Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Gagnrýni á 4×4
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 23 years ago.
-
CreatorTopic
-
13.12.2001 at 12:27 #191229
AnonymousÞað eru einhverjir hvolpar á hugi.is að gagnrýna
einhverja félaga í 4×4 sem voru á ferðinni á Kili
helgina 8-9. des.
Þeir segja að þeim hafi ekki verið hjálpað í festu þrátt fyrir að ekið hefði verið framhjá þeim, skála hefði beinlínis verið lokað á nefið á þeim þrátt fyrir nóg pláss, og eitthvað fleira tínt til.
Ég skora á viðkomandi ferðalanga að gera grein fyrir sinni hlið á málinu, því er eitthvað er til í þessu kemur það óorði á félagsskapinn.
slóðin á greinina er
http://www.hugi.is/jeppar/greinar.php?grein_id=34798 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.12.2001 at 17:27 #458098
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég var að enda við að lesa í gegnum þetta og vil ekki meina að þetta hafi verið gagnrýni á klúbbinn sem slíkan heldur á mennina sem þarna voru á ferð.
Ef ég hefði lent í þessum vandræðum sem bræðurnir sem þetta á við lentu í hefði ég líka orðið andskoti fúll ef það hefðu verið margir jeppar sem hreinlega keyrt framhjá…
Og þetta með skálann….Ég hefði orðið vitlaus….
Það getur ekki verið að menn haldi að þeir eigi einkarétt á skálanum sem þeir eru í nema þá að þeir eigi hann. Og ef svo hefði verið að skálinn hefði verið orðinn fullur þá er ALLTAF hægt að koma einhverjum inn í viðbót…þó svo að svefnaðstæður séu kanski ekkert of góðar. Þá geta menn komist inní hlýjuna allaveganna!
En þetta bjargaðist náttúrulega þar sem að það var annar skáli til staðar.
Ferðumst með kollinn og vitið með okkur….hver veit nema maður sjálfur þurfi einhvern tíman hjálp??!!
Kv
Snake
13.12.2001 at 18:47 #458100
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Jæja hvolparnir mínir ! ! !
Eins og ég hef skrifað á http://www.hugi.is/jeppar þá er ég Alls ekki að dæma alla sem í þessari ferð voru en staðreindin er reyndar sú að það keyrðu jú ALLIR framhjá okkur og það þarf enginn að reyna að segja mér að það hafi enginn tekið eftir okkur. Við vorum nú ekki nema í einn og hálfan klukkutíma að moka okkur upp úr þessari festu þannig að…. . En það voru hinsvegar einhverjir 2 eða 3 sem stóðu þarna í dyrunum þegar við komum og lokuðu þeir þegar við lögðum bílunum við hliðina á þeirra bílum, mér fannst það bara vera eins og það væri verið að segja við okkur:
Þið eruð ekki velkomnir hingað !!!!
Kannski er það misskilningur en… hvað get ég annað haldið?
Ég legg það allavega ekki í vana minn að troða mér þangað sem ég er ekki velkomin.
Gaman væri að vita hvað við hefðum eginlega gert þessum mönnum !
En það eru nú að koma jól og ætla ég ekki að gera neitt stórmál úr þessu en… sannleikurinn særir…
Kveðja
Gauijul
13.12.2001 at 19:44 #458102
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Með skrifum mínum ætla ég ekki að verja þá menn sem voru á fjöllum þessa helgi. Það sem þeir gerðu ætti ekki að líðast meðal jeppa manna. Að hjálpa fólki í neyð er skylda hvers manns. En að dæma heilan klúbb af gjörðum lítis hóps finnst mér heldur gróft.Eins og skrifað er, "8 jeppar á vegum Ferðaklúbbsins 4×4" Þá hef ég hvergi séð auglýsta ferð á vegum klúbbsins þessa helgi. Þegar meðlimir 4×4 fara á fjöll með sínum vinum er þeir ekki að ferðast á vegum 4×4 og það sem þeir gera á ekki að skrifast 4×4. Takk fyrir.
13.12.2001 at 20:01 #458104
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
reyniði nú að lesa þetta allt ég tek það skírt fram að ég er ekki að ásaka allan klúbbinn þeir taka þetta til sín sem að eiga það, ég segi þetta einu sinni enn til að allir fatti það, ÞEIR TAKA ÞETTA TIL SÍN SEM AÐ EIGA ÞAÐ.
