This topic contains 42 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 19 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.09.2005 at 22:26 #196299
Sælir félagar
kl. 7:00 í fyrramálið leggja 23 jeppar af stað frá Select Vesturlandsvegi í átt að Kárahnjúkum um Gæsavatnaleið gist verður í Dreka fyrstu nótina.
Þetta eru bílar frá 31 tommu og upp í 44 tommur þar af 7 bílar á 33 og undir.Þetta eru VFÍ og TFÍ sem standa fyrir þessari ferð og er þetta árlegur viðburður.
kveðja gundur
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.09.2005 at 18:05 #527462
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég get sagt þér það strax að engin HUMMER á Íslandi hefur nokkurn tíma verið dreginn. Ég hef hins vegar dregið kellingabíla eins og þinn um allt hálendið. Það má ekki setja þessar Toyota-hryglur í gang þá er framdrifið farið í þessum bílum. Þetta vita allir jeppamenn. Það er auðvitað hrein minnimáttarkennd hjá þér að viðurkenna ekki yfirburði HUMMERA sem hafa verið valdir fram yfir hryglur eins og þína um allan heim. Hefur t.d. einhver t.d. séð Bandaríska hermenn skjóta úr vélbyssum á toppnum á Landcruiser ? Nei – datt mér ekki í hug. Af hverju haldið þið að svo sé ? Svarið er einfalt: Bandaríki herinn notar ekki Kellingabíla eins og þinn til alvöruverka.
P.s. Það er kannski óþarfi að blanda hommum inn í þetta mál. Þeir eiga sinn tilverurétt – ekki gleyma því.
24.09.2005 at 19:41 #527464Ég var að heyra í honum Skúla formanni en hann er fararstjóri í Útivistarhóp sem er á leið frá Veiðivötnum um Jökulheima-Breiðbak og á að gista í Hólaskjóli í nótt. Þeir eru búnir að vera í miklu brasi. En þungt færi er nú á Breiðbaksleið og eiga þeir 10 km í suðurenda Langasjáfar. Mikið er dregið og lentu þeir í því núna fyrir skömmu að það slitnaði spotti með þeim afleiðingum að 3 rúður brotnuðu í læner og afturrúða í þeim sem var að draga, þegar ég var búinn að fá þessar frétti þá datt síminn hjá Skúla út. Batteríslaus að mér skilst.
24.09.2005 at 21:10 #527466Manni er nú bara farið að langa í eitthvað fjör. Spurning hver verður fyrstur til að láta sækja sig í vetur.
Góðar stundir
24.09.2005 at 21:29 #527468Mér sýnist að félagi Gundur hafi eitthvað misskilið hjálparsveit 4×4. Ef ég man rétt þá var hlutverk hennar að hjálpa öðrum en ekki að láta hjálpa sér.
Alltaf gaman að heyra af góðu basli verst að missa af því.
24.09.2005 at 23:25 #527470
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Vitið þið hvernig það er með ábyrgð þegar spotti slitnar, eins og virðist hafa gerst þarna í útivistarferðinni. -Ef maður gefur sér að þetta sé alveg tilfallandi. Hvor bíllinn ber ábyrgð? Hvort tryggingar dekki (gerist utanvega). Vitið þið hvort utanvegakasko dekki svona skemmdir?
24.09.2005 at 23:40 #527472Sá sem dregur er alltaf ábyrgur fyrir skemdum á báðum bílum og hann á að borga skaðann sem verður á bílnum sem hann var að hjálpa eða bjarga, þrátt fyrir að sá hjálparþurfi hafi átt spottann. Það er bara spurning hversu vel hinn hjálplegi samherji er tryggður.
kv. vals.
24.09.2005 at 23:47 #527474Jæja allir komu þeir aftur, Gundur og félagar sem eru hinn skemmtilegasti hópur. Fórum félagarnir (undirritaður ásamt Pétri og Benni) á móti þeim með eldsneyti. Vegna snjóa hafði eldsneytiseyðslan orðið veruleg og var orðin all nokkur þörf í hópnum.
Þetta gekk allt vel, einn Musso með bilaða heddpakkningu (var í spotta), einn bíll með ónýtt dekk (ók á 3×38" og 1×29") og nokkrir "litlir" vandræðagemlingar (í snjó) teljast ekki vandræði.
Skemmtileg ferð í snjóinn og ættu allir að prófa það… núna.Kveðja Erlingur
24.09.2005 at 23:50 #527476Þegar þú færð t.d björgunarsveit til að draga þig þá byrja þeir á því að tilkynna þér að þeir bera enga ábyrgð á ef bílinn skemmist hjá þér, ef þú samþykkir það ekki þá draga þeir þig ekki.
