This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Jack Hrafnkell Daníelsson 20 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
06.04.2005 at 02:00 #195797
Mig langar til að tína til það sem mér finnst vera að hér á spjallinu.
1: Þegar maður kemur inn sér maður nýjustu þræði sem hefur verið skrifað inn á sem er gott mál þar til maður er búinn að skrolla niður á botn. þar vantar takka eða tengil sem flytur mann efst á síðu.
2: Of margir þræðir á hverri síðu, mætti takmarka við 10 til 20 og hafa tengil neðst sem flytur mann efst á síðu.
3: Í hverjum þræði eru of mörg svör á hverri síðu. mætti takmarka við 10 til 15 og hafa tengil neðst sem flytur mann á næst síðu, fyrri síðu eða efst á síðu.
Þetta er það sem ég sé að í fljótu bragði. Á örugglega eftir að vera hvað leiðinlegastur í að nöldra yfir þessari síðu og benda á leiðir til úrbóta ef hægt er, þó það sé ekki ásetningur minn. Vil að þægindi notenda séu höfð í fyrirrúmi á svona vefum, ekki þægindi stjórnenda einvörðungu.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.04.2005 at 08:41 #520572
Ég held að það yrði líka til bóta að skeytunum yrði raðað í Hebreska röð, þ.e. það nýjasta efst. Þetta kæmi sér sérstakalega vel þegar skeytinn eru orðin mjög mörg, eins og oft vill verða. Þá mættu vefsmiðir einnig athuga hvort ekki væri snjallt að halda utan um hvaða pósta innskráðir notendur eru búnir að lesa eða hvaða póst í þræði þeir lásu síðast og staðsetja sig þar þegar notandinn kemur aftur inn á þráðinn.
Jón Erlendsson
06.04.2005 at 08:52 #520574Tek undir þetta með þér. Þorði ekki að rífa meiri kjaft til að byrja með.
06.04.2005 at 09:04 #520576Mér finnst vanta að geta hakað við að muna lykilorð.
Maður er vanur því af öðrum spjöllum að þurfa ekki að skrá sig inn í hvert og eitt skipti og það væri gott ef við gætum haft sama hátt á hér.
06.04.2005 at 09:45 #520578að það skuli fleiri en ég finna að þessu og vera óhræddir að segja frá því.
gagnríni er góð ef það er á jákvæðu nótunum og hægt að laga það og bæta sem snýr að notendum og gera þeim auðveldara að nota vefinn.
06.04.2005 at 10:14 #520580Mér sýnist þessi vefur bara mjög góður, svona á fystu dögunum en auðvta þarf að venjast nýju umhverfi, svona eins og það tekur mann smá tíma að átta sig á lestarkerfi í ókunnri borg.
Ég hef td ekkert við það að athuga þó margir þræðir komi upp á hverri síðu, mér finnst það bara til þæginda, hitt tefur bara fyrir okkur.
Og sama á við um að fá öll svör uppá síðuna, mun þægilegra en að þurfa allltaf að opna nýja og nýja síðu, það má þá líka í því sambandi benda á takka á lyklaborðinu, "Page Up".
Mér sýnist vel hafa tekist til með vefinn, en auðvita má alltaf búast við "buggum" svona á fystu dögum og vikum, þetta þarf allt að fá að þróast og slípa af hornin.
Ég er sérléga ánægður með að öll þessi auglýsingasvæði, sem voru hérna á tilraunasíðu,,, eða meðann þessi var í smíðum skuli horfin, mér er mjög í nöp við óumbeðið auglýsinga efni.
Kveðja
SBA
06.04.2005 at 10:54 #520582Við tökum við ábendingum um hegðun og uppsetningu á vefnum. Það er ekkert mál, en að sjálfsögðu berum við allt undir stjórn f4x4 hvað við ættum að gera.
En ég þakka kærlega fyrir þessar ábendingar og við komum líklegast til með að gera eitthvað af þeim. Endilega komið með svona ábendingar við lítum annað slægið á spjallið til að ath hvað notendur vefsins hafa að segja. En þið getið líka sent okkur póst með því að fara í flokkinn "hafa samband" hérna uppí hægra horninu og velja þar vefstjóra, við fáum eintak af þeim pósti eins og er.
En ég endurtek, takk fyrir ábendingar.
06.04.2005 at 11:07 #520584Já þetta er ágætt. Mér finnst þó að síðan mætti vera skalanleg, það er að efnið mætti gjarnan fylla út í skjáinn og minnka eða stækka eftir stærð vefskoðarans. Það er afar undarlegt að stilla efninu upp í ákveðinni breydd sem verður ekki hnikað. Síðan ætti að fylla út í skjáinn.
Annað, ég sakna litasamsetningarinnar sem var á gamla spjallinu, fyrir okkur gömlu kallana er afar mikið óþægilegra að lesa svartan texta á gráum grunni. Það væri miklu betra að hafa bakgrunninn gulan eða hvítan.Það að geta "breytt" textanum eftirá er hrein snilld, nú getum við öll lagað stafsetningarvillurnar okkar!!!

