Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › GÆÐAFLUGELDAR
This topic contains 48 replies, has 1 voice, and was last updated by Erlingur Harðarson 17 years ago.
-
CreatorTopic
-
29.12.2007 at 11:04 #201468
Ég legg til að þessi augl. verði fjarlægð af síðu ferðaklúbbsins þó svo að þeir séu að gefa okkur góðan afslátt. Ég hvet félagsmenn til að versla flugeldanna eingöngu hjá BJÖRGUNARSVEITUNUM, það eru einmitt þeir sem hjálpa okkur á fjöllum ef upp kemur neið hjá okkur eða öðrum.
Félagsmenn EKKI hlaupa á eftir svona tilboðum, stiðjum við þá sem aðstoða aðra þ.e.a.s. Björgunarsveitirnar
ÉG SKORA Á STJÓRN FERÐAKLÚBBSINS 4X4 AÐ FJARLÆGJA ÞESSA AUGL. STRAX
Virðingafyllst
Arngrímur Kristjánsson -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.12.2007 at 16:53 #608044
Sæl öll sömul.
Þessi auglýsing er bara gott mál, hún er búin að snúast upp í andhverfu sýna og þjappa fólki saman um að versla bara við hjálparsveitirnar sem aldrei fyr.
Hressið ykkur nú við og horfið á björtu hliðarnar á þessu.
En svo er það hvort Einar gefur félagsmönnum góðan afslátt af púströrum ef við veslum við hann flugelda allt þarf þetta að skoðast,30% af rörinu það er nú það.
Kv. Úlfurinn.
29.12.2007 at 17:27 #608046Hvur djöfullinn heldur þú að þú sért að ýja að því að okkar góði formaður/kona sé með einhverja persónuleg hagsmunatengsl við þetta fyrirtæki hún er´ávallt með hagsmuni félagsmanna í huga og er það einnig í þetta skifti á meðan auglýsingar eru ekki klúrar eða móðgandi þá vil ég sjá þær á þessum vef og taka þroskaða ákvörðun fyrir sjálfan mig helv fíflin ykkar og hættið svo að rægja hana Agnesi
Gísli Þór Þorkelsson
29.12.2007 at 18:46 #608048Ég hef engan persónulegan ávinning af þessum FLUGELDASÖLUAÐILA !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Eins og ég benti á hér í fyrri þræði, kom þetta inn á borð stjórnar og við setjum ekki fyrirtæki í flokka.
Ef svo væri færu þó nokkur fyrirtæki af afsláttarlista 4×4 þar sem við stjórn höfum orðið fyrir persónulegum skaða.
Ég veit hvar stjórnarmenn versla og hafa gert undan farin ár, en hver og einn félagsmaður hefur val.
71 aðili sótti um að fá að selja flugelda þetta árið.
Björgunarsveitir, einkaaðilar, íþróttafélög og kiwanes.
Ég ætla ekki að skilda félaga 4×4 að versla aðeins á einum stað.
Þetta er frjálst land eða er það ekki.
Hvort Matti sé ósáttur við mig verður hann bara að eiga við sjálfan sig.
kv
Agnes karen Sig
Formaður 4×4
29.12.2007 at 19:03 #608050
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég fór frekar full geyst í orðafari gagnavart þér og biðst ég afsökunar á því hér með,og ég langt frá því að vera óánægður með þig sem formann fyrir 4×4.Það bara fauk aðeins í mann við þetta þegar hér neðar á síðunni er merki samstarfsaðila 4×4 og manni fannst eins það væri verið að reka ríding á bakið á þeim.
KV:Matti með móral
29.12.2007 at 20:27 #608052Flugeldasala
Málið er nokkuð einfalt með þessa auglýsingu. Það er leitað til klúbbsins og þetta umrædda fyrirtæki býður félagsmönnum afslátt á flugeldum. Það er ansi erfitt fyrir stjórn að neita félagsmönnum um þennan afslátt eða fyrir stjórn að fara út í það að fara sortera út fyrirtæki sem við teldum að væru óæskileg. Því verður auglýsingin að standa. Þó svo að það sé okkur þvert um geð.
Ég hvet hinsvegar menn og konur að versla flugelda hjá björgunarsveitunum, ég myndi ekki versla af neinum öðrum hver svo sem afslátturinn væri hjá einkaaðilum sem hafa mist sig gjörsamlega í græðginni. En það er allavega mín persónulega skoðun að hér ráði Mammon ferðinni og er eiginlega ekki annað hægt en að vorkenna þessum aðilum að hafa ekki meira hugmyndarflug í bissnes en þetta.