Þau skifti sem ég hef dregið fólk sem ég þekki ekki þá hef ég sagt þetta og passa þá að það sé einhver sem heyrir þetta, bara þessi setning: ,,Ég ber enga ábyrgð ef bílinn skemmist´´ hefur sparað mér um 150 Þ
Hvenar koma myndir ???
Kv
Snorri Freyr
25.09.2005 at 20:48 #527478Ekki auðnaðist okkur að komast á Kárahnjúka … en við erum allavega bún(ir) að fara Gæsavatnaleið
Bestu kveðjur og kærar þakkir til Benna, Péturs og Erlings – sopinn var góður!
Ég ætla að eftirláta Gundi að skrifa ferðasöguna og ég vona að hann segi nú eitthvað satt ….
Myndirnar mínar, þessar örfáu, frá þessu mikla ævintýri er að finna hér [url=http://www.austurgata.net/gallery/view_album.php?set_albumName=album90:7ufspv9d]http://www.austurgata.net/gallery/view_album.php?set_albumName=album90[/url:7ufspv9d]
p.s. smá statístík …
13 bílar fóru
11 komust til baka
5-6 dekk þurfti að tappa
1 bíll er með skemmdan afturenda eftir spotta
25.09.2005 at 23:55 #527480Útivistarhópurinn sem Ofsi nefndi er líka kominn til byggða eftir frábæra ferð í dúndur flottu veðri. Það er rétt að Breiðbakur var svolítið bras, snjóskaflar víða en snjór sem engu heldur og þurfti því að ryðja slóð með hjakki. Yfirleitt gekk þó ágætlega þegar slóðin var komin þó stór hluti flotans væru 35“ og undir. Komum í Hólaskjól líklega undir kl. 23, en lungað úr deginum fór í Breiðbak, aðrir kaflar voru fljótfarnir nema hvað veðurblíðan útheimti mörg stopp sem vildu dragast á langinn. Fórum svo Syðra Fjallabak í dag um Álftavatnakróka, Mælifellssand, Álftavatn og hjá Laufafelli og var það pís-of-cake, að vísu víða snjór í niðurgrafinni slóðinni en ekkert sem ekki var hægt að ryðja án vandræða. Semsagt hörkugóð ferð og þó spottakvikindið hafi valdið skaða þegar hann slitnaði, þá meiddist enginn.
Kv – Skúli
P.s. Rétt að koma líka með statistik
13 bílar fóru
13 bílar komu til baka
Engin töppuð dekk
Engin affelgun
2 bílar skemmdir eftir spotta
Allir fengu drátt a.m.k. einu sinni
26.09.2005 at 01:01 #527482Sælir félagar
Þá má segja að tekist hafi að hringa marga Patrola þessa helgina. Það voru jú svo margar Patrol gildrur á Gæsavatnaleiðinni, Siggi Magg veit td. um eina í Nýjadal.
Já núna erum við komnir heim úr einni bestu ferð sem farin hefur verið. Snjór, Snjór, Snjór, Sól og bara allur pakkinn.
Búin að hringa Vatnajökul um helgina og til öryggis þá tók ég einn hring um Hafnarfjörð og Setbergið þar sem Ella býr.
Ástæðan fyrir því að við fengum Benna og Erling til að koma á móti okkur var sú að Disel bílanir sem eyða engu höfðu þá sennilega ekki haft efni á að fylla tankana, því þeir voru allir orðnir olíulausir í Dreka við Öskju meðan ég átti 150 lítra af bensíni.
Einnig hafði Benni hringt 10 sinnum í okkur og spurt hvort hann mætti koma. Benni hefur nefni lega áhuga og þor til þess að takast á við snjókum enda á Toyotu í seinni tíð.
Gundur stóð sig vel á 44 tommunni festist aldrei, aldrei og er núna búinn að standast fyrstu úttekt með ágætis einkun.
Kæri Benni, Erlingur og allir hjá VFí og TFÍ takk fyrir frábæra helgi norðan Vatnajökuls.
Sendi svo inn myndir
kveðja Guðmundur
26.09.2005 at 01:38 #527484Já það er nú auðvelt að vera á 44" dekkjum aftastur allann túrinn og keyra í förum eftir minni bíla án þess að festa sig. Það er nú líka alveg ofur eðlilegt að eitthvað fari minna af eldsneyti á svoleiðis akstri.
