Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › GÆÐAFLUGELDAR
This topic contains 48 replies, has 1 voice, and was last updated by Erlingur Harðarson 17 years ago.
-
CreatorTopic
-
29.12.2007 at 11:04 #201468
Ég legg til að þessi augl. verði fjarlægð af síðu ferðaklúbbsins þó svo að þeir séu að gefa okkur góðan afslátt. Ég hvet félagsmenn til að versla flugeldanna eingöngu hjá BJÖRGUNARSVEITUNUM, það eru einmitt þeir sem hjálpa okkur á fjöllum ef upp kemur neið hjá okkur eða öðrum.
Félagsmenn EKKI hlaupa á eftir svona tilboðum, stiðjum við þá sem aðstoða aðra þ.e.a.s. Björgunarsveitirnar
ÉG SKORA Á STJÓRN FERÐAKLÚBBSINS 4X4 AÐ FJARLÆGJA ÞESSA AUGL. STRAX
Virðingafyllst
Arngrímur Kristjánsson -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.12.2007 at 16:42 #608084
Sæl öll
Ég hef verið á fjöllum í nærri 20 ár, stundum í jeppaferðum, sleðaferðum, rjúpnaveiði eða dorgveiði og veit því af eigin raun hvers virði það er að hafa það öryggisnet sem björgunarsveitir eru. Af þeirri ástæðu hefur aldrei komið til greina hjá mér að versla flugelda annarsstaðar og skil ég því vel reiði margra hér að "svikarar sem vega að fjármögnun björgunarsveita" skuli geta nýtt sér vefsvæði félagsins til að auglýsa sig. Það er hinsvegar alveg ótækt að hundskamma stjórn félagsins fyrir að hafa hleypt þessu "tilboði" (ég segi tilboði innan gæsalappa, því mér þykir það ekki mjög rausnarlegt að bjóða 30% afslátt af vöru sem sennilega er seld með 500% !!! álagningu).
Það er ekki sanngjarnt að ætla stjórn að stunda ritskoðun eða rétttrúnaðarstefnu í nafi allra þeirra 3000 félagsmann sem eru í 4×4 og því tel ég að það eina sem þeir gátu var að láta þetta falla í sama farveg og tilboð annarra fyrirtækja sem bjóða félagsmönnum betri kjör. Þeir þekkja það sem sinna svona sjálfboðastarfi eins og stjórnarsetu að það er hægara sagt en gert að gera öllum til hæfis og mörg verkefni eru unnin bak við tjöldin sem fók fær aldrei þakkir fyrir. Ég held að fólk einfaldlega reyni að gera rétt í hverju því verkefni sem kemur inn á borðið og ekkert annað liggji þar að baki.
Það er hinsvegar staðreynd að við félagsmenn eigum félagið og getum því beitt því á þann hátt sem okkur sýnist. Ég sá í einhverju svari að þetta er ekki í fyrsta skipti sem ósætti kemur upp vegna svona auglýsinga. Ef það er almennur vilji félagsmanna (sem ég trúi), þá er okkur það í lófa lagið að móta stefnu félgsins í þessum málum og ákveða það í eitt skipti fyrir öll, að félagið muni ekki auglýsa eða þiggja tilboð frá "sjóræningja-sölum". Þannig þarf stjórnin ekki að vinna verk sem henni kannski eru ekki ætluð með tilheyrandi gagnrýni og pirringi.
Þetta ágæta félag hefur komið ótrúlega miklu til leiðar í réttindabaráttu jeppafólks (trúið mér, hef verið meira en ég kæri mig um í Noregi þar sem allt er bannað) og því eigum við ekki að láta svona mál trufla samstöðuna hjá okkur.
-Gunnar
30.12.2007 at 17:21 #608086Vel mælt hjá Gunnari. Óvitlaus hugmynd að félagsfundur eða jafnvel aðalfundur leggi með einverjum hætti línunar í þessu, þannig að stuðningur klúbbsins við fjáröflun björgunarsveita liggi á hreinu í eitt skipti fyrir öll (eða þar til menn ákveða að breyta því formlega).
Kv – Skúli
30.12.2007 at 21:00 #608088Hef ekki áhuga á að aðrir ákveði hvaða valkosti ég má sjá og hverja ekki. Fulltrúum okkar í stjórn ber skylda til að kynna okkur þau "gylliboð" sem standa til boða. Það er svo okkar að ákveða hvort þau eru góð og gild.
Gleðilegt ár.
JKK
30.12.2007 at 22:59 #608090Það er sjálfsagt rétt að það er ekki stjórnar klúbbsins að ákveða hvort félagsmönnum eða öðrum bjóðist einhver tilboð en það er tvímælalaust stjórnarinnar að ákveða hvaða tilboð eru í boði í gegnum klúbbinn sem slíkan. Þeir sem bjóða afslætti í gegnum klúbbinn eru þá um leið samstarfsaðilar klúbbsins, klúbburinn er með því að taka þátt í markaðsstarfsemi viðkomandi aðila og auðvitað ber stjórninni að meta alla slíka samstarfsmöguleika og skoða hvort þeir þjóni hagsmunum klúbbsins. Mikill misskilningur að klúbbnum beri skylda til að ganga til slíks samstarfs þó í boði sé. Að mínu mati gengur það gegn hagsmunum klúbbsins að vinna að markaðssetningu einkaðila í flugeldasölu, en auðvitað mega þessir aðilar bjóða öllum sem þeim sýnist hvaða afsláttarkjör sem þeim dettur í hug. Klúbburinn á hins vegar að halda sig utan við það. Það að tala um forsjárhyggju í þessu sambandi á engan vegin við og er mistúlkun á því ágæta hugtaki.