14.12.2001 at 00:02 #458106Gauijul segist ekki vera að ásaka klúbbinn og það má satt vera, enda vandséð hvaða ástæður eða rétt hann hefur til þess, hann er hins vegar að koma óorði á hann viljandi eða (vonandi) óviljandi!
Ég vil rökstyðja þessa fullyrðingu með eftirfarandi:
Gaui telur að einhverjir félagsmenn hafi komið illa fram við hann, hann skrifar samt ekki pistil hér á vefspjallið og hellir þar úr skálum reiði sinnar, sem væri rétt og eðlilegt, heldur allt annars staðar. Það er vegna þess að jong sér þessa umræðu og vekur athygli á henni að gaui fer að skrifa hér á vefspjallið.
Í pistlinum á hugi.is tekur hann sérstaklega fram hvað eftir annað að félagar í 4×4 hafi verið á ferð, dæmi: "8 jeppar á vegum Ferðaklúbbsins 4×4 keyrðu framhjá okkur og hjálpuðu okkur ekki", "varð skálavörðurinn reyndar mjög hissa á þessari framkomu 4×4 manna". Hann virðist sem sagt leggja sérstaka áherslu á að þetta hafi verið félagar í 4×4 og lætur beinlínis að því liggja að þeir hafi verið í ferð á vegum klúbbsins.
Samt virðist hann ekki einu sinni vera alveg viss um að þessir menn hafi verið í klúbbnum, því á einum stað skrifar hann "mér er sagt að þetta hafi allt verið menn úr Ferðaklúbbnum 4X4"!Það stendur heldur ekki á viðbrögðum vina hans á huga.is.
"jebb, maður hefur nú ekki heyrt margar góðar sögur af 4×4", "Ef 4×4 hagar sér svona eru þá þetta ekki Jeppaaularnir sem koma slæmu orði á aðra Jeppamenna" og sv. frv.PS á Huga.is er því haldið fram að þarna hafi hjálparsveit klúbbsins verið á ferð, hvað segja þeir um málið?
14.12.2001 at 01:17 #458108Ég heyrði að þarna hefðu verið á ferð "virtir" menn innan félagsins. Menn sem ávallt eru bendlaðir við félagið þar sem þeir þekkjast þannig að hvort sem þeir voru á vegum félagsins eða ekki eru þeir með þessu framferði að sverta nafnið 4×4. Svona hluti gerir maður ekki og vona ég að þeir bæti ráð sitt því batnandi jeppamönnum er best að ferðast 😉
Kveðja
Hvati
14.12.2001 at 02:31 #458110
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
þið eruð allir sömu sauðirnir
14.12.2001 at 12:10 #458112
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég frétti af þesssari óánægju á opnu húsi í gærkvöldi og ég sé mig knúinn til að upplýsa hvernig þetta gerðist en dettur ekki í hug að standa að því loknu í frekara orðaskaki við þessa menn enda eru þeir í sáralitlum tengslum við raunveruleikann.
Svo ég rekji í nokkrum orðum hvernig ferðin gekk fyrir sig þá urðum við varir við tvo bíla keyra af stað frá planinu við Gullfoss þegar við komum þar á föstudagskvöldið.
Við hleyptum úr og gerðum okkur klár og lögðum svo í hann.
Það ver leiðinda veður og skafrenningur. þegar við komum á brúnna yfir Grjótá þá sáu sumir okkar, ég meðal annars ljósbjarma uppá brúnunum eins og einhverjir bílar væru að leita að leiðinni niður það, hafa væntanlega verið þeir.
Hálftíma eftir að við komum í Árbúðir þá renndu þeir í hlað
(þar fór þetta með að moka í fleyri klukkutíma)og Gunni frændi sem var með þeim spurði hvort ekki væri pláss sem nóg var af og einhverjir komu inn en einhverjir vildu sofa úti þó einn okkar færi út og spyrði hvort þeir ætluðu ekki að drífa sig inn.
Á laugardagsmorgunin sögðust þeir ætla inn í Setur og fóru.