26.09.2005 at 08:43 #527486hvað það er sem aftasti bíll man eftir, en sem betur fer eru hér snjallir menn sem sjá í gegnum orðagjálfur um Gæði 44" toyotu … sem komst jú á leiðarenda á eftir 31" wrangler sem hafði sléttað brautina
Patrol-inn stóð sig vel, að mínu mati, og er ég bara hæst ánægður með gripinn. Ég veit ekki með eyðsluna, hún var sennilega 100 – 110 lítrar 30klst. leið í mjög erfiðu færi og með ófáum klukkutímum með annan bíl aftan í (í fullum drætti) auk annars togs, bakks og viðsnúnings.
Allavega fer aukatankur fram fyrir intercooler ísetningu
Siggi
26.09.2005 at 09:20 #527488Svo Gundur er kominn með þann eftirsótta stimpil á sig að vera "FARAMAÐUR". Ég skoðaði myndir á austurgata.net, og þar virtist Patrol alltaf vera fyrstur.
Með Patrol kveðju
Góðar stundir
26.09.2005 at 09:40 #527490Ég þurfti alveg að horfa oftar en einu sinni á dagsetningarnar í þessum þræði. Á þetta ekki að vera október-nóvember?
Ég ætla rétt að vona að veturinn sé ekki farinn að koma í september og svo bara búið!!
Hlakka til að lesa ferðasögur og sjá myndir!
kveðja
Soffía
26.09.2005 at 10:06 #527492Ég verð að viðurkenna að eftir að hafa skotist þarna austur með olíudropa hefði ég alveg viljað vera með í þessari ferð. Ég dauð-öfunda þá/þau. Allavega, undir lok ferðarinnar var komið snilldar veður, sól, lítill vindur og 1-2 stiga frost, all nokkur snjór á köflum og bara gaman að keyra. Auðvitað er það ekki eins þegar minni bílar eru með í för sem sífellt þarf að draga eða hjálpa á einn eða annan hátt. En er það ekki hlutskipti okkar á "stærri" bílunum að drösla hinum með. Það má ekki gleyma því að þegar 44" bílar eru í ferð með 49" bíl, þá eru 44" bílarnir orðnir "litlu" bílarnir. Þetta fer allt eftir því við hvað er miðað!
Kveðja Erlingur
26.09.2005 at 10:08 #527494Ég hafið smá áhyggjur af því að Gundur næði ekki að koma ferðasögunni á framfæri þar sem stöðugt var verið að trufla hann í símanum (líklega frá öðrum þurfandi hópum). Þetta var annars ljómandi skemmtileg og krefjandi ferð (búinn með alla tappana sem ég tók með og líka Arnórs) en enginn ætti að gera lítið úr mikilvægi Mússó í svona ferð, end ók ég á 33" varadekkinu úr honum frá Urðarhálsi í Möðrudal.
26.09.2005 at 11:58 #527496Kæru félagar
Gleðilegan vetur, hann er kominn.
Settir nokkrar myndir inn.
Amen
ykkar Gundur
26.09.2005 at 12:35 #527498Búinn að skoða myndirnr frá Gúnd. Bara myndir af honum í förum. Núna verður kallinn að gera eitthvað magnað, til að reka af sér FARAMANNA orðið.
Patrol er bestur
26.09.2005 at 18:34 #527500Kæri Hlynur Vínland
Fróðleiksmoli
Þegar farið er að skipuleggja ferðir með lítið breytta og óvana ökumenn um hálendi Íslands er mikilvægt að hafa bíla með hlutverk í þessu hópi.Þrír bílar með VHF og CB stöðvar leika þarna stórt hlutverk.
Bíll númer eitt er notaður til þess skoða og velja færara slóðir fyrir þá minstu bíla sem á eftir koma.
Bíl númer tvo passar að þeir bílar sem td. eru ekki með VHF eða CB eins og var raunin í þessum hópi vaði ekki á eftir fysta bíl út í ógöngur eða verið er að skoða mögulegar leiðir.
Bíll númer þrjú er síðasti bíllinn í hópnum og hefur hann það mikilvæga hlutverk að halda hópnum saman og að stoða þá sem minst eiga sín.
ps. þegar kom að flæðunum voru þær botn frosnar og með púður snjó yfir og var þar tekin spirna milli Patrols 44 (fysti bíll) og gundar 44 og ég reyndi að ná mynd af honum þegar ég fór fram úr honum en því miður var myndir mjög hreyfð.
Hlynur er þú hefðir séð þetta heima í stofu þá er ég hræddur um að það hefði runnið af þér.
þinn aðdáandi Gundur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.