgum bilum bara þegar þeir td komu i þjonustu skodun a sinum tima… enn þetta er ótrulegur fjöldi bila enda spannar gallin einhver ár,,,,,, þetta getur komid upp i öllum bilum og er kanski hægt ad nefna nyja nissann navara,,, tjakkadi nyjan slikan bil, obreyttann upp um daginn ad aftan og tok a hjolunum og legurnar gengu svoleidis til í legusætunum bill rett keyrdur um 17þús km…. efast um ad hann hefði enst 200-300þús km eins og toyotan=) og þad var nottlega skipt um hásingunna undir bilnum enda er ekkert vænt sem nissan er kært hehehe
ford kvedjur Mikki.
11.03.2007 at 02:37 #583904Þetta er alveg einstakt mál og ekki sambærilegt við ónýtar vélar eða lélegar hjóllegur þetta snýst um það að afturhjól eru að fjúka undan þessum bílum án þess að gera nein boð á undan sér og allir sem að þessu koma er búnir að vita af því í yfir tíu ár. Ábyrð toyota er augljós allan tíman og og allan tíman er vitað að um líf eða dauða geti verið að tefla.
11.03.2007 at 02:45 #583906Hvað er öðruvísi við þessa öxla og þá sem notaðir voru í toyotum frá 198x? Eru þetta ekki sömu 1-piece öxlarnir?
-haffi
11.03.2007 at 07:24 #583908Ég þekki þetta mál nokkuð þar sem ég vann hjá Toyota á sínum tíma.
Ástæða öxulbrotanna er að slípun á pakkdósarsætinu endar í frekar grófum slípiförum í kröppum radiusi utan við dósina og hvert slípifar veldur kverkmyndun. Svo óheppilega vill til að herrsla öxulsins endar einmitt á þessu svæði. 3 vikum eftir að bíllinn kom til landsins 1997 komumst við að þessum galla. Lausn okkar var að pólera radiusin til að losna við kverkmyndunina. sú aðgerð skilaði mun betri endingu. 1999 komu frá toyota endurbættir öxlar með stærri radius og aukið þversnið þar sem hætta var á broti. úrtakan í enda öxulsins var minkuð til að auka þversniðið.
Ekki veit ég til að svoleiðis öxull hafi brotnað.
Það vill til að í þeim tilfellum sem öxull brotnar þá hangir hann á bremsudiskinum þannig að hjólið yfirgefur líklega aldrei bílinn. Mér þykir gott hjá Toyota að bregðast svona við og taka þá akvörðun að skifta um öxla í 210.000 bílum. ég vil líka hvetja þá sem eru á bílum framleiddum 1997 – 1999 og eru á 35-38" dekkjum að láta skifta um öxlana fyrr en senna.
11.03.2007 at 09:47 #583910Ert þú að seigja okkur Freyr að þú vitir ekki að öxulinn er samsóðinn þar sem "Grófa pakkdósarsætið" er eða er það mat toyota manna að það skipti ekki máli.
Ég veit líka að dekkin geta tollað undir bílum á bremsudisknum ef öxullinn brotnar en ef þau gera það þá læsast þau bara sem er eiginlega bara verra.
guðmundur
11.03.2007 at 10:12 #583912Það er rétt, það getur gert illt verra að hjólið læsist en í flestum tilfellum er það nú skárra. Fer algerlega eftir aðstæðum hverju sinni. Auðvitað er þetta mjög alvarlegur galli og greinilega tekið á honum sem slíkum.
Að taka 10 ára gamla bíla og skifta um öxla í þeim er líklega nokkuð sérstakt.
Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki séð framleiðsu á þessum öxli en líklega er hann steiptur, síðan formaður(forced) síðan renndur, herrtur með spanstraum að flangsi því þar endar herslan og að síðustu slípaður undir legur og pakkdós . Ég tel afar ólíklegt að hann sé soðinn og engin merki þess í eða við brotsárið.