Þetta er mín persónulega skoðun og lýsir á engan hátt skoðun stjórna
Kv Ofsi sem gat ekki svar fyrr, því hann var að spóla á Sprengisandi með Hlyn og Rúnari. Það var reynda hellingur af liði á fjöllum í dag og í gær og var vhf stundum glóandi.
29.12.2007 at 20:37 #608054Er ekki samstarfssamningur milli 4×4 og FBSR ? Mér þykja þetta frekar kaldar kveðjur til þeirra ef samningurinn er enn til staðar. Eins þykir mér óþarfi að auglýsa þessa gæðaflugelda frítt á forsíðu f4x4.is þótt einhver afsláttur sé í boði. Best væri að fjarlægja þetta sem fyrst, enda skapar þetta neikvæða ímynd og umtal.
Góðar stundir
29.12.2007 at 20:43 #608056Gæti ekki verið meira sammála Hlyni,enda er ég mjög svo óánægður með þetta og tel að klúbburinn hafi þarna skotið sig alvarlega í fótinn.
Kv Jóhannes
29.12.2007 at 21:28 #608058Fyrir ári síðan var allt brjálað hér út af flugeldasölu ef ég man rétt og nú hoppa menn hæð sína í loft upp afþví félagsmönnum er boðin afsláttur hjá einkaaðila. Ég get ekki séð betur en það sé bara til góða ef félagsmönnum er boðinn afsláttur hvar svo sem það er, stjórn getur ekki og má ekki koma í veg fyrir að félagsmönnum sé boðin afsláttur af vöru. Hver og einn verður svo að ákveða hvar hann verslar. Persónulega hef ég verslað mitt dót hjá Hjálparsveitunum og kem til með að halda því áfram því ég lít á það sem stuðning en horfi ekki í að geta sparað einhverjar krónur á því að verlsa við einkaaðila.
Samningurinn við Flubbanna er í fullu gildi en það kveður ekki á um að félagsmenn 4×4 versli við þá verð að líta svo á að þeir hafi skynsemi til þess.
Eina sem ég sé að skaði ímynd klúbbsins finnst mér vera þessi umræða sem misvitrir menn taka þátt í hér á þessum þræði.
Þetta er mín persónulega skoðun og lýsir á engan hátt skoðun stjórnar.
Þorgeir
29.12.2007 at 21:36 #608060Mér finnst nú að björgunarsveitirnar mættu nú alveg skoða sín mál svolítið. Ég hef alltaf verslað mína flugelda hjá hjálparsveitunum, eitt í það svo og svo mörgum krónum og alltaf verið hálf svekktur með sýninguna sem það hefur skilað miðað við upphæð.
Svo keypti ég hjá öðrum aðila 2005 til að fá samanburð og svo í viðbót hjá hjálparsveitunum til að friða samviskuna.
Niðurstaðan var sú að ég hef aldrei fengið aðra eins sýningu fyrir mig og mína fjölskyldu og þessi áramót, og það fyrir minni pening en vanalega.
Þar sem ég veð ekki beint í peningum þá finnst mér ekki forsvaranlegt fyrir mig að versla við hjálparsveitirnar með alla flugelda þar sem bæði verð og gæði virðast ekki vera sambærileg við aðra aðila á markaðnum. Ég versla áfram smávegis af hjálparsveitunum til að styrkja þá þar sem ég er á þeirri skoðun að starf þeirra sé ómetanlegt og beri að styrkja þá eitthvað.
En til að bjarga sýningunni á gamlárskvöld fyrir mig og mína án þess að þurfa að veðsetja eitthvað þá versla ég megnið annarsstaðar.
Ég vona að með þessum orðum hafi ég ekki móðgað neinn og biðst afsökunar ef svo er en þetta er mín skoðun engu að síður.Kveðja
Hjalti Guðmundsson
R-3248
29.12.2007 at 23:54 #608062Sælir félagar.