Meðal annars þarf að meta hvort slíkt gangi gegn samstarfssamningum sem þegar eru í gangi.
Kv – Skúli
30.12.2007 at 23:23 #608092Mín persónulega skoðun er sú að ég versla við björgunarsveitir til að styrkja starfið en ekki til að kaupa sprengjudraslið, gæti í raun ekki verið meira sama um flugeldana sem slíka, á sennilega eftir að versla við hverfis björgunarsveitina á morgun og skilja vörurnar "óvart" eftir á borðinu hjá þeim. Það að einhver annar sé að selja "bara" flugelda en ekki það góða og þarfa starf sem björgunarsveitirnar eru að vinna er ekki samkeppni í mínum huga, það er bara í raun allt annar hlutur og ég vil ekki taka þátt í svoleiðis viðskiptum. [b:1g7g65hk]Ég er ekki að kaupa flugelda, ég er að styrkja björgunarsveitirnar[/b:1g7g65hk].
Svo varðandi afstöðu klúbbsins, það er auðvitað flóknara mál en væntanlega má leggja fram "samþykkt" eða "ályktun" eða eitthvað slíkt á aðalfundi sem myndi veita stjórn aðhald og verkfæri til að neita svona beiðnum. Yrði það bara þarft og gott mál og mætti gera í þessu sem mörgum öðrum málum, svo sem umhvefisvernd, afstöðu til virkjana, uppbyggingar hálendisvega (sem er nú reyndar til) og svo mætti lengi telja. Það er mjög óþægileg staða að vera í stjórn og þurfa að neita að koma upplýsingum um afslætti eða einhver kjör/tilboð til félagsmanna af persónulegum eða tilfallandi ástæðum.
Maður reynir auðvitað að taka faglegar ákvarðanir án þess að blanda inn í það persónulegum skoðunum sínum. Stundum reynist það manni vel en stundum reynist það manni illa. Best er auðvitað að hafa faglegar ástæður til að taka réttar faglegar ákvarðanir. Ég treysti því samt og sé á umræðunum á vefnum undanfarna daga að félagsmenn eru alveg færir um að taka sínar ákvarðanir sjálfir og gera sér alveg grein fyrir að tilkynningar og annað á þessum vef hafa ekki ákvörðunargildi heldur eingöngu upplýsingagildi. Þrátt fyrir að ég sé nú helv… afturhaldskommatittur inn við beinið trúi ég því að fólk geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir hvort sem það er um val á bíltegund, fjarskiptatæki eða hvar á að versla flugelda…
Gleðilegt ár … og verslið nú við björgunarsveitirnar 😉
31.12.2007 at 01:06 #608094Nei nú finnst mér þið vera komnir út á hált svið.
Ef stjórn á að ákveða hvaða tilboð eru boðin félagsmönnum jafnvel með lagabreytingu á aðalfundi þá skal það gert á öllum sviðum.
Þá skulum við setja lög um stefnu og viðbrögð kúbbsins við virkjunum líka.
Þá er ég ansi hrædd um að ekki fáist samstaða svo eigum við ekki bara að hafa þetta eins og þetta er og reikna með að félagsmenn hafi heilbrigða skynsemi ………..
Mér fannst rosalega súrt sem ég sá í dag að e-h Alvöruflugeldar sem er Einar Áttavilti er með 11 sölustaði á höfuðborgarsvæðinu.
Kveðja Lella aftuhaldssama
Flubbarnir og Skátarnir í Kópavogi fá mín atkvæði
31.12.2007 at 03:06 #608096Mig langaði aðeins að kommentera á síðasta innlegg og kaus að gera það [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=innanfelagsmal/11019#87874:2zj4e4kl][b:2zj4e4kl]hér[/b:2zj4e4kl][/url:2zj4e4kl]
kv. stef.
31.12.2007 at 16:08 #608098Mín skoðun er sú að stjórn klúbbsins hefði vel getað afþakkað þetta annars lélaga boð um flugeldakaup. Ég hef aldrei séð auglýsingu frá einu fyrirtæki á vef annars!! Mér finnst klúbburinn vera að leggja stein í götu Hjálparsveitana með þessari auglýsingu og ættu að sjá sóma sinn í að taka hana út. Við erum hagsmunafélag, við höfum skoðanir og við viljum hafa björgunarsveitirnar vel búnar og tiltækar. Afhverju í veröldinni ættum við þá að vera að auglýsa flugelda fyrir einhvern annann aðila sem gerir EKKERT fyrir okkur. Mér er skítsama þó að klúbburinn fái e.t.v. greiðslu fyrir auglýsinguna og félagsmenn einhvern afslátt. Eins og flestir segja hér að ofan snýst þetta ekki bara um flugelda heldur stuðning.
Sama má segja um dótið sem klúbburinn er sjálfur að selja, ef ég fer að auglýsa könnur, fána og annað drasl á vef klúbbsins er ég hræddur um að ég fengi orð í eyra frá stjórninni eða hvað. Má ég það? Ég get útvegað svona dót á miklu lægra verði, jafnvel gefins frá náttúruverndarsamtökum sem hafa það eitt að markmiði að banna bílaumferð um hálendið.Kveðja:
Erlingur Harðar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.