This topic contains 42 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 19 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.09.2005 at 22:26 #196299
Sælir félagar
kl. 7:00 í fyrramálið leggja 23 jeppar af stað frá Select Vesturlandsvegi í átt að Kárahnjúkum um Gæsavatnaleið gist verður í Dreka fyrstu nótina.
Þetta eru bílar frá 31 tommu og upp í 44 tommur þar af 7 bílar á 33 og undir.Þetta eru VFÍ og TFÍ sem standa fyrir þessari ferð og er þetta árlegur viðburður.
kveðja gundur
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.09.2005 at 22:40 #527422
Mér líður mikið betur að vita þetta, og mun eflaust sofa mikið betur í nótt eftir að hafa lesið þetta. Ekki vissi ég að félagsskapurinn Viltir Fiðluleikarar Íslands (VFÍ) og Tafl Félag Íslands (TFÍ) væri svona mikið fyrir ferðalög.
Með von um góð snjóalög og eitthvað smá vesen.
Góða ferð og góðar stundir
23.09.2005 at 04:09 #527424Sæll Hlynur Grínland
Getur verið að þú haldir að f4x4 standi fyrir F16
svo er ekki þetta er ferðaklúbburinn 4×4.Núna um helgina verður Patrolinn hennar Ellu hringaður í annað sinn. Við förum hringin í kringum Vatnajökul.
Patro. boyssss and girlssssssssssssssssssss
kveðja gundur
23.09.2005 at 11:05 #527426var að tala við gund og var hann í skýunum. Bara gaman sól og snjór. Góðir skaflar þar sem vegurinn er "niðurgrafin". þeir reikna með að vera 10 tíma frá Hrauneyjum. eitthvað þýngra yfir þegar austar dregur.
skari
23.09.2005 at 14:06 #527428Sælir félagar
Var að koma úr símanum að tala við Guðmund (gund)og voru þeir að berjast í leiðindar þæfing við Nýjadal,snjór var þungur en frekar burðarlítill þannig að 38" bílar voru í erfiðleikum,einn Musso með brotið framdrif og 44" bílar fremst og aftast og höfðu nóg að gera í spottunum.
En eins og Gundur sagði bara gaman og veðrið flott og ættla þeir glaðbeittir í Dreka í kvöld þótt hægt fari.Klakinn
23.09.2005 at 15:28 #527430Þeir gætu verið ornir þreyttir, félagarnir þegar þeir koma í Dreka, miðað við ferðahraðan en þeir áttu eftir 11 km loftlínu í Nýjadal. Annars var flott veður en færð orðin þung og mikið dregið
23.09.2005 at 17:40 #527432Hvað er að frétta af þessum fiðluleikurum og taflmönnum. Þarf nokkuð að fara að senda björgunarsveit 4×4 á eftir þeim ???
Góðar stundir
23.09.2005 at 18:29 #527434Er ekki óþarfi að vera að segja okkur frá snjónum. Eins og það sé ekki nógu svekkjandi að sjá hann í hlíðum Esjunnar.
Kveðja Fastur í bænum
23.09.2005 at 20:20 #527436Hvernig skyldi Gúnd ganga að hringa Vatnajökul ?? Verst að ónefndur blár Patti er í Hafnarfirði, en ekki í nágreni Nýjadals.
23.09.2005 at 20:47 #527438Það er ekki hægt að senda hjálparsveitina, Gundur aðalsveitarforingi leiðir þessa fræðinga í þessar ógöngur eða skemmtigöngur, hefur einhver tala við þá nýlega !!
kv. vals.
23.09.2005 at 21:40 #527440Hæ hæ.
Er ekkert að frétta af basli? Ég og blái Pattinn erum til í björgunarleiðangurinn.
kv.
Ella
23.09.2005 at 22:15 #527442Það eru glóðvolgar fréttir beint úr símanum.
Gundur og co eru núna staddir á Urðarhálsi í þæfingsfærð og þungum snjó og áætlaður komutími í Dreka er um kl 04 í nótt miðað við ferðahraða síðustu kílometra, Það kafsnjóar á þá en lítill vindur
Guðmundi þótti það ekki vera neitt tiltökumál þótt blái pattinn sé í Hafnarf, Hann yrði hringaður samt þó hann væri á Grænlandsjökli.