Við ákváðum hins vegar að fara á Hveravelli en keyrðum fram á þá félaga við Fremrisskúta þar sem þeir voru að brasa eitthvað í að dæla á milli. Ég sá þá svo ekki meira þann daginn því að við vorum komnir í Hveravelli fyrir kl 17.00 en mér skilst að þeir hafi komið þangað um miðnættið.
Flest okkar fóru að sofa um kl 10 um kvöldið enda ætluðum við að taka daginn snemma því að það spáði roki og rigningu fyrir sunnudaginn…
Þegar við yfirgáfum Hveravelli um morguninn eftir að vera búnir að gera upp staðarhaldarann(við urðum nú ekki varir við neina hneykslan hjá honum) þá var enþá ekkert lífsmark með þeim félögum, enda sögðust þeir hafa verið að skemmta sér eitthvað fram eftir nóttinni.Okkur gekk vel niðureftir þrátt fyrir rok og rigningu og vorum komnir á Geysi uppúr kl. 14.00.
Mér finnst fáránlegt ef þessir náungar ætla að fara að gera okkur ábyrga fyrir lélegum undirbúningi og vitlausum ákvörðunum sínum og ég verð nú að segja eins og er að mér fynnst að Gunni frændi ætti að vita betur eftir að hafa verið fjölda ára á fjöllum en að fara á einum 38" og einum 35" bíl í þessu færi á Hveravelli og ekki einusinni með tappasett meðferðis.
Ef það er hins vegar sakarvert að halda í við sig í drykkjuskapnum og leggja snemma í hann heim þegar illa spáir þá verðum við væntanlega að taka þá sök á okkur.
Með félagskveðju
Kalli
R-94
14.12.2001 at 16:16 #458114
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sko…
Nr. 1 þá sáum við ykkur allavega ekki við Gullfoss en kannski sáuð þið okkur en við vorum samt sem áður fastir í a.m.k. klukkutíma ef ekki einn og hálfan, þú ert búin að viðurkenna að hafa séð okkur þarna og að e-h fleiri hafi gert það, samt haldiði bara áfram, það finnst mér soldið skrítið, eins og ég hef oft sagt þá hélt ég að allir hjálpuðu öllum á fjöllum. Í Árbúðum var mér sagt að það væri pláss fyrir 2 þannig að ég og bróðir minn lögðum okkur bara í bílnum. Svo er það bara ekki satt að einhver hafi komið út í bíl og spurt hvort við ætluðum ekki að drífa okkur inn, hann hefur þá allavega ekki farið í réttan bíl. Þótt svo að flestir hafi farið að sofa um klukkan 10 Á Hveravöllum þá voru það greinilega ekki allir. Allavega ekki þeir sem stóðu í hurðinni og lokuðu henni þegar við komum, þeir vilja að sjálfsögðu ekki viðurkenna það og skammast sín örugglega fyrir það eftir að þetta er komið til tals á vefnum.
Ein spurning: hvenær sögðum við að við hefðum verið að skemmta okkur fram eftir nóttu ?
Að sjálfsögðu kveiktum við upp í grillinu þegar við loksins komum í skálann enda orðnir svangir, og síðan hvenær hefur það verið svona heilagt að fá sér bjór með matnum, ég hélt að það gerðu það flest allir jeppamenn og þætti það bara við hæfi.
b.t.w. Það er stór munur á því að fá sér bjór eða hreinlega að fara á fyllerí, enda sóð það ekki til.
Ég er ekki að gera ykkur ábyrga fyrir einu né neinu ég er bara að koma þessu á framfæri að mér fannst þessi framkoma fáránleg þ.e.a.s. nr. 1 keyra framhjá okkur við grjótá þrátt fyrir að við höfum reynt að blikka ykkur á fullu og nú viðurkennt að hafa séð okkur.
Nr.2 Það er þetta með að loka á okkur þegar við komum á Hveravelli, ég allavega tók því eins og ég hef sagt að það væri verið að segja við okkur: þið eruð ekki velkomnir hingað.
Kannski er þetta bara svona almennt, ég veit það ekki ég er nú bara búin að vera í þessu í rúmt ár og hef ekki farið í margar ferðir, og hinir tveir sem voru með okkur voru að fara í fyrstu alvöru ferðina sína og þeim fanst þetta líka bara hreinlega fáránlegt,
Það er bara þannig að það er ekki allt meðfætt og einhvertíman gerist allt fyrst.