Ég er meira en lítið hissa á þessum viðbrögðum hjá félögum 4×4, en eitt ætla ég að taka strax fram að Einar Áttavilti er á engan hátt viðriðin Gæðaflugelda, heldur einn af félögum 4×4 sem eflaust margir kannast við Sveinbjörn Halldórsson félagi nr. R043. Ef það er skoðun allra félagsmanna að leyfa flugbjörgunarsveitum, Hjálparsveitum og skátum að einoka markaðin þá held ég að menn ættu að skoða hlutina og athuga hvernig markaðurinn var hér þegar um einokun á flugeldum var að ræða. Þegar ég hringdi fyrst í stjórnina og bauð þeim að ég vildi styrkja ferðaklúbbin 4×4 um hagnað af sölu flugelda var stjórni ekki tilbúin í að fara á móti björgunarsveitunum. Þess í stað var ákveðið að félagsmenn sem að sjálfsögðu ráða hvar þeir versla (þetta er að sjálfsögðu frjálst land) fengju afsláttinn beint í vasan. Það er mín skoðun að Ferðaklúbburinn 4×4 hafi jafn mikið inn á svona markað til fjáröflunar að gera eins og aðrir. Ef ekki sjálfur þá fyrir einstaka félagsmenn. En eitt er víst menn eiga að skoða málið áður en þeir hella sér yfir menn og málefni. Ég er búin að vera félagsmaður í ferðakl. 4×4 frá upphafi og unnið margt fyrir klúbbin sem hefur verið honum og félagsmönnum til heilla. M.A. farið marga björgunarleiðangra og vinnuferðir, að því leyti lít ég ekki á mig sem slæmann mann né félaga heldur áhugamann sem reyni að hjálpa mínum félögum ma. með því að gefa félaginu peninga (sem þeir vildu frekar að félagsmenn nytu) eða eins góðan afslátt og hægt væri, til að áramótainnkauptin yrðu auðveldari. En ég segi enn og aftur að sjálfsögðu eiga þeir sem vilja að versla hjá þeim aðilum sem þeir kjósa að styrkja, ég sjálfur versla líka víð Flugbjörgunarsveitina sem er í sömu götu og ég. Það eru engar illdeilur á milli okkar.
Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson R-043
30.12.2007 at 00:05 #608064er það, að fjáröflun björgunarsveitanna um land allt er þessa síðustu daga í desember, og ef einhver ekki veit, þá skal það upplýst hér að fjáröflunin er "SALA FLUGELDA" Ef einhver hefur á móti því skal hann, sá hinn sami bara einfaldlega segja það berum orðum að hann vilji ekki styrkja björgunarsveitirnar.
Þetta hefur ekkert með samkeppni einkaaðila að gera.
bestu kveðjur.
Elli.
30.12.2007 at 00:23 #608066Ég er rosalega glöð að það skuli vera Sveinbjörn en ekki Einar Áttavilti sem stendur á bak við Gæðaflugelda. Ég er ekki tilbúin til að fórna tíund af minni flugeldasölu til Krossins ég reyndar veit ekki hvort Sveinbjörn er tilbúin til að koma og hjálpa mér ef þakið fýkur af húsinu mínu en ég reikna með að hjálparsveitin komi og aðstoði mig ef það skéður í nótt eða í næstu lægð.
Hjáp Lella
til gamans þá er hér ágætis upprifjun frá síðustu áramótum [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=faerd/8791:12e367ng][b:12e367ng]hér[/b:12e367ng][/url:12e367ng]
30.12.2007 at 00:46 #608068Hverjir eru hagsmunir félagsmanna? Eru þeir að fá afslátt af flugeldum eða eru þeir að hafa öflugar björgunarsveitir? Fögur orð um frjálsa samkeppni og að mismuna ekki fyrirtækjum eru aðeins til að klóra yfir afar dapra ákvarðanatöku að mínu mati. Björgunarsveitirnar eru ekki fyrirtæki þar eru verið að vinna í sjálfboðavinnu. Þar eru menn og konur sem eru tilbúnar til að fara í útkall og setja sig í hættu við að aðstoða ÞIG hvenær sem er. Leitum að jeppafólki hefur blessunarlega farið fækkandi en að sama skapi hafa þau slys sem orðið hafa verið alvarleg og krafist mikil af mannskap og búnaði. Ferðaklúbburinn 4×4 er ekki skuldbundinn til að auglýsa einn eða neinn og ætti að meta svona lagað út frá hagsmunum sínum og félagsmanna og eins og áður segir þá er ég viss um að þeir liggja ekki í þessum aflsætti.
Ekki má gleyma að ég hef töluverða hagsmuna að gæta þar sem ég er starfsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar og sé þar um aðgerðamál ásamt því að vera búin að vinna að því nú í mánuð að koma flugeldum til björgunarsveita um allt land. En þetta er afar góð áramótakveðja frá f4x4.
30.12.2007 at 00:59 #608070fridfinnur væntanlega hefði stjórn með glöðu geði sett inn fréttatilkynningu frá ykkur ef þið hefðuð beðið um það.
Félagar í 4×4 og allir aðrir landsmenn treysta á ykkur ef á reynir og hver höfði til sinnar skynsemi.