11.03.2007 at 10:42 #583914Öxullin sem hefur verið að brotna er samsoðinn með núnings suðu þar sem flansinum og öxlinum er snúið á móti hvert öðru í gasfylltu rími uns efnið á milli þeirra hitnar upp fyrir bræðslumark þá er bremsað og hlutirnir bráðna saman. það vill svo til að þetta er gert í nágrinni við pakkdósarsætið í þessum öxlum þetta þýðir að hægt er að nota lélegt efni í flansin en alvöru efni í sjálfan öxulinn. hefðbundin leið í þessu er að hafa gat í flansinum krumpa hann upp á öxulinn og sjóða svo öxulinn við flansinn að utanverðu. Svo er líka til í því að öxlarnir séu ekki samsettir en það á ekki við um svona venjulega öxla í jeppum og ég hef aldrei séð svoleiðis öxul í toytajeppa svo ég viti. ég hef heldur ekki séð þessa endurbættu öxla sem settir hafa verið í í staðin og veit ekkert um hvernig þeir eru.
guðmundur.
11.03.2007 at 18:40 #583916Kannast vel við þann rauða sem er 1998 árgerð ! Þetta var nú ekkert smá mál á sínum tíma þegar nokkrir bílar þurftu að bíða í um 6 tíma eftir nýjum driföxul upp á hálendi. Heppni réði því að dekkið sást detta undan bílnum í tíma, með alla fjölskylduna í bílnum. Þarna hefði geta orðið stór slys.
Greiddi Toyota á sínum tíma um 70 þús í varahluti (fyrir utan vinnu). Ekki minntust þeir Toyota höfðingjar á að þetta væri þekktur galli (þrátt fyrir að þeir hafi vitað að því skv. þessum þræði).
Sem betur fer á ég allar nótur og meir að segja gamla öxulinn, ætla að kíkja í heimsókn til þeirra í framhaldi þessara frétta……
Nú reynir á þjónustu þessa ágæta fyrirtækis. Ég læt ykkur vita hvernig þeir taka á þessu máli.
10.04.2007 at 11:49 #583918um málið? Fórstu í heimsókn til þeirra Georg?
10.04.2007 at 17:31 #583920Forstjóri varpaði boltanum yfir á þjónustustjóra sem ég hitti í byrjun næstu viku. Þeir hafa tekið nokkuð jákvætt í þetta, að er virðist. Læt ykkur vita í næstu viku.
11.04.2007 at 22:09 #583922Jæja, nú eru þeir að seilast enn lengra aftur í tímann, skipta á út millibilsstöngunum í ’88-’96 klafahiluxum….ég á nú 4runner sem á von á nýrri millibilsstöng, en ég veit ekki alveg hvað ég á að gera við millibilsstöngina í X-Cabinn, sem er kominn með hásingu
1.381 toyotur eiga möguleika á nýrri stöng á næstunni hér á landi…
Það er sama sagan með þetta og öxlana, ég man fyrst eftir svona stöng brotinni í X-cab hjá kunningja mínum fyrir rúmum 10 árum, um það bil þegar ég var að læra á þetta sport. Um síðustu helgi reddaði ég svo félaga mínum um svona stöng þar sem hans var brotin, og toyota átti hana ekki á lager, en hún átti að kosta um 16.000,- hehehe (gámurinn kannski ekki kominn )
Þeir mega samt eiga það að þeir kalla þetta inn, þó seint sé.
Kannski fara þeir að hlusta á okkur vitleysingana einhvern tímann, við NOTUM jú draslið þannig að gallar af þessu tagi koma miklu fyrr fram hér en annars staðar.
12.04.2007 at 00:15 #583924
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sem minnir mig á það að ég þarf að hringja á morgun og panta tíma. Svakalega getur maður verið fljótgleyminn. Án stangarinnar er varla hægt að lifa.
Kv. Rykið
12.04.2007 at 11:00 #583926Þá er bara spurning hvernær þeir innkalla hrútshornin úr fyrstu hásingarhiluxunum
kv
Rúnar.
12.04.2007 at 18:28 #583928Sælir! Hvernig er það ættli þeir bæti mönnum skaðan sem lentu í að skipta um þessa öxla sjálfir og borguðu fyrir það stórfé hjá Toyota.
13.04.2007 at 00:49 #583930Það er nú einmitt það sem hann Georg ætlar að komast að – og setja hér inn á vefinn
29.04.2007 at 23:18 #583932Sælir,
Toyota menn leystu þetta mál með mikilli sæmd !
Átti þar mjög góðan fund með þjónustustjóra fyrirtækisins. Málið var leyst á mjög ásættanlegan máta þar sem þeir koma vel á móts við mig vegna viðgerðar á afturdrifi LC90 jeppa sem braut afturdrif árið 2004.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.