Ég get ekki ímyndað mér annað en að þið hafið allir einhvertíman verið byrjendur en…. kannski er þetta bara meðfætt hjá ykkur….
ef svo er, þá veit ég ekki hvað skal segja….
Með Jólakveðju
Og von um betra samstarf
Guðjón Júlíusson R-2266
G-1110
16.12.2001 at 16:01 #458116
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ferðaklúbburinn 4×4 er klúbbur áhugamanna um ferðalög á hálendi Íslands. Þegar klúbburinn stendur fyrir ferðum er það auglýst rækilega, þannig að ekki fer á milli mála þegar ferð er á vegum 4×4. Þessa umrædda helgi var ekki um auglýsta ferð á vegum klúbbsins að ræða, heldur voru félagar í 4×4 sem ferðast hafa saman í áratug, á ferð, helgina 7-9 Des.
Það sama á við um Gaujajul félagi í ferðaklúbbnum 4×4 og félaga hans sem gengur undir nafninu Gunni frændi. Þannig að ljóst má vera að það var enginn á fjöllum þessa helgi á vegum Ferðaklúbbsins 4×4, eins og greinarhöfundur telur vera.Ferðin frá okkar sjónarhóli.
Við lögðum af stað úr bænum síðdegis á föstudag, þegar við komum að planinu við Sigríðarstofu ofan við Gullfoss, í all góðu skyggni, þá sjáum við tvo bíla upplýsta af ljóskösturum frá átta bílum, aka út af stæðinu, (samt bera þeir við að hafa ekki séð okkur, hvernig áttum við þá að sjá blikkandi ljós í hríðarkófi). Um 15 mín síðar ökum við af stað. Við höldum sem leið liggur upp Kjalveg í síversnandi skyggni. Þegar við komum að Grjótá verðum við varir við ljósbjarma aftan við okkur í gegnum hríðakófið, teljum við þetta vera þessa tvo bíla sem óku af stað á undan okkur frá Gullfossi. Eins og þeir sem hafa stundað vetrarferðir á hálendinu skilja, þá er engin leið að greina blikkandi ljós í slæmu skyggni á kyrrstæðum bíl, frá ljósum á bíl sem er á hreyfingu. Þannig að við töldum að engin hætta steðjaði að þessum félögum okkar, sérstaklega í ljósi þess að færðin var alls ekki slæm, og við ennþá í 8-10 pundum. Þess má geta að við vorum með 8 CB talstöðvar, 5 VHF talstöðvar og 7 NMT farsíma (þess má geta að Gunni frændi vissi vel, hvejir voru á ferð), ekki heyrðist eitt orð í þeim um beiðni um hjálp. Við héldum því áfram yfir Bláfellsháls, að Árbúðum og vorum komnir þar um hálf fjögur um nótina. Stuttu síðar 10-15 mín koma Gunni frændi og Gaujijull, (ekki hefur festan verið mikil). Gunni og félagi hans koma inn, þeim er boðið að gista sem og félögum þeirra sem sátu út í bíl, (sennilega í fýlu yfir meintu afskiptaleysi okkar á þeirra ferðum). Gunni frændi og félagi hans, þáðu gistinguna, skella í sig einum ?köldum? og leggjast til hvílu sem og aðrir.Daginn eftir þá leggja þeir af stað á undan okkur (enda létu þeir ekki hreingerningu á skálanum tefja sig). Stuttu eftir að við eru lagðir af stað frá Árbúðum ökum við fram á þá félaga þar sem þeir eru stopp, fyrsti bíll stoppar hjá þeim (eins og við eru vanir ef við höldum að eitthvað sé að hjá samferðamönnum okkar), ekki reyndist neitt alvarlegt hrjá þá félaga, annað en vandræði með dælingu á milli tanka. Við höldum því áfram. Til greina kom að fara í Setrið, en hætt var við það, vegna spár um hláku og stormviðvörunar, því var haldið til Hveravalla. Þangað var komið um fimm á laugardeginum í þokkalegu færi og góðu skyggni. Eins og kemur fram í grein þeirra félaga þá komu þeir ekki til Hveravalla fyrr en um miðnætti, höfðum við þó nokkrar áhyggjur af þeim, þar sem ferð þeirra hafði dregist óeðlilega miðað við færi og skyggni (ekki síst vegna þess að þeir voru að keyra í slóð af 8 jeppum, sem ætti að reynast auðvelt). Má vera að þar sé um að kenna, að annar bíllinn var einungis á 35? dekkjum sem telst alls ekki fullnægjandi miðað við þyngd bíls og árstíma. En hvað um það við vorum meðvitaðir um að þeir væru seinir á ferð og stóðum oft í dyrum skálanns, til að athuga með ferð þeirra, og vorum þess albúnir að keyra á móti þeim, ef þess þyrfti með. En að lokum birtust þeir, um miðnætti.