4×4 félagar styðjum hjálparsveitirnar með okkar flugeldakaupum og aðalega Flubbana sem eru okkar samstarfsaðili
BOMM Þorgeir
30.12.2007 at 01:08 #608072Sæl öll.
Það er alfarið mín sök að Einar skildi vera bendlaður við þetta.
Það komu hver pésin á fætur öðrum ,hver öðrum líkari með ávísun neðst á blaðinu þannig að ég ruglaði þessu öllu saman, þannig að ég bið en og aftur afsökunar á þessum rugling í mér.
Ég vissi ekki í upphafi hver átti þessa auglýsingu, en svo vel þykist ég þekkja Sveinbjörn að hann hefur bara viljað félagsmönnum gott með þessu.
Kanski er bara allt í lagi að versla svolítið við hann og dáldið mikið við hina, eða öfugt ,hvernig sem á það er litið.
Ethvað rámar mig í það að ég hafi séð honum bregða fyrir á myndum af uppbyggingu Setursins og kanski á kallin það bara inni hjá okkur að við kaupum svo sem eina púðurkerlingu af honum, alla vegana að sýna smá kurteisi .
Í upphafi skildi endirinn skoðaður, Það á held ég að eigi vel við núna.
Kv. Stefán Baldvinsson R266.
30.12.2007 at 01:18 #608074Sjálfsagt er þetta allt gert af góðum hug en félagsmenn í 4×4 kaupa flugelda að sjálfsögðu aðeins hjá björgunarsveitunum, eins og allir sem ferðast um fjöll. Það er ekki nein samkeppni í gangi þegar björgunaraðgerðir fara í gang, þá fara sveitirnar einfaldlega af stað hvernig sem stendur á. Því sé ég ekki að þeir þurfi að standa í samkeppni um fjármagnið sem þarf til að reka þessa starfsemi.
Kv – Skúli
30.12.2007 at 08:36 #608076
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Jæja nú er enn ein óveðursnóttin í gangi hjá björgunarsveitunm og stendur enn,með tjónum á tækjum og búnaði manna sem kostar sitt.En ég á nú ekki von á öðru en að Sveinbjörn og aðrir einstaklingar sem selja flugelda hafi líka látið til sín taka í nótt með tækjum og dóti sínu eða sváfu þeir bara á sínum græna og hugsuðu hvað þetta er ekkert mál björgunarsveitirnar redda þessu bara en við einstaklingarnir!!! sem seljum flugelda höldum bara áfram að telja peniga fyrir nýjum jeppa eða utanlandsferðum :):):)
KV:Matti
30.12.2007 at 10:02 #608078Mér finnst það heldur klén rök þegar menn segja að með því að birta ekki auglýsinguna umræddu sé klúbburinn að ákveða hvar eigi eða ekki að versla,að sjálfsögðu átti ekki að birta þessa auglýsingu,þó ekki væri nema vegna þess að 4×4 eru í samstarfi við Flubbana.
Starf bjsv hefur í gegnum árin verið fjármagnað með þessari flugeldasölu og allir vita í hvað þeir penigar hafa farið enda ófá mannslífin því til sönnunar.
Það að horfa í aurin og ættla að slá sig til riddara með því að veita afslátt,þegar verið er að selja í beinni samkeppni við bjsv,en setja ágóðan í eigin vasa til einkanota,er eitthvað þau lélegustu rök sem ég hef séð hérna,vitna í frjálsa samkeppni er jafn lélegt,ég hef ekki séð að þessir einkaaðilar séu í samkeppni við bjsv um bjarganir,nei þetta er eingöngu frjáls samkeppni um aurin ekki verkin.
Stjórn hefði aldrei átt að birta þessa auglýsingu,ég held að ef skoðanarkönnun hefði verið framkv þá hefði hún trúlega leitt það í ljós að um 90% félagsmanna væri á móti þessari auglýsingu,stjórn klúbbsins verður að athuga að hún kemur fram fyrir hönd allra félagsmanna og þessi umræða hefur verið uppi hver einustu áramót og vilji manna ákaflega skýr ,við viljum ekki svona auglýsingu á vefnum okkar og fyrst það er búið að setja hana inn þá á að sjálfsögðu að setja inn auglýsingar frá Flubbunum og öðrum bjsv svo alls hlutleysis sé gætt og klúbburinn verði ekki sakaður um að beina félagsmönnum til eins aðila sem segir hér á vefnum vilja frjálsa samkeppni um söluna en ekki bjarganirnar eða útköllin sem bjsv eru að sinna td núna í nótt og hafa gert margar nætur á síðust vikum og lagt í mikinn tilkostnað bæði frá innkomu vegna flugeldasölu og úr eigin vasa ,vinnutap og fl við ættum að senda þeim skýr skilaboð um að við stöndum við bakið á þeim,en ekki eiginhagsmunarseggjum sem hafa það gott í hlýjunni á meðan bjsv eru úti í útkalli.