Kveðja E.Harðar
06.04.2005 at 11:12 #520586Um að gera að hafa skoðanir á málunum, þannig verður gott betra. Ég setti samt spurningamerki við eitthvað af þessum kommmentum. Annars vegar er ég ekki sammála þessu með hebresku röðina (nýjast efst innan þráðs). Þá þarf maður að byrja að lesa neðst til að fá samhengi sem mér finnst ekki aðgengilegt. Eins þetta með að skipta þráðum upp þannig að bara ákveðin fjöldi innlegga birtist á hverri síðu. Það eru kannski einstaka þræðir sem þyrftu að hafa þetta (einhverjir Pajero þræðir), en yfirleitt finnst mér pirrandi að þurfa að "flétta" á milli.
Kv – Skúli
06.04.2005 at 22:15 #520588Hef nú ekki heyrt að maður "flétti" á milli síðna, en hef jafnan flett á milli síðna.
Held að það væri kostur að "splitta" löngum þráðum niður í fleiri blaðsíður. Hebreska röðin er svo sem ekkert forgangsmál ef hægt er að hafa blaðsíðurnar númeraðar með þeim möguleika að smella á númer þeirrar blaðsíðu sem maður vill fara inn á.
En það finnst mér mikið atriði að fá "Efst á síðu" tengil neðst á hverja blaðsíðu í spjallinu.
06.04.2005 at 23:18 #520590Það er spurning hvort ekki sé hægt að leyfa mönnum að hafa þann möguleika að geta breytt notendanafni sínu eins og er víða á þeim spjallvefjum sem ég hef heimsótt. Þó er það ekki algilt og langt frá því að vera allsstaðar. Þegar ég skráði mig þá gerði ég það með því nafni sem ég notaði á gamla spjallinu en áttaði mig svo á því að ég þekkist ekki þannig heldur er ég þekktur undir öðru nafni. Vildi ég því breyta nafninu mínu þarf ég væntanlega að skrá mig upp á nýtt, en það er ekki víst að það gangi upp ef ég man rétt, þar sem það eiga að vera takmörk á því hvað menn geta verið með mörg nöfn.
kv
Siggi tæknó
06.04.2005 at 23:31 #520592Ert þetta þú "Siggi Tæknó ?, Annars gat ég breytt notandanafninu mínu, sem betur fer. það væri skelfilegt er við fengum ekki Fast, Patrolmann, BÞV, Ólsarann og fleiri og fleiri góða kunningja aftur.
06.04.2005 at 23:34 #520594mannst´eftir mér
Hvernig gastu breytt nafninu???
Endilega deildu því með okkur
Jú það væri skelfilegt að fá þá ekki aftur
07.04.2005 at 17:24 #520596Langar til að óska klúbbnum til hamingju með þessa nýju síðu sem verður vonandi endurbætt þar til hún verður nothæf.
Spjallið sjálft er er í rugli af því að ekki virðist vera unnt að skoða undirflokka þess, nema eingöngu fáeina þræði í hverjum flokki þar sem hnappurinn "eldra efni" vísar manni alls ekki á eldra efni í viðkomandi undirflokki, heldur að því er virðist í nýjustu (eða nýlega) þræði (pósta) sem sendir hafa verið inn á síðuna.
Dæmi um þetta er ef maður smellir á undirflokkinn "Sýningarmál" – þá fær maður upp þræði úr þeim efnisflokki eins og vera ber sem raðað er í tímaröð. Vilji maður skoða eldri þræði í flokknum sýningarmál og smellir því á "eldra efni" þá fær maður nýja pósta úr öllum efnisflokkum í stað þess að vera áfram innan undirflokksins "Sýningarmál".
Þetta gildir um alla undirþræði að því er mér virðist og er vægast sagt ruglingslegt.
Kv
Óli
07.04.2005 at 17:32 #520598Sama virðist gilda í auglýsingakerfinu og ég útlistaði að ofan.
Mér sýnist að hnappurinn "eldra efni" vísi manni sjálfkrafa á síðu 2 í yfirliti auglýsinga, en ekki innan viðkomandi undirflokks.
Eins er með spjallið, sú síða sem maður fær upp þar við að ýta á "eldra efni" er sú sama fyrir alla undirflokka – eða síða 2 í yfirliti yfir nýjustu pósta.
Mann gæti svimað örlítið minna við að þetta yrði lagað

07.04.2005 at 17:45 #520600Einn aðal galinn er sá að maður hangir ekki næginlega lengi inni til þess að klára þráðinn og hef ég nú lent margsinnis í því að vera dottin út þegar ég ætla að setja ínn texta.
En látum vefsmiðinn taka einn hlut í einu bara að hann verði ekki of lengi að því
08.04.2005 at 11:44 #520602Mér finnst það reyndar athyglisvert að á forsíðu má sjá einar 10 smáauglýsingar en smelli maður á ‘Smaauglýsingar’ blasir þar bara ein við manni.
kv.
ÞÞ
17.04.2005 at 16:41 #520604Það er búið að kvarta yfir ýmsu sem hér mætti betur fara. Veit til þess að fólk sem er almennt ekki vant því að nota netið snýr frá þessum vef vegna þess hversu óþjáll hann er og flókinn. Ég er vanur ýmsum slæmum vefjum í gegnum tíðina og flóknum og kemst þessi á top 10 í þeim flokki.
Bara sorry, en það er bara þannig.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