Svo að vitnað sé í skrif þeirra félaga ? voru nokkrir menn í dyrunum og þeir bara lokuðu skálanum bæði innri og ytri hurðinni?.Hvernig gat maður sem staddur var út á plani í 50 metra fjarlægð séð að innri hurð skálans hefði verið lokað, og það í gegnum gluggalausa aðalhurð, sumir sjá betur en aðrir.
Við töldum okkur hafa sýnt ábyrgð með því að fylgjast með því allt kvöldið, hvenær þeir myndu skila sér til Hveravalla.
Satt að segja þá töldum við það alveg sjálfgefið að þeir myndu fara í hinn skálann sem stóð auður, sérstaklega miðað við það hvað klukkan var orðin. Þess vegna var hurðinni hreinlega lokað þegar þeir voru komnir, í ljósi þess að við ætluðum að vakna snemma, vegna spár um storm og hlýnandi veðurs sem gæti leitt til krapa.
Við ætlum ekki að gagnrýna ferð þeirra félaga þessa helgi, enda hefur Gauijul með skrifum sínum, séð um það sjálfur. En í sjálfum sér er þetta ágæt grein, að því leitinu að þeir sem hafa litla reynslu af fjallaferðum, sjá hvað betur má fara, hvað varðar búnað bifreiða og taka ábyrgð á eigin gjörðum.Af hverju finnur Gauijul hvöt hjá sér til að skammast út í ferðalanga sem voru á sömu leið og hann til Hveravalla. Var það út af ómerkilegri festu sem við vorum svo óheppnir að verða ekki vitni að, eða var það út af eigin getuleysi til að takast á við þau vandamál sem geta komið upp í vetrarferðum á hálendi Íslands.
Við vonum bara að enginn verði nærstaddur þegar Gauijul fer næst á fjöll.
Hvað er hægt að læra af skrifum Gaujajul ?
1. Það er ótrúleg fáviska að halda eins og hann virðist gera, að þegar félagar í 4×4 sem eru að ferðast sem einstaklingar með félögum sínum í sama félagi séu að ferðast undir nafni klúbbsinns. Þetta ætti hann að vita sem félagsmaður í 4×4.
2. Að fara á fjöll á þessum árstíma á tveimur bílum þar sem annar er á 35? í slæmri veðurspá er ekki til eftirbreytni.
3. Til að fara fram á hjálp frá öðrum ferðamönnum á hálendi Íslands í slæmu skyggni, þarf að vera með fjarskiptabúnað sem virkar, það dugar ekki að blikka ljósum út í sortann.
4. Það er skylda hvers og eins að taka til í skála við brottför.
5. Þegar veðurspá er slæm, þá er betra að láta ?nokkra kalda? eiga sig, heldur vakna snemma, til að hafa tíman fyrir sér.)
6. Þegar ferðast er um hálendi Íslands að vetri til, er nauðsynlegt að vera með ýmsan búnað með sér, til dæmis skóflu og tappasett. En vissulega hefur Gaujijull sýnt ákveðna fyrirhyggju, með því að hafa með sér 3 bíómyndir, sem hann getur glápt á meðann hann bíður eftir hjálp.
7. Ferðaklúbburinn 4×4 hefur staðið fyrir nýliðaferðum á undanförnum árum sem hafa verið vel sóttar. Fyrir þessar ferðir hefur verið farið yfir grundvallarreglur um ferðamensku á jeppum að vetri til, bæði hvað varðar kunnáttu ökumanns og búnað bifreiða. Hvetjum við alla sem eru að byrja sína ferðamennsku, að taka þátt í slíkum ferðum.