Kv Klakinn
30.12.2007 at 12:33 #608080Það er fróðlegt að lesa þessa þræði og sjá hvað menn geta æsts sig upp yfir litlu. Þetta er í fyrsta skipti sem ég skrifa á þetta spjallsvæði hjá 4×4, en nú get ég ekki orða bundist. Það er rangt sem skrifað er í einu blogginu um að áður fyrr hafi verið alger einokun á flugeldasölu í Reykjavík. Þegar Hjálparsveit skáta í Reykjavík byrjaði sína flugeldasölu fyrir að mig minnir 39 árum (áramótin ´68-´69) þá höfðu verið seldir flugeldar í öllum sjoppum og matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Við sem munum eftir Borgarbúðinni í Kópavogi, munum eftir því að hafa keypt kínverja af Jóa ogt fleira dót. Með tilkomu flugeldamarkaða HSSR breytist verulega sölumunstur hjá flugeldasölum og smátt og smátt hætta sjoppurnar og matvörubúðirnar að selja þessa vöru og þetta verður aðalfjáröflunarleiðir fyrst íþróttafélaga og seinna koma svo Slysó menn og Flugbjörgunarsveitin er tiltölulega nýbyrjuð að selja þessar vörur. Það er alveg rétt sem hefur komið fram hér á síðunni að þetta er aðalfjáröflunarleið nánast allra björgunarsveita og þau íþróttafélög sem eru að selja þessa vöru hljóta að fá eitthvað út úr þessu annars væru þau ekki að hafa fyrir þessu. Álagning á þessa vöru hefur farið lækkandi í gegnum tíðina og hvort því sé að þakka einkaaðilum eða breyttum hugsunarhætti annarra er ekki gott að dæma um. Oft er betra að selja mikið fyrir lítið en lítið fyrir mikið. Sem félagi í HSSR til margra ára hef ég munað eftir skinum og skúrum í hagnaðinum, fyrstu árin var ágóðin ekki mikill en jafnframt var þörfin mest til að byggja upp starfið og tækjakost sveitarinnar. Ég man líka eftir ári sem við fórum út á sléttu græddum ekkert og töpuðum engu, mig minnir að veðrið hafi verið eins og nú sem gerði strikið í reikningin það árið. Sem betur fer hefur markaðurinn stækkað verulega og efnahagur landans batnað að sama skapi.
Ég er ekki sammála að Björgunarsveitir eigi að keppa við aðra á verðum, því þær þurfa að græða á þessu eins og allir sem eru í viðskiptum. Ef einkaaðilar eru að gera góða hluti með því að selja ódýrari flugelda en Björgunarsveitirnar þá er það bara í lagi, þeir þurfa kannski minna en stór Björgunarsveit. Ef allir ætluðu að vera með lægstu verðin, hver yrði gróðin þá og er ég hræddur um að einkaaðilar yrðu fyrr til að fara út úr þessum viðskiptum með sárt enni því ég reikna með að þeir þurfi að borga sölufólki sínu laun eins og aðrir einkaaðilar í rekstri.
Það sem björgunarsveitir hafa fram yfir einkaaðila er orðsporið sem þeir vinna sér inn á milli áramóta og viðskiptavinir þeirra eru oftast að versla við þær til að þakka þeim fyrir vel unni störf í þágu almennings í landinu, störf sem eingöngu eru unnin í sjálfboðavinnu.
Það er vonandi ekki óskir landans að þessi starfsemi leggist niður og skattgreiðendur verði látnir borga með hærri sköttum svona starfsemi.
Með þessum skrifum er ég ekki að hvetja neinn til að versla við Björgunarsveitirnar, það verður hver að gera upp við sína samvisku.
Óska síðan öllum gleðilegra áramóta og skjótið upp sem mestu þá græða vonandi allir.
30.12.2007 at 14:42 #608082Það þarf ekkert að æsa sig út af þessum málum, hver og einn á að gera það sem hann telur rétt.
EN ég er á leiðinni til björgunarsveitanna með 50.000 kall og kveiki glaður í honum á morgunn.
Gleðilegt nýtt ár til ALLRA.
Kveðja, Sveinbjörn Högnason.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.