Musso er með bilaða stýringu á milli háog lága svo það var bara farið undir hann og settur manual í lága og er bara að virka svoleiðis.Guðmundur segist verða að hætta að setja skoru í dekkin fyrir hvern bíl sem hann dregur svo það verði eitthvað eftir af dekkjunum til að aka heim á.En allir voru í ekta skapi og báðu fyrir kveðju á vefinKv Klakinn
23.09.2005 at 22:59 #527444Það er það að frétta að bílar frá Akureyri eru að leggja af stað að ná í Gund og félaga, eða allavega eftir símtal við Herra Gund þá ákváðu þeir að fara til þeirra og koma þeim í hús.
Hvorki gengur né rekur hjá Sunnanmönnum og eru þeir núna nánast stopp og líklega hættir að spóla og farnir að nærast meðan þeir bíða eftir bílunum með bláu ljósin, og til að gæta alls hlutleysis voru sendir Patrol á 44" og LC á 44".
Þannig að yfir ýmsu verður að vaka fyrir þá sem komast ekkert út úr bænum um helgina.
24.09.2005 at 02:13 #527446Það er ekki alveg rétt að leiðangur hafi verið sendur af stað. Núna kl:02:09 hefur ekki náðst samband við hópinn en reiknum við með að allt sé þó í lagi enda vanir menn þarna með. Við erum tilbúnir að fara hvenar sem er vanti þá einhverja aðstoð, eldsneyti eða eitthvað.
Kveðja Erlingur
24.09.2005 at 10:27 #527448Jæja er eitthvað að frétta af ferðal0ngunum, eru þeir komnir í Dreka?
Kveðja Erlingur
24.09.2005 at 10:52 #527450Jæja það var svo sem auðvitað, Benni hringdi í mig og sagðist vera að gera allt klárt því neyðarkall hefði heyrst úr óbyggðum, enn auðvitað hefur Benni ekki þorað þegar hann uppgjvötaði vegalenngdina sem fara þurfti. Hann er náttúrulega ekki öðru vanur enn að leika sér á Vaðlaheiðinni.
Erlingur þú þarft að fara að taka peyjann í kennslustund.
24.09.2005 at 10:56 #527452þeir fóru nú samt af stað í morg. eftir að formlegt neiðarkall kom, þeir eru fastir, þreittir olíulausir og allan pakkann þ.e sunnanmenn.
24.09.2005 at 11:11 #527454Var að tala við Guðmund. Þeir komu í Dreka klukkan 6 í morgun, búnir að sofa í 3 tíma og eru að leggja í hann. Ég býst við því að þeir haldi í áttina að Möðrudal, þar sem formaður Austurlandsdeildar býr. Hann sagði að það hefði snjóað mjög mikið en það væri að létta til núna.
-Einar
24.09.2005 at 16:25 #527456Norðlendingarnir Benni og Erlingur eru búnir að hitta Sunnanmenn og reiknuðu með að vera í kaffi um kl. 17 í Möðrudal. Þegar ég heyrði í bónda mínum fyrir nokkru síðan var veður gott og gott hljóð í mannskapnum. Hér í Akureyrarhreppi snjóar hins vegar.
Kv.
Æðsti ritari Eyfirðinga
24.09.2005 at 17:17 #527458
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þvílík hörmung að hluta á vælið í kringum þennan smábílatúr sem var að fara Gæsavatnaleið. Ég var á HUMMERNUM mínum þegar ég sá til hópsins og hló mig máttlausan. Ykkur að segja hefðu flestir óbreyttir Subaru bílar gert betur en þessir snillingar.
Á tímabili var ég að hugsa um að bjóðast til þess að hengja alla halarófuna aftan í HUMMERINN og draga yfir. Þá hefðu snillingarnir a.m.k. komist í náttstað á réttum tíma.MUNIÐ ALLIR; ÞAÐ ERU AÐEINS ALVÖRU KARLMENN Á HUMMER.
24.09.2005 at 17:38 #527460
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er allveg ljóst að þið hommarnir á Hummerunum þurfið alltaf að vera að gera lítið úr minni bílum, en vil ég minna þig á það herra galsi að venjan er nú samt að þið eruð afturbátar okkar sem erum á minni bílum eins og td ég sem ek á LC 80, en að mínu viti er það eini almennilegi fjallabíllin!
Það er ekki ósjaldann sem ég hef þurft að draga Hummerdruslu sem hefur verið í vandræðum og á eflaust eftir að hendast oftar með varahluti í þessar druslur.
Ég vona svo sannarlega að þú sjáir að þér og hættir á þessu Hummerdruslu og fáir þér almennilegann bíl.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.