8. Þeir sem ferðast um hálendi Íslands að vetri til, eru þar fyrst og fremst á eigin ábyrgð og sinna ferðafélaga, þeir þurfa að hafa búnað og getu til að stunda þessi ferðalög.
9. Að hjálpa öðrum ferðalöngum er sjálfsögð skylda, en til þess að geta það, þá þurfa menn að vita um vandræði annara.
Að lokum
Það sem okkur þykir verst við þessi skrif er, að hversu margir eru tilbúnir að taka undir sjónarmið annars aðilans, án þessa að sjónarmið beggja liggja fyrir. Menn eru tilbúnir til að rægja félagskap manna, rægja menn sem aka ákveðnri gerð bifreiða, og það sem okkur þykir verst, að draga ákveðna persónu inn í umræðuna sem kemur málinu ekkert við, öðru en því að standa flestum framar, hvað varðar búnað bíls og eigin getu til ferðalaga. Skrif þessara manna dæma sig reyndar sjálf, og lýsa eingöngu hugafari þeirra sem þau skrifa, (skræfur undir dulnefnum).Við sem ritum nöfn okkar undir þessar línur ætlum ekki að tjá okkur meira um þetta á netinu. Og vonum að menn geti ferðast um hálendi Íslands, án þess að verða fyrir skítkasti frá mönnum sem telja að allt sem aflaga fer, hjá þeim sjálfum, sé öðrum um að kenna.
Heiðar Jónson R-107
Benedikt Guðlaugsson R-252
Einar Sólonsson R-95
Pétur Oddgeirsson R-218
Karl Arason R-94
Viðar Elliðason R-115
Steinmar Gunnarsson R-191
Arnbjörn Ólafsson R-220
16.12.2001 at 18:58 #458118
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Gleðileg Jól
16.12.2001 at 19:59 #458120Þetta mál virðist dálítið á misskilningi byggt.
Þó finnst mér að gauijul og félagar séu klaufarnir(þetta er ekki illa meint).
1. Það að t.d. blikka ljósum út í hríðarkóf er ekki góð leið til að biðja um hjálp.
2. Það er ekki nema almenn tillitssemi að fara ekki inn í skála um miðnætti ef annar skáli stendur til boða.
3. Það að fara á aðeins tveim jeppum, þar af annar þeirra vanbúinn til vetrarferða er ekki gáfulegt.
4. það að skilja tappasettið eftir heima nær ekki nokkurri átt, sérstaklega ekki þegar menn passa að gleyma ekki DVD myndunum heima!
5. Það að leggja af stað lengra inn á hálendi á tveim jeppum þrátt fyrir hláku er heimskulegt.
6. SVO ER ÓÞOLANDI ÞEGAR MENN AÐSTOÐA EKKI VIÐ TILTEKT Í SKÁLA!
Ég er EKKI að reyna að vera leiðinlegur við þig gauijul og félaga þína en þið ættuð að skipuleggja ferðir ykkar betur og læra af reyndari mönnum. Svo eru til góðar bækur um jeppaferðir t.d. Jeppar á fjöllum og Jeppabók Arctic Trucks.
Ég veit að þessi grein mín er nánast endurtekning á því sem aðrir hafa skrifað en aldrei er góð vísa of oft kveðinn.
Freyr
17.12.2001 at 05:05 #458122
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þessi gagnrýni á drengina er frekar ósanngjörn. Að segja svona hluti er út úr kú. Þið munið greinilega ekki eftir því þegar þið voruð að byrja að ferðast, ég efast um að þá hafi verið allt til alls í ykkar bílum og stafli af "Handbókum" um akstur á fjöllum. Væri ekki frekar ástæða til að hjálpa svona mönnum sem lenda í vandræðum frekar en að ausa úr ykkar viskubrunni eftirá ? Einnig var mjög gaman að sjá að það er meiri glæpur að taka ekki til eftir sig í skála (hvaðan kom sá punktur ? ) , heldur en að úthýsa fólki og yfirgefa. Þetta spjall ber allt keim af hroka gagnvart nýliðum og er ekki til fyrirmyndar. Ykkar óskanýliðar virðast vera þá aldraðir verkfræðingar með þjónustulið og orginal 44" Landcruiser frá Artic Trucks. Það er nú einu sinni málið að það hafa ekki allir efni á því besta og eiga þeir þá engann rétt á fjöllum ????
Einhversstaðar verða menn að fá reynslu og læra og þá oftast af mistökunum, en það virðist ekki vera leyfilegt lengur því að allir eiga að koma útlærðir á fjöll og aldrei að lenda í vandræðum.undir þetta vil ég ekki setja mitt félagsnúmer því að það verður ekki notað oftar. Frekar vil ég ferðast með mönnum sem hafa gaman af þessu öllu án þess að vera með hroka.
17.12.2001 at 19:23 #458124Ég get ekki verið annað en sammála Redneck, einhvertíman verða menn að byrja og það fæðast ekki allir með jeppamenskuna í blóðinu.
En eitt væri gaman að vita?
Ef gauijul sá þessa 8 bíla frá veginum og gat séð að þeir væru á einhvernhátt merktir ferðaklúbbnum 4×4, hvers vegna í ósköpunum gátu þá þessir 8 bílstjórar og farþegar bílana ekki séð að þarna var fastur jeppi utanvegar og boðist til að hjálpa til við að losa hann?
Það þarf kanski að skafa rúðurnar aðeins betur?
En hafðu engar áhyggjur gauijul ef ég sé G-1110 fastann í kantinum þá er ég með spotta og ekki í ferðaklúbbnum og skal kippa honum upp fyrir þig því að það kallast almenn kurteisi.
18.12.2001 at 00:43 #458126
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég á líka spotta og það er ekki málið að kippa í þig ef af því kemur því ég skef rúðurnar. .GLEÐILEG JÓL MEÐ FJALLAKVEÐJU BOLI.
18.12.2001 at 00:55 #458128
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Fyrir tilviljun rakst ég á þessa umræðu hér á heimasíðunni. Einsog margir hér er ég rétt að byrja í minni ferðamennsku. Þetta hefur gegnum árin heillað mikið fyrir hversu samhentur hópur af fólki þetta virðist vera. En hvað sé ég hér. Hér taka nokkrir vanir félagar í F4x4 og setja hér útá vinnubrögð og skoðanir eins félaga sem er búinn að vera styttra en þeir. Ég vitna beint í þessa grein "ÉG VONA AÐ ENGINNN VERÐI NÆRSTADDUR ÞEGAR GAUJIJUL FER Á FJÖLL NÆST" Bíddu eru menn algjörlega tómir þarna uppí kollinum. Hvernig dettur nokkrum manni í hug að láta svona út úr sér.Koma svo með eitthverja skítna lærdómstöflu. Það er greinilegt að þessi viðkomandi einstaklingur eða einstaklingar sem sömdu þessa grein þurfa ekki að læra eitthvað í fjallamennsku heldur almennri kurteisi.Sem þeir greinilega hafa ekki lært. Ég get ekki sagt að þessi grein laði að nýliða. Það er aldrei að vita hvenær maður er notaður sem sýningardæmi um lélegan fjallamann einsog þessir viðkomandi félagar skrifuðu í grein sinni.
Ívan Ó.
18.12.2001 at 02:41 #458130Ég hef ásamt mörgum öðrum farið í svona nýliðaferð og þótti mjög gaman, nú allir vita á hvaða rás er stillt þegar lagt er af stað og því á ekki að vera neitt vandamál að kalla á hjálp, því það er það sem umsjónarmennirnir eru til þess að gera, þ.a.s. að sjá til þess að allir komist á leiðarenda. Ef menn eru það yfir aðra komnir að geta ekki veitt hjálparhönd þegar þess þarf finnst mér ekki mikils til koma! (Voru þeir kannski allir á 5-7millj.króna Patrol og með afb.uppá, ekki birtingarhæft, en alltaf finnst mér aukast um þá). En ef hjálp er afþökkuð, þá er engum að úthúða nema sjálfum sér.
Það er sjálfsagt að taka til eftir sig og ef fara á snemma eða á undan öðrum er sjálfsagt að láta vita og vera kurteis.
Og rétt er það að oft er bjór tekinn með í ferð, en ekki á alltaf við að njóta hans og í þessu tilfelli hefði hann betur mátt bíða. En eins og margir vita og þeir sem ekki vissu vita nú, er 35" bíll bara til trafala í svona ferð og vegna þess hefðuð þið átt að fara með hópnum áfram. Ég ætla ekki að velja hver hefur á réttu að standa, enda ekki hægt því báðir aðilar hafa aðeins út á að setja. En ef reyndir fjallamenn taka nýliða með sér í ferð( eins og mér skilst að gert hafi verið) þá á hann að sjá til þess að þeir hafi þann búnað sem til þarf, annars að taka þá í eigin bíl. Vona að fullorðnir menn geti svo ferðast saman án svona leiðinda, einnig er hægt að fara á fundi og skoða þessa (og margar aðarar síður á netinu til þess að afla sér upplýsinga og þekkingu til ferðalaga). það sem ég þekki af þessum mönnum(Ferðafélögum 4×4) eru þeir hinir bestu menn og fúsir til að aðstoða og veita upplýsingar eins og þeir geta. Með von um góð og gleðileg jól og farsælt komandi ár (og snjókomu). P.s. fyrir þig sem lenti í þessu þá vona ég að þú hættir ekki þessu tómstundargamani því þetta er ROSALEGA skemmtilegt.. fall er farar heill, þú verður næsti Fjalli.
20.12.2001 at 14:42 #458132Mér sýnist að þetta sé allt byggt á misskilningi og að menn séu að gera úlfalda úr mýflugu. Mistök eru til að læra af þeim og eins og komið hefur fram hér að framan þá geta allir lært eitthvað af þessu ævintýri.
Reynsla er ekkert annað en uppsöfnuð mistök og menn verða að gera mistök til að öðlast reynslu! (Best er þó að læra af mistökum annara, en það er annað mál.)
Ég legg því til að þetta mál verði tekið af dagskrá og menn fari að eyða tíma sínum frekar í eitthvað skemmtilegra en að orðhöggvast á netinu. Það er hagur okkar allra að standa saman þegar við ferðumst á fjöllum og hjálpast að við að upphefja sameiginlegt áhugamál okkar allra til vegs og virðingar. Það er ekki gert með svona skrifum.
Munum svo að öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.
Virðingarfyllst,
Ólafur Arnar Gunnarsson
R-2170.
20.12.2001 at 18:01 #458134
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hveravellir rigning 4 stiga hiti,veðurhorfur rigning rigningrigggnnninnnnn
Ein gömul saga
Föstudagurinn 13 des 1985
Ein fyrsta ferðin mín á Bronco 74 og annar á R.Rover 73.
Selfoss taka bensín stúlkan segir: ætli þið af stað Föstud.
13 ?????????Gist í Haukadal og þá hafði altenator í Rover bilað.
Laugardagsmorgun haldið inn á kjöl. Vegna veðurs er snúið við. Fyrir neðan Bláfellsháls bilar bensíndæla í Bronco.
Ákveðið var að gista í bílnum enda varla um annað að ræða.
Um morgunin komum við Rover í gang með þremur rafgeymum.
Helgina eftir var farið að sækja Bronco.
Nú var búið að græja keðjur á öll hjól á Rover. 32" hjól
ofurgræja.
Fljótlega brotnaði afturdrifið í Rover svo haldið var áfram
á einum bíl.
Dælan sett í Bronco og haldið af stað. CA.2 km. síðar brotnaði millikassinn Rover 72"
Haldið var áfram en veður var nú orðið svo vont að labba þurfti langar leiðir á undan bílnum.
Hin Roverinn fannst að lokum og hafður í spotta niður á Gullfoss.
Þriðju helgina var haldið af stað og nú með snjóbíl, Kyndill
í Mosó bjó til æfingarferð.
Komum í bæinn um kl 15 á aðfangadag og þá var þessum helgartúr lokið.Til gamans má geta að Broncoinn á ég enn og Rover 72" er líka með sama eiganda.
jólasnjóakveðjur
25.12.2001 at 16:08 #458136
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ERTU BÚINN AÐ ÁKVEÐA ÞIG HVORT R ROVER VAR ÁRGERÐ 72EÐA 73.************
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.